Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 42
Mikil knattspyrnuveisla
er fram undan hér á landi því í
tilefni af sextíu ára afmæli
sambandsins tók KSÍ að sér að
halda Evrópukeppni 19 ára liða
hjá konunum og hefst mótið núna
á miðvikudaginn.
Íslenska liðið er fyrsta kvenna-
landsliðið sem tekur þátt í aðal-
keppni á stórmóti og er kominn
mikil spenningur í stelpurnar að
fá að reyna sig á móti bestu liðum
í Evrópu. „Þetta er einstakt
tækifæri fyrir stelpurnar og
nokkuð sem engin íslensk stelpa
hefur upplifað áður. Við vonumst
samt til að A-landsliðið nái að
upplifa þetta einhvern tíma,“ segir
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari
íslenska liðsins.
Ólafur stefnir ekki á neitt
ákveðið sæti á mótinu. „Við förum
í þetta mót fyrst og fremst til að fá
reynslu og reyna að standa í þess-
um liðum. Við höfum ekki sett
okkur markmið að ná einhverju
sæti og þegar við gerum það er
það bara innan hópsins til að byrja
með. Þetta er geysilega sterkt mót
og flest af þessum liðum hafa spil-
að í svona úrslitakeppni áður. Við
höfum ekki gert það, þannig að
þetta verður vonandi dýrmæt
reynsla fyrir framtíðarlandsliðs-
mennina okkar,” segir Ólafur.
Það vekur athygli að í íslenska
liðinu eru tólf fastamenn í liðum í
Landsbankadeild kvenna og það
eru góðar fréttir fyrir Ólaf þjálf-
ara. „Það er mjög jákvætt að svo
margar stelpur séu að spila með
sínum liðum í mesta tempói sem
gerist á Íslandi. Það skilar sér
fyrir landsliðið. Þetta er í fyrsta
sinn sem við fáum að spila inni á
tímabili því við höfum alltaf þurft
að spila fyrir utan tímabil, annað-
hvort í apríl eða einhvern tímann í
lok september, og það er mjög
jákvætt líka,” segir Ólafur.
Mótherjarnir eru ekki af verri
gerðinni. Stelpurnar mæta fyrst
Norðmönnum á Laugardalsvellin-
um klukkan 19.15 á miðvikudag-
inn, næst spila þær við Dani á
Kópavogsvelli á sama tíma á föstu-
daginn og lokaleikurinn í riðlinum
er síðan á Grindavíkurvelli klukk-
an 16.00 á mánudaginn eftir viku.
Ísland hefur aðeins unnið einn leik
af 34 gegn þessum þremur þjóðum
í þessum aldursflokki þannig að
verkefni stelpnanna er mjög erf-
itt. „Það er klárt að Þjóðverjar,
sem eru núverandi Evrópu-
meistarar, eiga að vera sterkastir
í okkar riðli. Danir og Norðmenn
eru líka með feykisterk lið,” segir
Ólafur.
Fyrirliðinn og miðvörðurinn
Guðrún Erla Hilmarsdóttir er
reyndasti leikmaðurinn í hópnum
með 14 leiki en skammt á eftir
koma tveir samherjar hennar í
Breiðabliki, sóknarmaðurinn
Sandra Sif Magnúsdóttir (13) og
miðjumaðurinn Laufey Björns-
dóttir (12). Allar þessar þrjár, sem
og miðjumaðurinn Hlín Gunnlaugs-
dóttir og markvörðurinn Petra
Lind Sigurðardóttir voru í
lykilhlutverki í meistaraflokki
Breiðabliks sem sló Íslands- og
bikarmeistara Vals út úr bikar-
keppninni í vikunni.
Ólafur þjálfari er ánægður með
undirbúning liðsins og segir hann
hafa gengið mjög vel. „Ferðin á La
Manga í vetur heppnaðist mjög
vel. Bæði voru aðstæðurnar mjög
góðar sem og að við höfðum
stelpurnar í rúma viku æfingalega
séð. Það var líka mjög gott skref
að vinna Svíþjóð úti á þeirra
heimavelli sem voru mjög jákvæð
úrslit fyrir okkur og gefur stelp-
unum sjálfstraust,” segir Ólafur
en stelpurnar unnu Svía 1-0 í síð-
asta æfingaleik sínum fyrir
mótið.
Mikil stemmning hefur skapast
í kringum A-landslið kvenna og
Ólafur vonast til að 19 ára
stelpurnar fái einnig góðan
stuðning. „Það er líka frábært
fyrir fólk hérna heima að sjá
okkar stelpur etja kappi við þær
bestu í Evrópu. Við erum alltaf að
spila þessa undanriðla úti í Evrópu.
Vonandi kemur fólk og skoðar
hvar við stöndum miðað við aðra.
Það var frábær stemmning í
síðasta heimaleik hjá A-liðið og
það væri draumur að það yrði vel
mætt á leikina. Það hefur vonandi
jákvæð áhrif á þessa keppni
hversu vel er búið að ganga hjá A-
landsliðinu. Það ætti að skila sér í
auknum áhuga og vonandi koma
menn og sjá okkur spila góðan
fótbolta,” segir Ólafur að lokum.
Ísland heldur úrslitakeppni Evrópumóts 19 ára kvenna og hefst mótið á miðvikudaginn. Ólafur Þór Guð-
björnsson, þjálfari íslenska liðsins, segir stelpurnar klárar í að reyna sig á móti bestu liðum Evrópu. Ísland
er í riðli með Þjóðverjum, Dönum og Norðmönnum.
Franski langstökkvarinn
Salim Sdiri slapp ótrúlega vel
þegar misheppnað kast finnska
spjótkastarans Tero Pitkamaki
endaði í síðu hans.
Sdiri var að hita upp á upp-
hitunarsvæði langstökkvaranna
þegar hann fékk spjótið í sig en
það hafði þá svifið um 80 metra.
Spjótið gekk þrjá sentimetra inn
í síðuna á Frakkanum en olli
engum teljandi skaða.
Saumuð voru fimm spor í
hann, tvö þeirra innvortis og var
hann síðan útskrifaður af
sjúkrahúsinu daginn eftir.
Pitkamaki rann um leið og hann
kastaði og spjótið sveigði því
mikið af leið.
Fékk spjót í
síðuna en slapp
Íslandsmeistari
kvenna í badminton, Ragna
Ingólfsdóttir, náði í silfurverðlaun
á alþjóðlega Viktoríumótinu í
badminton sem lauk í Melbourne
í Ástralíu í gær.
Ragna hafði slegið nýsjálenska
stúlku út úr átta manna úrslitum
og unnið rússneska stúlku í hörku
leik í undanúrslitunum. Ragna
átti hins vegar litla möguleika í
Larisu Griga frá Úkraínu, sem
vann báðar hrinur nokkuð
örugglega, 21-11 og 21-10.
Árangur Rögnu á mótinu er þó
mjög góður og það eru gleði-
fréttir að hún sé að koma sterk
upp eftir meiðslin sem hún varð
fyrir á opna hollenska mótinu í
vor.
Tapaði
úrslitaleiknum
Evrópukeppni landsliða
19 ára kvenna fer fram á Íslandi
og hefst á miðvikudaginn.
Keppnin fer fram á sjö knatt-
spyrnuvöllum, þar af fjórum í
Reykjavík.
Á Laugardalsvelli verða þrír
leikir, þar á meðal annar undan-
úrslitaleikurinn og úrslita-
leikurinn en fyrsti leikur
íslensku stelpnanna fer einnig
fram þar.
Tveir leikir fara fram í
Kópavogi, á Fylkisvelli, í
Grindavík, á Akranesi og KR-
velli en á þeim síðastnefnda fer
fram hinn undanúrslitaleikurinn.
Einn leikur fer síðan fram á
Víkingsvelli.
Leikirnir verða
á sjö völlum
Meistaramót golfklúbbanna
kláruðust um helgina og þar voru
Sigmundur Einar Másson GKG,
Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ og
Örn Ævar Hjartason GS í miklu
stuði.
Sigmundur, núverandi Íslands-
meistari í höggleik, lék frábært
golf á Meistaramóti GKG, byrjaði
mótið á vallarmeti (65 höggum) og
lauk leik á samtals 15 höggum
undir pari, sem var 18 höggum á
undan Kjartani Dór Kjartanssyni
sem varð annar. Eygló Myrra Ósk-
arsdóttir vann annað árið í röð hjá
konunum. Sigurpáll sigraði með
glæsilegum hætti á Meistaramóti
Kjalar í Mosfellsbæ en hann lauk
keppni á tíu höggum undir pari,
fimm höggum á undan Davíð Má
Vilhjálmssyni sem varð annar.
Nína Björk Geirsdóttir sigraði
örugglega í kvennaflokki. Örn
Ævar Hjartarson hafði mikla yfir-
burði á Meistaramóti Golfklúbbs
Suðurnesja í Leirunni en hann lék
hringina fjóra á samtals 277 högg-
um, eða 11 höggum undir pari. Atli
Elíasson varð annar 19 höggum á
eftir honum. Karen Guðnadóttir
vann í kvennaflokki.
Helena Árnadóttir varð klúbb-
meistari GR í fyrsta sinn, en hún
er núverandi Íslandsmeistari í
höggleik. Helena lék 15 höggum
betur en Ragnhildur Sigurðardótt-
ur. Haraldur Hilmar Heimisson
vann hjá körlunum eftir spenn-
andi keppni við Björn Þór Hilm-
arsson þar sem úrslit réðust ekki
fyrr í bráðabana.
Björgvin Sigurbergsson og
Tinna Jóhannsdóttir urðu klúbb-
meistarar Keils í Hafnarfirði.
Björgvin lék hringina fjóra á
þremur höggum undir pari vallar,
fimm höggum betur en Auðunn
Einarsson sem varð annar. Tinna
vann með 20 högga mun í meist-
araflokki kvenna.
Helgi Dan Steinsson varð meist-
ari hjá Leyni, lék á tveimur högg-
um færra en Stefán Orri Ólafsson
sem lék manna best á lokadegin-
um. Friðmey Jónsdóttir vann hjá
konunum. Ólafur Björn Loftsson
og Karlotta Einarsdóttir voru með
ótrúlega yfirburði hjá NK og hjá
GA unnu Björn Guðmundsson og
Sunna Sævarsdóttir einnig örugga
sigra.
Sigmundur, Örn og Sigurpáll í stuði