Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 63
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn
Rihanna Fenty frá Barbados sló í
gegn fyrir tveimur árum með Kar-
íbahafslitaða r&b sumarsmellinum
Pon De Replay og fylgdi honum
eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl
Gone Bad er hennar þiðja plata
og það er ekkert lát á smellunum.
Lagið Umbrella sem hún syngur
ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt
af lögum sumarsins 2007.
Rihanna er á samningi hjá hinni
fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam
sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir
það og þá staðreynd að Timbaland
stjórnar upptökum á nokkrum lag-
anna á Good Girl Gone Bad þá er
tónlistin á henni hreinræktað popp.
Taktarnir eru einfaldir og útsetn-
ingarnar eiga meira sameiginlegt
með stúlknasveita-poppi Atom-
ic Kitten og Girls Aloud heldur en
Missy Elliott eða Mary J. Blige. En
þetta er mjög vel heppnuð popp-
plata. Hún samanstendur af kraft-
miklum og dansvænum lögum
og ballöðum. Lagasmíðarnar eru
grípandi og útsetningarnar eru
nógu frískar til að halda athygl-
inni. Og þetta er ekki plata með ör-
fáum smellum og fyllt upp í með
rusli eins og er svo algengt í iðn-
aðarpoppinu. Hér er fullt af fínum
lögum og platan hefur góðan heild-
arsvip.
Rihanna er líka ágæt söng-
kona. Hljómurinn í röddinni henn-
ar minnir svolítið á Beyoncé. Hún
skilar sínu vel þó að hún sé ekki að
vinna nein söngafrek.
Velheppnað popp
„Við stefnum að sjálfsögðu að því
að fylla húsið enda er þetta metn-
aðarfullt prógramm,“ segir Áskell
Heiðar Ásgeirsson sem stendur
fyrir tónleikum á Borgarfirði
eystri 28. júlí næstkomandi. Á tón-
leikunum verður Magni Ásgeirs-
son í aðalhlutverki ásamt Megasi
og meðlimum Hjálma. Auk þeirra
koma fram Lay Low, Jónas Sig-
urðsson og Aldís Fjóla Ásgeirs-
dóttir sem er heimamanneskja
sem verið hefur í söngnámi í Dan-
mörku. Svo skemmtilega vill til
að Aldís Fjóla og Magni eru bæði
systkini tónleikahaldarans Áskels
Heiðars.
Þetta er þriðja árið í röð sem
stórtónleikar eru haldnir í gömlu
bræðslunni á Borgarfirði eystri
helgina fyrir verslunarmanna-
helgi. Það var Emilía Torrini sem
reið á vaðið fyrir tveimur árum og
í fyrra sneri hún aftur en þá með
skosku hljómsveitina Belle & Se-
bastian með í för.
Áskell Heiðar er ánægður með
dagskrá tónleikanna í ár. „Já, held-
ur betur. Þetta er það ferskasta í
íslenskri tónlist í dag. Magni verð-
ur með efni af nýju plötunni sinni
og Megas líka. Lay Low er auð-
vitað búin að slá í gegn og Jónas
gaf út áhugaverða plötu fyrir síð-
ustu jól, hann kemur með hljóm-
sveit með sér frá Danmörku. Þetta
verður mjög flott.“
Miðasala á tónleikana er hafin á
Miði.is.
SMS
LEIKUR
SENDU SMS JA DHF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
SMS
LEIKUR
Yippee-Ki-Yay, Mo...!
JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞARF AÐ SEGJA MEIRA!
HEIMSFRUMSÝND 27. JÚNÍ UM LAND ALLT!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
9. HVER
VINNUR!
Auglýsingasími
– Mest lesið