Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 6
Yfirvöld í Úsbekist- an lokuðu í gær íslamska vikublað- inu Odam Orasida (Meðal fólksins), eftir því sem ritstjóri blaðsins segir. Ástæða lokunarinnar var sögð vera brot blaðsins gegn fjölmiðla- lögum landsins. Talsmaður yfirvalda vildi þó ekki skýra nánar hvað fólst í brotunum. Er þetta eitt af mörgum skrefum yfirvalda undanfarin tvö ár í að hefta fjölmiðlafrelsi í landinu. Fyrir tveimur árum var meðal annars skrifstofum BBC og bandaríska útvarpsins Radio Freedom lokað. Þá hafa nokkrir erlendir blaðamenn verið handteknir á síðustu tveimur árum. 26 milljónir búa í Úsbekistan og er meirihluti þeirra múslímar. Loka íslömsku vikublaði „Við teljum að þetta geti valdið verulegum óaft- urkræfum breytingum á þessum svæðum,“ segir Ólafía Jakobs- dóttir, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Suðurlands, um sam- þykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um breytta legu þjóðvegar eitt um Mýrdal. Í lok júní samþykkti sveitar- stjórnin, með þremur atkvæðum gegn tveimur, tillögu að nýjum veglínum Hringvegar um Mýr- dal. Upphaflega voru sex tillögur að veglínum. Tvær þóttu betri en aðrar og var kosið á milli þeirra. Þrjú atkvæði hlaut veglína sem liggur meðal annars í göngum gegnum Geitafjall, um ræktað land sunnan Ketilsstaða og eftir votlendi á bökkum Dyrhólaóss að norðan. Ólafía segir að samtökin telji að nýja veglínan komi til með að liggja um svæði sem hafi ómet- anlegt náttúruverndargildi og ekki síður efnahagslegt gildi fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu á svæðinu. Því krefjast samtökin þess að gerðar verði athuganir annars vegar á úrbótum núverandi vegar og hins vegar á umhverfisáhrif- um, kostnaði, efnahags- og félags- legum áhrifum á landbúnað og ferðaþjónustu og áhrif breytinga á ímynd og ásýnd svæðisins eins og segir í tilkynningu frá samtök- unum. Breytingar verða óafturkræfar „Við styðjum þig ein- dregið sem lögmætan leiðtoga Pal- estínumanna“, tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Þetta er helsta stuðningsyfirlýs- ing rússneskra yfirvalda við Abbas frá því hann batt enda á þjóðstjórn Hamas-samtakanna og Fatah- hreyfingarinnar í síðasta mánuði, í kjölfar valdatöku Hamas-hreyfing- arinnar á Gaza-svæðinu í júní. Nú ríkja í raun tvenn stjórnvöld yfir Palestínumönnum; Hamas á Gaza-svæðinu og Fatah á Vestur- bakkanum. Heimsókn forsetans til Rúss- lands er liður í ákalli Fatah-hreyf- ingarinnar eftir stuðningi alþjóða- samfélagsins, og áframhald á valdabaráttu hennar við Hamas- hreyfinguna. „Ég er viss um að fundur þinn með Pútín forseta á morgun mun hjálpa til við að leggja línurnar um samstarf [...] sem og við þróun í friðarátt í Mið-Austurlöndum,“ sagði ráðherrann jafnframt. Rússland bætist þar með í hóp fjölmargra þjóða sem hafa veitt Fatah-hreyfingunni stuðning sinn en sniðgengið Hamas-hreyfinguna. Hamas var sigurvegari lýðræðis- legra kosninga í Palestínu í fyrra, en Ísraelsmenn neita að eiga við samtökin og vísa til hryðjuverka- ferils þeirra. Ísraelsmenn og Vesturveldin brugðust ókvæða við í fyrra þegar Rússar buðu leiðtogum Hamas til viðræðna í Moskvu. Voru viðræð- urnar álitnar tilraun Rússa til að viðhalda mikilvægi sínu í Mið-Aust- urlöndum. Talsmaður Hamas-samtakanna gerði lítið úr mikilvægi yfirlýsing- ar rússneska ráðherrans í gær og sagði samtökin einnig telja Abbas lögmætan leiðtoga Palestínu. „Við vefengjum ekki lögmæti forsetans og köllum hann enn þá forseta,“ sagði Sami Abu Zuhri í gær. Hann fagnaði öllum íhlutunum Rússa sem gætu orðið í átt til sátta en gagnrýndi aftur Abbas forseta fyrir að taka ekki skilyrðislaust þátt í samningaviðræðum. Rússar viðurkenna Abbas sem leiðtoga Utanríkisráðherra Rússlands lýsti forseta Palestínu sem „lögmætum leiðtoga“ Palestínumanna í gær. Abbas heimsækir Rússland þessa dagana í von um álíka stuðning frá Pútín. Ísraelsmenn leyfa flóttamönnum frá Írak að snúa heim. Telurðu að reykingabannið á skemmtistöðum hafi gefist vel? Hefur þú hugsað þér að hringja í tré? Hamas-samtökin buðu í gær hópi erlendra blaðamanna í kynnisferð um Gaza-ströndina. Tilgangur ferðarinnar var að sýna fram á að svæðið væri „öruggt, hreint og grænt“ eftir valdatöku Hamas-samtakanna. Tvær loftkældar rútur blaðamanna fóru víðs vegar um svæðið. Fyrsta stopp var hús leiðtoga Hamas, Ismails Hanyeh, sem Hamas álíta enn forsætisráð- herra. „Þetta er ekki ríkmannlegt heimili,“ sagði Asmar fararstjóri þegar rúturnar nálguðust húsið. Haniyeh býr meðal almennings í Shati-flóttamanna- búðunum. Hann heilsaði gestunum frá svölunum. Næst var haldið til híbýla Yassers heitins Arafat, stofnanda Fatah-hreyfingarinnar. „Það er á okkar ábyrgð að tryggja öryggi þessa húss,“ sagði einn Hamas-liði og bætti við að samtökin bæru virðingu fyrir Arafat og Fatah. Næst var bústaður Abbas forseta heimsóttur. Hamas telja það skyldu sína að gæta hans „þar til sátt verður náð“, sagði talsmaður. Einnig heimsóttu blaðamenn þinghúsið, Miðstöð þjóðaröryggis, kaþólska kirkju og landamærastöð. Við ferðarlok hélt Haniyeh ræðu og ítrekaði að Hamas vildu ekki stofna íslamskt ríki á Gaza-ströndinni. Blaðamönnum boðið til Gaza „Í guðanna bænum sendið börn mín til baka svo ég geti haldið utan um þau,“ bað móðir tveggja Suður-Kóreumanna sem talibanar halda í gíslingu í Afganistan. Móðirin beindi orðum sínum til talibana á athöfn ættmenna gíslanna í S-Kóreu í gær. Alls 23 S-Kóreumönnum var rænt á þjóðvegi í Afganistan í júlí. Talibanar vilja skipta á þeim og jafnmörgum eigin liðsmönn- um, sem haldið er í fangelsi. Talibanar sögðu í gær að stjórn Afganistans hefði ekki komið til móts við þá og því hefði nú annar gísl verið tekinn af lífi, en sá fyrsti var veginn á miðvikudag. Segjast hafa vegið annan gísl frá Kóreu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.