Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 63
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Kar- íbahafslitaða r&b sumarsmellinum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum lag- anna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetn- ingarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atom- ic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð popp- plata. Hún samanstendur af kraft- miklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athygl- inni. Og þetta er ekki plata með ör- fáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðn- aðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heild- arsvip. Rihanna er líka ágæt söng- kona. Hljómurinn í röddinni henn- ar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Velheppnað popp „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metn- aðarfullt prógramm,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Á tón- leikunum verður Magni Ásgeirs- son í aðalhlutverki ásamt Megasi og meðlimum Hjálma. Auk þeirra koma fram Lay Low, Jónas Sig- urðsson og Aldís Fjóla Ásgeirs- dóttir sem er heimamanneskja sem verið hefur í söngnámi í Dan- mörku. Svo skemmtilega vill til að Aldís Fjóla og Magni eru bæði systkini tónleikahaldarans Áskels Heiðars. Þetta er þriðja árið í röð sem stórtónleikar eru haldnir í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystri helgina fyrir verslunarmanna- helgi. Það var Emilía Torrini sem reið á vaðið fyrir tveimur árum og í fyrra sneri hún aftur en þá með skosku hljómsveitina Belle & Se- bastian með í för. Áskell Heiðar er ánægður með dagskrá tónleikanna í ár. „Já, held- ur betur. Þetta er það ferskasta í íslenskri tónlist í dag. Magni verð- ur með efni af nýju plötunni sinni og Megas líka. Lay Low er auð- vitað búin að slá í gegn og Jónas gaf út áhugaverða plötu fyrir síð- ustu jól, hann kemur með hljóm- sveit með sér frá Danmörku. Þetta verður mjög flott.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. SMS LEIKUR SENDU SMS JA DHF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! SMS LEIKUR Yippee-Ki-Yay, Mo...! JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞARF AÐ SEGJA MEIRA! HEIMSFRUMSÝND 27. JÚNÍ UM LAND ALLT! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. 9. HVER VINNUR! Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.