Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 2
Þorleifur, getur ekki verið að
víkingar hafi stundað
kvikmyndaleik?
Stjórnvöld í Afríkuríkinu Kongó báðust í
gær afsökunar á því að hafa látið hóp pygmea sem
tók þátt í tónlistarhátíð í Brazzaville, höfuðborg
landsins, gista í dýragarði. Aðrir tónlistarmenn fengu
inni í skólum og hótelum.
Talsmaður stjórnvalda sagði að hugmyndin hafi
verið að láta fólkið, tíu konur, níu karla og eitt barn,
búa við kunnuglegar aðstæður í skóglendi í dýragarð-
inum þar sem heimkynni pygmea séu í frumskógum
Kongó, og þeir hafi aldrei áður séð stórborg.
Mannréttindasamtök sögðu þessa ákvörðun
hneykslanlega og sögðu stjórnvöld með þessu mis-
muna fólki eftir uppruna þess. Dagblöð í Kongó vöktu
athygli á málinu, og bentu á að ferðamenn hefðu
flykkst að tjaldbúðum pygmeanna í dýragarðinum,
starað á þá og tekið af þeim myndir.
Ákveðið var að færa fólkið seint á föstudag, og
fékk það að gista á heimavist í nærliggjandi mennta-
skóla þar sem aðrir tónlistarmenn frá Kongó höfðu
þegar fengið inni. Erlendir tónlistarmenn fengu gist-
ingu á hótelum.
Talið er að pygmear séu sá flokkur manna sem
lengst hafi lifað í Mið-Afríku. Meira en 250 þúsund
pygmear búa í Kongó, en þeir búa einnig í nágranna-
löndunum.
„Frá miðjum júní til jafn-
lengdar í júlí hafa aðeins fallið
tæplega sjö millimetrar í Reykja-
vík. Aldrei hefur verið svo þurrt á
þessum tíma árs frá því mælingar
hófust snemma á 20. öld,“ segir
Haraldur Ólafsson, veðurfræðing-
ur Háskóla Íslands og Veðurstofu
Íslands. Hann segir þó nokkra
sambærilega og jafnvel meiri
þurrkakafla hafa orðið á öðrum
tíma árs.
„Ég man ekki eftir jafn langvar-
andi þurrkatímabili og nú stendur
yfir. Þetta hefur afar slæm áhrif á
gróður, sérstaklega í sendinni
jörð,“ segir Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri. Sveinn segir
nær alla sáningu sem fram fór í
vor hafa skilað litlum árangri
vegna þurrkanna.
Eldri sáning og gróður sé orðinn
kyrkingslegur og tún hvítnuð upp
vegna þurrkanna.
Ómar Helgason, mjólkurfram-
leiðandi í Lambhaga á Rangárvöll-
um er einn þeirra bænda sem sér
fram á mikið tjón. „Túnin eru að
brenna undan þurrkinum. Ég er
farinn að kaupa hey fyrir skepn-
urnar og sé fram á algeran upp-
skerubrest, ef ekki fer að rigna.“
Hann segir að í fyrri slætti hafi
hann fengið um fimm heyrúllur af
hektara en í venjulegu ári gefi
hektarinn af sér um fimmtán rúll-
ur. Eins og staðan sé nú vanti hann
um þúsund rúllur af góðu heyi, en
ef hann þyrfti að kaupa þær myndi
heildarverð vera um tvær og hálf
milljón króna. Þá sé ótalið tjónið
af áburði sem borið hafi verið á
túnin án þess að það hafi skilað
uppskeru.
„Ef rignir fljótlega gæti ég náð
500 rúllum í seinni slætti, það er
þó langt um minna en ég þarf en
þá bjargast þetta kannski eitt-
hvað,“ segir Ómar. Hann segist þó
óttast um það svæði sem þegar
hefur verið slegið þar sem gróður-
inn haldi áfram að sviðna og óttast
hann að varanlegur skaði geti hafa
orðið sums staðar á túninu.
„Þessi sérstaka tíð má segja að
einkennist af lægðaskorti. Það er
þó ekki þannig að lægðum hafi
fækkað, þær eru bara ekki hér
heldur yfir löndunum við Norður-
sjó og Eystrasalt,“ segir Haraldur
og minnir á þær miklu rigninga-
fréttir sem borist hafa frá Bret-
landi og Hróarskeldu.
Haraldur segir ekki óalgengt að
loftstraumar og lægðabrautir sem
fylgja háloftavindum festist í
ákveðnu munstri dögum og jafn-
vel vikum saman eins og verið
hefur í sumar. Slíka hegðun sé
ekki auðvelt að skýra,
Hjónin Sævar Karl
Ólason og Erla Þórarinsdóttir
hafa selt fataverslunina Sævar
Karl Bankastræti. Kaupendur
ætla að halda sömu stefnu hvað
varðar þjónustu, gæði og
vöruúrval.
Fram kemur í tilkynningu frá
Sævari Karli að hlutur hjónanna í
Bankastræti 7 þar sem verslunin
er til húsa fylgi með í kaupunum.
Kaupverðið er trúnaðarmál.
Nýir eigendur verslunarinnar
hafa þegar tekið við rekstrinum.
Eigendurnir eru Vesturhöfn ehf.,
sem er í eigu Páls Kolbeinssonar
og tengdra aðila, og Arev N1, sem
er einkafjármagnssjóður
sérhæfður í smásölu. Axel Gomes
verður verslunarstjóri, en Erla og
Sævar Karl munu starfa áfram
hjá fyrirtækinu.
Óbreytt stefna
nýrra eigenda
Omar bin Laden,
einn af átján sonum hryðjuverka-
leiðtogans Osama bin Laden,
hefur staðfest að hann hafi um
daginn gengið að eiga Jane Felix-
Browne, 51 árs gamla konu frá
Englandi.
Hann segist þó vera „furðu
lostinn og stórhneykslaður“ á því
hve mikið hefur verið fjallað um
hjónaband þeirra í fjölmiðlum.
Þau hittust þegar hún var á
ferðalagi við píramídana í
Egyptalandi og gengu í hjóna-
band að íslömskum sið. Fyrir á
Omar, sem er 27 ára, aðra konu,
sem er frá Sádi-Arabíu.
Staðfestir sögur
af hjónabandi
„Það tekur ekki nema tvær mínútur að
ganga að tófugreni hérna. Þetta eru svona 250 metr-
ar frá versluninni í Króksfjarðarnesi í grenið,“ segir
Bergsveinn Reynisson, bóndi á Gróustöðum á Króks-
fjarðarnesi. Íbúar á nesinu telja að ekki séu mörg
önnur dæmi um að tófugreni finnist svo nálægt
mannabyggð. „Það hefur verið mikið af tófu hérna.
Við höfum ágætis skyttur sem hafa veitt helling.
Alltaf þegar menn skutu tófu héldu þeir að það væri
sú síðasta. Svo um síðustu helgi voru yrðlingar komn-
ir niður á þjóðveginn. Þá fóru menn að kanna þetta
betur og í ljós kom grenið. Þetta var býsna magn-
að.“
Bergsveinn segir tófur ekki hafa verið til ama í
versluninni en þær hafi spillt æðarvarpi á svæðinu.
Það er hellingur af tófum á svæðinu og er alltaf að
aukast. Það sem af er ári hafa tófuskytturnar náð um
70 tófum í syðri hluta Reykhólahrepps.
Tófur í verslun ekki til ama
Mesti þurrkur frá
því mælingar hófust
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir tímabilið frá miðjum júní til miðs júlí
aldrei hafa mælst jafn þurrt. Landgræðslustjóri segir mikið af gróðri hafa farið
illa. Bóndi segist þegar farinn að kaupa hey og sér fram á mikið tjón.
Mótmælendur í
samtökunum Saving Iceland saka
lögregluna um harðræði og
tilefnislausar handtökur. Fimm
voru handteknir í mótmælum
umhverfissinna í Reykjavík í
fyrrakvöld.
Hinir handteknu voru leystir úr
haldi í gær og segir lögregla að
þeir megi búast við ákærum
vegna brota á umferðarlögum,
fyrir ofbeldi gegn lögreglu og
fyrir að hindra lögreglumenn í
starfi.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, segir að
ekkert bendi til þess að lögreglan
hafi farið út fyrir ramma laganna
við störf sín gærkvöldi.
Klögumálin
ganga á víxl
Umhverfisstofnun varar
við neyslu skelfisks úr Hvalfirði
enda veruleg hætta á að
kræklingur og annar skelfiskur
sé óhæfur til neyslu, að því er
fram kemur á vef stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun tekur
vikulega sýni úr skelfiski í
Hvalfirði, en þangað sækir fólk af
höfuðborgarsvæðinu gjarnan til
að tína krækling.
Um þessar mundir hefur magn
eitraðra svifþörunga verið yfir
viðmiðunarmörkum og skelfisk-
urinn því óætur.
Eitraðir þörung-
ar yfir mörkum