Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 1
Þriðjudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 41% 73% 4% V D VVVV D V DD Byrjaði að tefla fimm ára gömul Til bjargar Top Gear Barðsneshlaup fer fram í Neskaupstað um verslunarmannahelgina og verður með breyttu sniði í ár. Barðsneshlaup fer fram í ellefta sinn um næstu verslunarmannahelgi, en það tengist hátíðarhöldun- um á Neistaflugi. Að sögn eins skipuleggj d Jóhanns Tryggvasonahá Að sögn Jóhanns er núverandi methafi Þorbergur Jónsson, með tvo tíma og 29 sekúndur. Auk þess hefur hann oftast unnið hlaupið eða samtals sex sinnum. Segist Jóhann vita til þess að marga unga menn dreymi um að slá Þorberg út af laginu, en þeir megi þó búast við harðri keppni þ frjálsar íþ ó Börn vinnandi mæðra eigaá hættu að verða of þung.Þetta á einnig við um börn vel stæðra foreldra. Ný rannsókn bendir til þess aðbörn ríkra foreldra og vinnandimæðra séu í meiri hættu á aðverða of feit.Vísindamenn hjá „The Institute ofChild Health“ í London fylgdueftir þrettán þúsund börnum fráfæðingu til þriggja ára aldurs. Um 23 prósent barnanna voru orðin ofþung eða of feit við þriggja ára aldur.Rannsakendur fundu tengingumilli hættunnar á offitu og launaforeldranna. Á þeim heimilum þarsem innkoma fjölskyldunnar var22 til 33 þúsund pund á ári (2,8milljónir til 4,1 milljón) voru börn tíu prósentum líklegri til að verðaof feit en á þeim heimilum þar sem innkoman var 11 þúsund á ári eða minni. Börn á heimilum þarsem innkoman var yfir 33 þúsund pund á ári voru 15 prósent líklegritil að verða of feit. Rannsakendurtöldu þetta afsanna þá kenningumargra að offita sé í mestum mælivandamál á fátækari heimilum.Rannsakendur töldu sig einnigfinna vísbendingar um að börn vinnandi mæðra séu líklegri til aðverða of þung en börn mæðra semvinna heima. Töldu þeir líklegt aðfjarvera móður, frekar en pen-ingaleysi, kæmi í veg fyrir að börn fengju heilsusamlegt fæði oghreyfingu. Einnig gæti fjarveraforeldra aukið neyslu barna á rusl-fæði og aukið sjónvarpsáhorf. Þá væru vinnandi mæður ólíklegri tilað vera með börnin á brjósti einslengi og mælt sé með.Í Bretlandi hefur vinnandi mæðr-um fjölgað mjög síðustu ár. Fyrir 25 árum voru 55 prósent mæðraheimavinnandi en í dag eru 21prósent heima. Af vef BBC http://news.bbc.co.uk Eftir því sem karlmenn reykjafleiri sígarettur þeim munmeiri líkur eru á ristruflunum. Enn hallar á reykingamenn. Ekkinóg með að þeir fái krabbamein ogþeim hafi verið úthýst af flestumopinberum stöðum þá er búið aðsýna fram á það að reykingarvalda ristruflunum hjá karlmönn-um. Þetta Hjá þeim sem þjást af sykur-sýki voru tengsl reykinga ogristruflana enn skýrari en allt að23 prósent tilvika ristruflana mátti rekja til reykinga. Þrjátíu manna hópur sundfólks synti út í Viðey í gær. Margir létu staðar numið í Viðey og komu með bát til baka en nokkrir syntu báðar leiðir. Hálfdán Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson syntu báðar leiðir og voru fyrstir til baka. Sundið tók þá aðeins um hálftíma, en þeir komu í land talsvert á undan næsta fólki. „Hann var svolítið kaldur,“ sögðu þeir. „Þetta eru um það bil tveir kílómetrar og útfallið við eyjuna er talsvert.“ Hálfdán og Heimir eru báðir vanir sjósundmenn. „Við höfum synt saman út í Skrúð, Hval- fjörðinn og svo aðstoðaði ég Benedikt Hjartarson í Ermar- sundssundinu hans,“ segir Heimir. Það var Benedikt Hjartarson sem skipulagði hópsundið. „Þetta er draumur allra sem eru í þessu, hér er samankomið fólk sem hefur misjafna getu og kunnáttu,“ segir hann. Bátur fylgdi sundfólkinu ef einhver hefði þurft á aðstoð að halda, en á það reyndi ekki. Benedikt segir vegalengdina ekkert mjög langa en það að synda í Viðey þyki merkilegt. Sjórinn var svolítið kaldur „Við fáum að vera þarna, en það er ekki mikið meira,“ segir Gísli Hrafn Atlason, talsmaður karlahóps femínistafé- lagsins, en tíu sjálfboðaliðar úr hópnum eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunar- mannahelgina til að ræða við karl- menn um nauðganir. Þeir þurfa að greiða aðgangseyrinn fullu verði. Gísli segir að með auknum sýni- leika samtaka og sjálfboðaliða sem vinna að forvörnum gegn nauðgunum fjölgi tilkynningum um slík brot. „Það er svo skrýtið,“ segir Gísli, „að það er eins og sumir séu hræddir við að hátíðin fái á sig einhvern stimpil. Að þetta verði þekkt sem nauðgunarhátíð- in eða eitthvað í þá veru.“ Tíu þúsund krónur kostar á hátíðina, auk ferðakostnaðar, og hefur hópurinn safnað styrkjum til ferðarinnar. Tryggvi Már Sæmundsson, einn talsmanna þjóðhátíðar, segir að allir þurfi að borga fullt verð á hátíðina. „Við erum með menn inni í dal sem vinna frá morgni til kvölds fyrir félagið og þeir þurfa að borga sig inn.“ Hann segir það sama gilda fyrir skemmtikrafta, þótt oftast sé aðgangseyririnn innifalinn í greiðslu til þeirra. Áður fyrr voru veittir frímiðar, en því hefur nú verið breytt. „Fyrir nokkrum árum gekk þetta svo út í öfgar. Frímiðar voru orðnir svo margir að það þurfti að gera skurk í þessu og við ákváðum að hafa það bara þannig að allir yrðu að borga sig inn,“ segir Tryggvi. Tryggvi fullyrðir að eftirlit og forvarnastarf sé þegar í nægilega góðum höndum. „Við erum með teymi sem sinnir þessu, sálfræð- inga á vakt allar nætur og fleira. Við teljum okkur vera með hæft fólk á öllum sviðum.“ Gísli segir kveða við allt annan tón í viðskiptum hópsins við for- svarsmenn hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri. „Við höfum átt ofsalega gott samstarf við þá. Það hefur verið gjörsamlega til fyrirmyndar,“ segir hann. „Við ákváðum strax þegar við fórum af stað með þessa hátíð fyrst að vinna náið með öllum sem koma að þessum málum; til dæmis Vímulausri æsku og Afl- inu, systursamtökum Stíga- móta,“ segir Bragi V. Bergmann, einn aðstandenda hátíðarinnar á Akureyri. „Þegar við fréttum af þessum ágætu samtökum þá buðum við þeim að fyrra bragði að koma til okkar og hjálpa okkur að standa vaktina. Við teljum að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að hafa þetta samráð.“ Sjálfboðaliðar borga sig inn á þjóðhátíð Sjálfboðaliðar sem standa fyrir átaki gegn nauðgunum um verslunarmannahelg- ina þurfa að greiða fullan aðgangseyri á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Talsmaður hátíðarinnar segir alla þurfa að borga, líka starfsfólk hátíðarinnar og listamenn. Sjö af átta herdeildum Dana í Írak hafa yfirgefið landið. Síðasta herdeildin átti að yfirgefa landið í dag en flugvélin sem flytja átti hermennina til Kúveit er ónýt. Því er beðið eftir nýrri vél. Þetta kemur fram í fréttum TV2/Nyhederne í Danmörku. Þegar síðasta herdeildin yfirgefur Írak telst hernaðarað- gerðum Dana í landinu lokið. Þó mun um 50 manna hópur vera eftir til ársloka. Hópurinn mun stjórna herþyrlum til að styðja við hersveitir Breta. Síðasta herdeild Dana fer heim Ellefta fjallahlaupið í Barðsnesi um helgina Slökkviliðsmenn í Búðardal voru snarir í snúningum þegar minni háttar bruni varð í sveitinni. Skammhlaup varð í rafmagns- dós í lítilli viðbyggingu húss eins. Húsfreyjan var inni við og hringdi eftir aðsoð. Maður hennar og barn þeirra voru þá úr allri hættu úti í bílskúr. Viðbyggingin er ónýt en Þorsteinn Jónsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir slökkviliðsmennina hafa komið í veg fyrir frekara tjón. Slökkviliðið notast við lítinn pallbíl sem var smíðaður á Dalvík og notar blöndu af lofti, vatni og froðu til að slökkva elda. Voru snöggir að slökkva bálið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.