Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 70
Vann við að skera púrrulauk
„Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af
ástandinu. Ég er sannfærður um
að það kemur sprenging á næst-
unni, spurningin er aðeins hvenær
hún verður,“ segir sjónvarps-, lax-
veiði- og athafnamaðurinn Ingvi
Hrafn Jónsson, sem eins og und-
anfarin ár er við stjórnvölinn í
Langá í Borgarfirði í sumar.
Sem kunnugt er hefur laxveiði
á landinu verið með minnsta móti
það sem af er sumri og er Langá
þar engin undantekning. Að sögn
Ingva hafa 20 laxar veiðst það
sem af er, sem er það minnsta
sem hann hefur upplifað á þeim
35 árum sem hann hefur hrærst
í bransanum. „Laxinn er núna um
tíu dögum seinni en í meðalári og
það gerist einfaldlega stundum að
hann er seinna á ferðinni. Stund-
um er hann tíu dögum fyrr, eins
og gerðist hjá mér fyrir nokkrum
árum, og þá gaf júnímánuður 200
laxa. Meðalmánuður er um og yfir
100 laxar,“ segir Ingvi Hrafn.
Margar kenningar hafa verið
uppi um mögulegar orsakir þess
að laxgengdin er eins lítil og raun
ber vitni en ljóst þykir að miklir
þurrkar og sólríkur júnímánuður
hafi áhrif, enda flestar ár vatns-
minni en venjulega á þessum árs-
tíma. Ingvi Hrafn hefur fulla trú á
að laxinn skili sér.
„Einu áhrifin sem
þetta hefur er að
veiðin í júní er léleg
en þá verður þeim
mun meira í hinum
mánuðunum. Og ég
hef opið til 20. sept-
ember þannig
að það er
nægur tími
til stefnu,“
sagði Ingvi
Hrafn og
glotti.
Ingvi Hrafn óttast ekki laxaleysið
„Ég er ráðin inn sem ljósmyndari
en þetta er reyndar svo nýskeð
að það á eftir að koma betur í ljós
hvernig starfinu verður háttað,“
segir Aldís Pálsdóttir, ljósmynd-
ari í Danmörku. Aldís var í vik-
unni ráðin til starfa hjá Steen
Evald sem er annar tveggja op-
inberra ljósmyndara dönsku kon-
ungsfjölskyldunnar.
„Steen hefur bæði það hlut-
verk að taka myndir fyrir þau
persónulega og svo opinberar
myndir. Það eru til dæmis mynd-
ir sem sendar eru til allra sendi-
ráða, þessar innrömmuðu kónga-
myndir, myndir á frímerki og
fleira. Þetta eru sem sagt myndir
sem þau vilja birta,“ segir Aldís
sem er spennt fyrir nýja starfinu.
Steen Evald er henni reyndar að
góðu kunnur því hún vann með
honum sem nemi fyrir nokkrum
misserum, þegar hún var að ljúka
námi í ljósmyndaskóla í Kaup-
mannahöfn.
Næg verkefni bíða Aldísar á
nýja vinnustaðnum því Evald er
bókaður upp fyrir haus að hennar
sögn. „Það eru einhverjar tökur í
gangi á hverjum degi,“ segir hún
og viðurkennir að hún hafi ekki
einu sinni enn haft tíma til að
kynna sér hvenær næsta mynda-
taka fyrir konungsfjölskylduna
væri skipulögð. „Seinast þegar
ég vann hér fórum við kannski
annan hvern mánuð. Þá var Steen
reyndar bara að vinna fyrir Frið-
rik krónprins og Mary. Nú mynd-
ar hann líka drottninguna sem
ætti að verða skemmtilegt. Ég er
annars mjög spennt fyrir þessari
vinnu. Ég fékk að upplifa mjög
margt þegar ég var hér síðast og
áhuginn virðist vaxa ár hvert svo
það verður mjög spennandi að sjá
hvernig þetta verður núna.“
Aldís byrjaði í ljósmyndaskóla
í Viborg á Jótlandi árið 2001. Frá
2004 hefur hún síðan verið búsett
í Kaupmannahöfn ásamt kær-
asta sínum, Sindra Birgissyni,
sem nýlega lauk námi í leiklistar-
skóla. Aldís kláraði skólann í okt-
óber 2005 en uppgötvaði um svip-
að leyti að hún var ófrísk. Síðan
hún útskrifaðist hefur Aldís því
að mestu leyti verið í fæðingaror-
lofi og eytt tímanum með dóttur-
inni Magneu.
Hún hafði einmitt verið að
velta því fyrir sér hvað hún ætti
að taka sér fyrir hendur nú þegar
dóttirin er komin á leikskólaald-
ur. Aldís segist hafa velt því fyrir
sér að hafa samband við Steen
Evald en hafði ekki enn komið sér
til þess þegar hann hóaði í hana
og bauð henni vinnu. „Ég sat bara
heima og var að klóra mér í haus-
num þegar hann hafði samband.
Ég var svo mætt daginn eftir.“
Fram að þessu höfðu Aldís og
fjölskyldan verið að íhuga að
flytjast til Íslands enda viður-
kennir hún að þau séu komin með
svolitla heimþrá. „En það verður
víst að bíða aðeins.“
Nýju vinnunni fylgja talsverð
ferðalög og ekki er útilokað að Al-
dísi takist að sannfæra hinn kon-
unglega ljósmyndara um að koma
til Íslands. „Hann átti víst að taka
tískuþátt á Íslandi í júní en það
fékkst ekki hótelpláss fyrir allan
hópinn enda var þetta í kringum
17. júní. Ég get örugglega hvatt
hann til að gera aðra tilraun.“
Ætli góða veðrið sem hefur
ríkt á höfuðborgarsvæðinu sé
hreinlega ekki stóra fréttin. Ég
hef verið í fríi allan seinnipart
vikunnar og notið þess að
smíða, mála og taka til í garð-
inum. Eflaust er hægt að draga
þann lærdóm af þessu öllu að
sólin kemur fyrir rest og að ég
gæti hvergi annars staðar búið
sé tekið tillit til veðurfars.