Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 18
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,
líffræðingur, aðstoðar fólk við
að hreinsa hýbýli sín af myglu-
svepp.
Hjónin Sylgja Dögg Sigurjóns-
dóttir og Pálmi Steingrímsson
misstu allt sitt þegar heimili
þeirra varð undirlagt af illræmd-
um myglusvepp fyrir nokkrum
árum. Tíma tók að ráða niðurlög-
um óværunnar, ekki síst vegna
upplýsingaskorts. Í kjölfarið
stofnaði Sylgja fyrirtækið Hús
og heilsa til að aðstoða fólk í svip-
uðum sporum.
„Ég veiti helst ráð um hvernig
megi vinna bug á myglu- eða
fúkkasveppum í húsum og endur-
heimta heilsuna,“ segir Sylgja og
bætir við að hún fari einnig í hús-
vitjanir til að athuga með myglu-
sveppi, taki sýni og hreinsi hús-
næði af sveppum í einstaka
tilvikum. „Einnig tek ég að mér
úttekt með tilliti til raka eða leka
og myglusveppa á húsnæðum
fyrir fólk í kaup- og söluhugleið-
ingum á fasteignum.“
Að sögn Sylgju eiga sveppirnir
upptök sín úti í náttúrunni, þar
sem þeir aðstoða við niðurbrot og
rotnun án þess að hafa skaðleg
áhrif. Það er í raun ekki fyrr en
þeir berast inn í hús og taka sér
bólfestu við ákveðnar aðstæður,
sem þeir geta farið að mynda eit-
urefni sem hafa neikvæð áhrif á
heilsuna.
„Til að slíkt gerist þarf fyrst og
fremst raka, lífrænt æti og litla
samkeppni,“ útskýrir Sylgja.
„Eins og til dæmis inni á baðher-
bergjum, í bílskúrum, geymslum,
þvottahúsum og á þökum. Líka
þar sem eitthvað amar að hús-
næðinu, eins og þar sem þak eða
klæðning lekur.“
Sylgja segir eitur myglusveppa
berast inn með öndun og í gegn-
um húð og valdi ýmsum einkenn-
um. Þurrkur í hálsi á morgnana,
höfuðverkur og síþreyta séu
einna algengust. Margir fái melt-
ingartruflanir, öndunarerfiðleika
og í verstu tilfellum taugaein-
kenni eins og sjóntruflanir. Aðrir
sýni ofnæmisviðbrögð, en um
þessi og fleiri einkenni má lesa á
heimasíðu Sylgju, www.husog-
heilsa.is. Þar er einnig að finna
ráðleggingar um hvernig megi
endurheimta heilsuna.
Leiki grunur á að sveppur hafi
skotið rótum í húsi, segir Sylgja
ákveðin atriði sýna og sanna
hvort hann sé á rökum reistur.
„Sjái maður til dæmis dökka
bletti eða skelli þar sem raka-
skemmdir eru inni, er líklegast
um svepp að ræða. Hann finnst í
málningu, timbri, fúgu og á fleiri
stöðum og geta verið allavega á
litinn: ýmist grænir, gráir, bleik-
ir og svartir. Stundum eru þeir
illa lyktandi eða loðnir. Það er
auðvitað best að fá fagmanneskju
til að fá úr því skorið og ráða nið-
urlögum sveppsins, enda duga
engin vettlingatök.“
Helst segist Sylgja þó vilja að
fólk þurfi ekki að leita til hennar,
heldur grípi til fyrirbyggjandi
aðgerða svo sveppurinn taki sig
ekki upp. Best sé að halda rakan-
um í húsinu undir fimmtíu pró-
sentum. Gera strax við allan
vatnsleka í stað þess að láta hann
þorna svo vikum skiptir og fjar-
lægja allt sem blautt er. Þetta séu
allt saman góð og gild ráð til að
halda þessari óværu í skefjum.
Óværa inni á heimilinu
Dísilmengun í bland við óholl-
ar fitusýrur virkja gen sem
stuðla að hjartasjúkdómum.
Bandarískir vísindamenn hafa
komist að því að dísilmengun
getur verið mjög hættuleg bland-
ist hún óhollum
fitusýrum, svo-
kölluðu LDL-
kólesteróli.
Efnin saman eru
mun hættulegri
en sitt í hvoru
lagi.
Ástæðan er að
efnin sameinuð
virðast virkja
gen sem kallar
fram bólgu í
æðum. Afurðir
gensins stuðla
að hjartasjúk-
dómum eins og
kransæðastífl-
um og hjartaáföllum og geta því
verið mjög hættuleg.
Það eru engin ný sannindi að
loftmengun frá bílum sé hættuleg
en rannsóknin vekur upp spurn-
ingar hvort dísilmengun geti verið
hættulegri en bensínmengun að
einhverju leyti.
Dísilmengun hættuleg
Bresk rannsókn bendir til þess að kannabisefni
auki líkur á geðsjúkdómum. Ekki eru allir sáttir.
Rannsóknarlið frá háskólunum í Bristol og Cardiff
hafa birt niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem full-
yrt er að kannabisnotendur séu fjörutíu prósentum
líklegri til að þjást af geðsjúkdómum en þeir sem láta
efnið vera. Er þá sérstaklega átt við geðklofa.
Líkurnar á því að fá geðklofa eru þó mjög litlar,
sama hvort kannabis er reykt eða ekki. Ekki fundust
tengsl milli þunglyndis eða kvíða og notkun kanna-
bisefna.
Á vef BBC er greint frá því að vísindamenn frá
bæði Oxford-háskóla og Háskólanum í Bristol hafi
gagnrýnt rannsóknina. Hún sanni í raun ekki neitt og
prófessor David Nutt, formaður geðlyfjafræðideild-
ar Háskólans í Bristol, gengur svo langt að fullyrða
að þó kannabisefni séu vissulega hættuleg þá séu þau
hættuminni en áfengi og tóbak.
Enn deilt um áhrif kannabis
07
-2
00
7
N
át
tú
ra
n
.is
www.natturan.is
Náttúran.is er
náttúrumarkaður
með lífrænar og
umhverfisvottaðar
vörur...
...opið alltaf,
allsstaðar.