Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 41
Árangur Helgu
Margrétar Þorsteinsdóttur og
Einars Daða Lárussonar sýnir að
framtíðin er björt í frjálsum
íþróttum hér á landi. Bæði fóru
þau á HM unglinga og náðu besta
árangri sem íslenskt frjálsíþrótta-
fólk hefur náð á móti sem þessu.
Helga Margrét bætti meyjamet-
ið og varð í 5. sæti í sjöþraut og
Einar bætti drengjametið og varð
í 7. sæti í áttþraut. Bestan árangur
fyrir mótið átti Íris Anna
Skúladóttir, sem náði 9. sæti í
1.500 metra hlaupi á HM í Marokkó
frir tveimur árum. Þráinn
Hafsteinsson, þjálfari krakkanna
úti í Tékklandi, segir mikilvægt að
krakkarnir fái nú tækifæri til að
fullnýta hæfileika sína.
„Nú er bara spurning hvernig
verður haldið á málum með Helgu,
Einar og þessa krakka sem eru að
standa sig svona vel. Ef við náum
að halda þessum krökkum við
efnið og þau verða dugleg og fá
allt sem þau þurfa til þess að geta
hellt sér í þetta hafa þau hæfi-
leikana til þess að ná langt,“ segir
Þráinn og bætir við að þau hafi
sýnt það á mótinu að þau hafi bæði
líkamlegan og andlegan styrk til
að keppa meðal þeirra bestu.
„Þau sýndu það bæði Einar og
Helga að þau eru hörku keppnis-
fólk og stóðu sig mjög vel undir
mikilli pressu,“ sagði Þráinn,
alveg í skýjunum með árangurinn
í Tékklandi enda ekki á hverjum
degi sem Íslendingar eignast
frjálsíþróttafólk í heimsklassa.
Hafa hæfileikana til þess að ná langt
Chelsea vann 2-1 sigur á
mexíkóska liðinu Club America í
fyrsta leik sínum í árlegri
Ameríkuferð sinni.
Chelsea lenti undir eftir aðeins
þrjár mínútur en nýi maðurinn,
Florent Malouda, jafnaði leikinn á
74. mínútu. Það var síðan
fyrirliðinn John Terry sem
skoraði sigurmarkið sjö mínútum
fyrir leikslok.
Terry skallaði þá inn auka-
spyrnu frá Malouda og það er því
óhætt að segja að franski
landsliðsmaðurinn sem Chelsea
keypti frá Lyon hafi byrjað vel í
Chelsea-búningnum.
Chelsea byrjar
vel í Ameríku
Sumardeildir NBA eru
nú í fullum gangi og þar fá
nýliðar næsta tímabils sín fyrstu
kynni af deildinni.
Einn af þeim er Kevin Durant,
besti leikmaður háskólaboltans í
fyrra, sem var valinn annar í
nýliðavalinu af Seattle. Það hafði
greinilega góð áhrif á Durant að
LeBron James kom og horfði á
hann spila því hann skoraði 32
stig í 74-85 tapi gegn Golden State
Warriors.
Durant, sem hefur aðeins hitt
úr 18 af 59 skotum sínum í fyrstu
þremur leikjunum, náði líka að
gefa sína fyrstu stoðsendingu,
sem þótti tíðindi enda hefur
kappinn verið afar skotglaður í
fyrstu leikjunum.
LeBron James
hafði góð áhrif
Mexíkó vann Úrúgvæ 3-1
í leiknum um þriðja sætið í Suður-
Ameríkubikarnum í knattspyrnu í
Venúsúela.
Úrúgvæar skoruðu samt fyrsta
markið þegar Sebastien Abreu
skallaði boltann í netið á 22.
mínútu en fjórtán mínútum síðar
varð vendipunktur í leiknum.
Þá var fyrirliða Úrúgvæ, Diego
Lugano, vikið af velli fyrir
olnbogaskot í teignum og Mexí-
kóar fengu víti. Cuauhtemoc
Blanco skoraði úr vítinu og þeir
Omar Bravo og Andres Guardado
tryggðu síðan Mexíkó bronsið með
tveimur mörkum eftir hlé. Mexí-
kóar eru greinilega á góðri leið
undir stjórn Hugo Sanchez.
Mexíkó
vann bronsið
Á KAPLAKRIKAVELLI
MIÐVIKUDAGINN 18. JÚLÍ KL. 20.00
FORKEPPNI MEISTARADEILDAR 2007
frá Færeyjum
Forsala miða frá kl. 12, í FH-búðinni í Kaplakrika
FH
GEGN
HB Tórshavn
Fjölmennum á völlinn og styðjum Íslandsmeistara FH
ÍSLANDSMEISTARAR FH 2004-2005-2006
Miðaverð kr. 1.500.-