Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 4
Tilvalið í ferðalagið
Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs!
Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is
Samhliða því að
hundahald hefur aukist mikið á
Íslandi undanfarin ár hefur þeim
tilfellum einnig fjölgað þegar lög-
reglumenn við húsleit og í öðrum
útköllum þurfa að glíma við hunda
sem koma eigendum sínum til varn-
ar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar,
segir algengt að æstir hundar mæti
lögreglumönnum á leið í húsleit, en
það geti þó vart talist óeðlilegt.
Tvö mál af þessum toga hafa
ratað í fjölmiðla upp á síðkastið.
Um miðjan júní siguðu kannabis-
ræktendur doberman-hundum á
lögreglu í Þykkvabænum og var
einn lögreglumaður bitinn í átökum
við hundinn. Fyrir skömmu þurfti
lögreglumaður svo að grípa til
varnarúða þegar þýskur schäfer-
hundur réðst á hann á leið í húsleit.
Karl Steinar segir að í fæstum
tilvikum sé hundunum beinlínis
sigað á lögreglu. „Við komum oft
inn í húsleit með hurðirnar á herð-
unum og það er í sjálfu sér ekkert
óeðlilegt að hundar bregðist illa
við því.“ Hann segir að leiki grun-
ur á að ætlaðir brotamenn haldi
hund sem ástæða er til að varast
sé reynt að gera viðeigandi ráð-
stafanir. „Þá sendum við með
mann sem er vanur því að eiga við
hunda, til dæmis einhvern sem
hefur annast fíkniefnahund, eða
notum sérstakt hundafangaratæki
sem auðveldar okkur að koma
böndum á hundinn.“
Hann segir lögreglumenn ekki
fá sérstaka þjálfun í að eiga við
hunda eða önnur dýr. Þá segir
hann að ekki sé sérstaklega haldið
utan um fjölda tilvika þar sem lög-
regla þarf að kljást við hunda.
„Við lítum nú ekki á þetta sem það
stórt vandamál enn.“
Fyrir nokkrum árum kom upp
umræða um hvort banna ætti
ákveðnar hundategundir innan
borgarmarkanna, nánar tiltekið
doberman og rottweiler, eftir að
hundar af þessum tegundum rifu í
sameiningu í sig kött í Breiðholti.
Af því varð ekki. Örn Sigurðsson,
sviðsstjóri umhverfissviðs borg-
arinnar, segir borgina hafa sent
erindi þess efnis til yfirdýralækn-
is að innflutningur þessara teg-
unda til landsins yrði bannaður.
„Hann sagði að það væri tóm
vitleysa. Þessir hundar væru ekk-
ert hættulegri en aðrir.
Við töldum þá illgerlegt að
banna þá í Reykjavík ef það mætti
áfram flytja þá inn. Þá væru þeir
Vanir hundamenn í útköll
Algengt er að æstir hundar mæti lögreglumönnum þegar þeir hyggjast handsama eigendur þeirra. Lögregl-
an gerir ráðstafanir sé talið að hundur kunni að vera á staðnum. Fimm hundategundir eru bannaðar hér.
Hannes Hlífar Stefánsson
varð efstur á Opna Kaupþingsmót-
inu í skák, sem haldið var í
Lúxemborg,
ásamt næst-
stigahæstu
skákkonu í
heimi, hinni
indversku
Humpy Koneru.
Héðinn
Steingrímsson
náði öðrum
áfanga sínum að
stórmeistaratitli
og vantar nú aðeins einn áfanga í
viðbót til að verða stórmeistari.
Hannes Hlífar vann tékkneska
stórmeistarann Petr Velicka í
síðustu umferðinni og hlaut sjö
vinninga á mótinu. Héðinn sigraði
stigahæsta skákmann mótsins,
stórmeistarann Vadim Malaktatko,
á föstudag og lenti í þriðja sæti
með sex og hálfan vinning. Róbert
Harðarson og Snorri Bergsson
fengu 4,5 vinning, Hjörvar Steinn
Grétarsson 4 vinninga og Rúnar
Berg 3,5 vinning.
Hannes sigraði
á mótinu
Erlend kona slasað-
ist alvarlega í bílslysi á Gjábakka-
vegi hjá Þingvöllum í gær. Konan
var flutt með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á slysadeild Landspít-
alans í Fossvogi. Óttast var að hún
væri með innvortis blæðingar.
Slysið varð þannig að tveir bílar
úr gagnstæðri átt skullu saman
þegar þeir mættust í blindbeygju.
Í öðrum bílnum voru fimm erlend-
ir ferðamenn en íslensk kona ók
hinum bílnum.
Tveir erlendu ferðamannana
slösuðust einnig og bílstjórinn
þurfti á áfallahjálp að halda eftir
slysið.
Kona slasaðist
alvarlega
bara hérna óskráðir. Af tvennu illu
er betra að hafa þá skráða.“
Nú er bannað að flytja til lands-
ins fimm tegundir svokallaðra víga-
hunda.
Uppboð á þrælum fór fram í Vest-
mannaeyjum í gær og sá sýslumaðurinn, Karl Gauti,
um að bjóða upp fjórtán þræla ættaða frá Norður-
höfum. Seldust þeir á 147 ríkisdali. Uppboðið var
liður í dagskrá minningardaga sem Félag um Tyrkja-
ránssetur stendur fyrir en í dag eru 380 liðin frá
þessum ógnarviðburði.
„Þarna sýndum við hvað hinir brottnumdu máttu
upplifa á þessum tíma en uppboðið skipuðu áhuga-
leikarar úr öllum stéttum bæjarfélagsins,“ segir
Helga Hallbergsdóttir sem er einn forsvarsmanna
félagsins. Sýslumaður Vestmannaeyja sá um að
bjóða upp fjórtán þræla ættaða frá Norðurhöfum og
seldust þeir á hundraðfjörutíuogsjö þúsund og hálf-
an ríkisdal. Dagskránni lýkur á miðvikudaginn með
minningarathöfn við Skansinn sem endar á kerta-
fleytingu til heiðurs þeim sem numdir voru brott.
Frekari dagskrá má finna á www.eyjar.net.
Borgarráðsfulltrúar
Samfylkingar hafa lagt fram
fyrirspurn til meirihlutans
varðandi synjun borgaryfirvalda á
að veita Fréttablaðinu aðgang að
öllum gögnum um sölu á hlut
borgarinnar í Landsvirkjun.
„Beiðninni hefur verið hafnað af
hálfu borgarstjóra og hefur
úrskurðarnefnd um upplýsingamál
nýverið staðfest að formlega sé
borgarstjóra stætt á því. Því er
óskað eftir svörum við því hvers
vegna Fréttablaðið fái ekki aðgang
að gögnum málsins sem hljóta að
varða mikilsverða almannahags-
muni?“ segir í fyrirspurn Dags B.
Eggertssonar.
Skýri synjun til
Fréttablaðsins