Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Já, það eru fjölmargir sem hafa hringt og sýnt þessu mikinn áhuga. Og þó nokkrir sem hafa sent inn umsóknir,“ segir Inga Steinunn Aradóttir hjá ráðningarþjónustu Hagvangs. Fyrir skömmu birti fyrirtækið auglýsingu í Morgun- blaðinu þar sem óskað var eftir umsóknum um starf sem kannski þekkist betur meðal hinna auðugu úti í heimi. Starfið felst í tiltekt og þrifum, umsjón með þvotti, undir- búningi kvöldmatar og öðrum tilfallandi heimilisstörfum. Jafn- framt fylgdi að viðkomandi fengi fallegt húsnæði til eigin nota. „Þessum störfum fjölgar sífellt og eru miklu fleiri en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Inga, sem gat ekki gefið upp hver launin væru en bætti því að þau væru „sanngjörn“. Flestir Íslendingar ættu að kannast við þessi störf frá kvik- myndum úr Hollywood. Þar hefur ríka fólkið oft þjónustufólk og húsráðendur sem kallast „maid“ og „butler“ eða þernur og brytar. Þetta fólk er hógværðin og þagmælskan uppmáluð og talar nánast undantekningalaust lýta- lausa ensku. Frægastur er eflaust hinn ráða- góði Jeeves úr sjónvarpsþáttunum Jeeves and Wooster þar sem Stephen Fry fór á kostum ásamt Hugh Laurie. Þá má ekki gleyma hinum eldklára Alfred sem ósjaldan réði Bruce Wayne og Leðurblökumanninum heilt. Ekki var hægt að fá uppgefið hver það var sem auglýsti eftir þessari þjónustu. Mikill áhugi á brytastarfi Nýverið var opnað gallerí í skóbúðinni Far á Laugavegi 35. Galleríið er sérstakt að því leytinu til að það er hið fyrsta hér á landi sem sýnir eingöngu grafíska hönnun. Egill Harðarson vefhönnuður reið á vaðið með sýningu á verkum sínum en fyrir skemmstu opnaði Goddur (Guðmundur Oddur Magnús- son) þar sýningu sem mun standa til 20. júlí. „Galleríið hefur fengið nafnið Temp,” segir Pétur Guðmundsson sem stofnaði galleríið ásamt Ísak Winther en þeir eru báðir grafískir hönnuðir. „Okkur fannst vanta vettvang þar sem grafískir hönnuðir gætu sýnt verk sín, önnur en vörumerki og umbúðir, til þess að sýna fólki að þeir fást við fleira en auglýsingar. Vettvang þar sem markaðslögmál skipta ekki máli.“ Pétur segir að galleríið fái að þróast hægt og rólega. „Við erum ekki búnir að setja niður neitt langtíma plan. Ætlum bara að sjá til hvernig þetta gengur. Galleríið hefur að minnsta kosti fengið gríðargóðar móttökur og fjölmargir hafa sóst eftir því að fá að sýna verk sín,“ segir Pétur. Nánari upplýsingar um galleríið er að finna á royal.is/temp. Grafískt gallerí á Laugavegi „Trúarbrögðin eiga að sameina en ekki sundra,“ segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Klerkurinn er vanur að fara ótroðnar slóðir í hempunni og um síðustu helgi gaf hann saman tvenn brúðhjón með heldur óvenjulegum hætti. „Ég byrjaði um morguninn með þau Sigurð Michaelsson og Benja Darayen en þau spurðu hvort það væri í lagi að búddamunkar yrðu viðstaddir athöfnina því Benja er búddatrúar. Mér fannst það ekkert annað en sjálfsagt og bauð þá velkomna í ræðunni minni enda var þetta skýrt dæmi um að heimurinn á að vera opinn og veggjalaus. Og þar eiga trúarbrögðin að ganga á undan,“ útskýrir Hjálmar, sem var á miklum þönum 07.07.07 og gaf ein fern pör saman frammi fyrir mönnum og Guði. Í Straumi, skammt frá álverinu í Straumsvík, hittust hins vegar gamli tíminn og sá nýi þegar Hjálmar tók höndum saman við Hilmar Örn Hilmarsson allsherjar- goða en þar gengu þau Marteinn Ibsen og Alda Sveinsdóttir í það heilaga. Fyrst vígði Hjálmar þau en svo tók Hilmar Örn við að norrænum goðasið en Marteinn er ásatrúar og Alda kristin. Að sögn Hjálmars var athöfnin falleg en spurður hvort víkingarnir frá fornöld væru ekki búnir að snúa sér við í gröfinni sagði presturinn svo ekki vera. „Þegar kristni var lögtekin á Íslandi í kringum árið þúsund voru einfaldlega sett lög á Alþingi og engu blóði úthellt. Trúin gekk í gegnum samfélagið og þar sannaðist það kannski hvað best hversu sterk fjölskyldutengsl við höfum,“ segir Hjálmar. Í fjölmiðlum hafði mikið verið spáð og spekúlerað um hvort einhver hjónavígslusprengja yrði á 07.07.07. Hjálmar segir að þetta hefði ekki orðið jafn umfangsmikið og gert hafði verið ráð fyrir. Og augljóst væri að einhverjir hefðu hreinlega hlaupið á sig. „Þeim hefur kannski fundist dagsetningin skemmtileg en þegar á hólminn hefur verið komið þá hefur það sem raunverulega þurfti kannski ekki verið til staðar.“ Hjálmar taldi mikla möguleika á að framhald yrði á svona fjöl- menningarlegum athöfnum og klykkti út með upphafsorðum predikunar sinnar á sunnudag. „Hér er jú enginn gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona, þér eruð hér eitt í Kristi, Jesú.“ „Ég hlusta á gufuna þegar ég er á verkstæðinu, en annars hlusta ég ekki á útvarp þegar ég vinn úti. Mér finnst vont að vinna við tónlist og hlusta þá frekar á tal- að mál þegar ég er að vinna.“ Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.