Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 11
Fasteignamat ríkis-
ins selur upplýsingar úr Landskrá
fasteigna til fyrirtækja til notkun-
ar í beinni markaðssetningu. Byko
og Húsasmiðjan hafa keypt upp-
lýsingar og notað þær til að senda
markpóst til nýrra fasteigna-
eigenda með auglýsingum um
byggingavörur og hamingjuóskum
með fasteignakaupin.
Persónuvernd barst ábending frá
móttakanda markpósts, en áður
hafði stofnunin veitt Fasteignamati
ráðleggingar um hvernig standa
bæri að slíkri sölu.
Sagði Persónuvernd að láta þyrfti
fasteignaeigendur vita með
hæfilegum fyrirvara og gefa þeim
kost á að hafna þátttöku í beinni
markaðssetningu.
„Það eru ýmsar aðrar upplýs-
ingar, til dæmis um eigendur
sumarhúsa, það er vinsælt hjá þeim
sem eru í byggingariðnaði,“ segir
Steinarr Höskuldsson, skrifstofu-
stjóri Fasteignamats ríkisins.
Ekki voru afhent gögn um þá sem
skráð sig hafa á bannskrá Þjóðskrár
og þar með andmælt beinni
markaðssetningu.
Steinarr segir stofnunina hafa
leitað álits Persónuverndar þegar
sala á upplýsingum hófst fyrir
nokkrum árum. Stofnunin sendi
Persónuvernd hins vegar bréf 9.
janúar síðastliðinn með sömu
fyrirspurn.
Í bréfinu er spurt hvort
Fasteignamati sé heimilt að afhenda
upplýsingar um „ákveðna hópa
fasteignaeigenda“, til að mynda
sumarhúsaeigendur, eigendur
fasteigna á ákveðnum landsvæðum,
til dæmis hverfum í þéttbýli.
Einnig segir að beiðni hafi borist
frá banka sem óski eftir
upplýsingum um hvort ákveðnir
viðskiptavinir eigi fasteign. Myndi
þá bankinn bjóða þeim
viðskiptavinum betri kjör, að því
gefnu að þeir væru með almenna
þjónustu hjá bankanum og með
lífeyrissamning við bankann.
„Nú í seinni tíð hefur ásókn í
upplýsingar um fasteignaeigendur
aukist til muna. Sérstaklega í því
skyni að ná til ákveðinna markhópa
fyrir kynningar í markaðsskyni og
þess háttar,“ segir í bréfinu.
Fasteignamatið hunsar ráð-
leggingar Persónuverndar
Fasteignamat ríkisins selur upplýsingar úr fasteignaskrá til notkunar í beinni markaðssetningu. Persónu-
vernd hafði ráðlagt að fasteignaeigendur yrðu látnir vita með hæfilegum fyrirvara og þeim gefinn kostur á
að hafna þátttöku í beinni markaðssetningu. Ásókn í upplýsingar um fasteignaeigendur hefur aukist.
Ungt par hefur verið
handtekið fyrir að vanrækja
börnin sín en parið kvað tölvu-
leiki og internetið vera ástæðurn-
ar fyrir vanrækslunni.
Saksóknari sagði fólkið, Michael
og Iana Straw, hafa tapað sér í
netútgáfu tölvuleiksins Dungeons
& Dragons.
Starfsfólk sjúkrahúss í Reno í
Nevada-ríki neyddist til að klippa
hárið af ellefu mánaða stúlkunni
en það var útatað í kattarhlandi.
Börnin þjáðust bæði af alvarleg-
um næringarskorti og drengur-
inn, 22 mánaða, þjáðist af þvag-
færasýkingu og átti erfitt um
gang. Foreldrarnir eiga yfir höfði
sér allt að tólf ára fangelsisdóm en
börnin dafna nú vel hjá fósturfor-
eldrum.
Ungt par van-
rækti börn sín