Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 10
„Fjölskyldan er það mikil-
vægasta í heiminum.“
AFMÆLI
Landsbankinn opnar fyrsta útibúið
Ingunn Svavarsdóttir myndlistar-
kona verður með sýningu sem heitir
Tilraunir í Bragganum við Öxarfjörð
fyrstu tvær vikurnar í júní. Ingunn
er núna í tveggja ára masters-námi í
myndlist úti í Newcastle í Bretlandi
svo hún stoppar stutt heima þetta sum-
arið.
„Ég kalla þessa sýningu tvennd-
arleiki því ég er með svona tvennt í
gangi á þessari sýningu,“ segir Ing-
unn. „Á sýningunni er ég aðallega að
fjalla um það að Kaninn sé að hverfa
úr landinu og er svo með svona mót-
vægi við því. Verkin eru bæði gerð í
tveimur hlutum og í tvöföldun á sama
formi. Ég er líka svolítið að vinna með
þetta nám sem ég er í og er með nokk-
urs konar óð til upplýsingarinnar. Til
dæmis eitt rosalega stórt verk sem ég
byrjaði á í fyrra og kláraði ekki fyrr
en í janúar og svo annað pínulítið sem
mótvægi við því.“
Ingunn og fjölskylda hennar búa í
kúluhúsi rétt hjá Bragganum sem þau
gerðu upp sjálf. „Mig langaði til þess
að koma mér upp aðstöðu til þess að
prófa mig áfram eftir að ég sá það
að ég gæti eitthvað í myndlist og við
keyptum því þennan bragga af tengda-
föður mínum og túnið í kring. Við
fórum svo í það að rífa allt innan úr
honum og byggja alveg upp á nýtt og
nú er ég komin með þessa fínu aðstöðu
og sýningarsal.“
Fyrsta sýningin í Bragganum var
haldin sumarið 2003 og þá fékk Ingunn
fleiri listamenn í lið með sér. „Ég hef
verið í góðu sambandi við aðra lista-
menn eins og Hlyn Hallsson, Björgu
Einarsdóttur, Yean Quai og fleira gott
fólk sem var með mér á fyrstu sýn-
ingunni. Hlynur fékk þá hugmynd að
við tækjum Maríu mey til umfjöllunn-
ar sem við gerðum. Við tókum heilan
vetur í að undirbúa þetta og ég fór að
lesa heilmikið í Biblíunni og um Maríu
mey. Þegar við fórum svo að skoða
hvenær við ættum að hafa sýninguna
ákváðum við að hafa hana á þingmar-
íumessu sem er fyrstu tvær vikurnar
í júlí. Síðan þá hef ég alltaf verið með
sýningarnar á þessum tíma.“
Fjöldi fólks hefur komið á sýningarn-
ar hjá Ingunni og hún er mjög ánægð
með gestaganginn. „Ég var sveitar-
stjóri hérna í tíu ár og því alltaf að vinna
í því að fá þetta viðurkennt sem alvöru
sveitarfélag með ýmsa möguleika. Ég
hef verið alveg óskaplega ánægð með
að fá hingað alls konar fólk sem sumt er
ekkert vant að fara á sýningar, bændur,
húsfreyjur og annað fólk úr nágrenn-
inu. Ferðamennirnir koma líka og ég
hef fengið gesti
frá, Sviss, Banda-
ríkjunum og Japan.
Við erum miðja
vegu milli Ásbyrg-
is og Kópaskers og
Bragginn sést vel
frá veginum. Hann
er appelsínugulur
svo það fer ekkert
á milli mála hvar
hann er,“ segir Ing-
unn og hlær.
Námið sem Ing-
unn er í er heils árs
nám svo hún þarf
því að fara aftur út
fljótlega eftir sýn-
inguna en áður var
hún búin með fjög-
urra ára nám við
Myndlistarskólann
á Akureyri. „Ég var mjög góð í teikn-
ingu hérna í gamla daga og hef alla tíð
haft mikla hugmyndaauðgi og aldrei
vílað fyrir mér að láta draumana ræt-
ast. Mig langaði að prófa hvort ég gæti
þetta og síðasta árið sem ég var sveit-
arstjóri sótti ég kvöldnámskeið á Akur-
eyri á þriðjudögum til þess að komast
að því hvort ég hefði eitthvað að gera í
listnám. Þar sem þetta hafði blundað í
mér svona lengi finnst mér svo gaman
að geta eitthvað gert þó að ég sé ekkert
að segja að ég sé einhver snillingur. Ég
geri mér fullkomlega grein fyrir því
hvað það eru margir góðir listamenn í
kringum mig, en það er bara gaman að
vera einn hlekkur í keðjunni. Þetta er
náttúrulega bara alveg fullkomið líf að
búa í svona sveit og geta sinnt listinni,“
segir Ingunn og hlær.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Konráð Guðmundsson
Holtagerði 42, Kópavogi,
lést 19. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkr-
unardeildar Elliheimilisins Grundar fyrir einstaka
umönnun, og Magnúsi Tryggvasyni, Eiríki Magnússyni
í ORA og öðrum vinum og vandamönnum fyrir veittan
hlýhug.
Laufey Sigríður Karlsdóttir
Auður Konráðsdóttir Sigurður Stefánsson
Heimir Konráðsson Eyrún Ingibjartsdóttir
Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir
Áslaug Kolbrún Jónsdóttir Gunnar Harðarson
Kolbrún Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi,
Sveinn Ágúst Haraldsson
Álfhólsvegi 121, Kópavogi,
sem lést fimmtudaginn 21. júní sl. verður jarðsunginn
frá Grensáskirkju þriðjudaginn 3. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Hulda Haraldsdóttir Þorgeir Ólafsson
Hrönn Haraldsdóttir Trausti L. Jónsson
systkinabörn og fjölskyldur.
MOSAIK