Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 25
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Tjaldaland Útilífs er við hliðina á TBR-höllinni Troðfull flöt af uppsettum tjöldum! SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 Á L F H E IM A R G R E N S Á R S V E G U R Tjaldaland Andros 6 manna Fjölskyldu-braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk. Öflugar álsúlur. Tilboð 36.990kr. Verð áður 42.990 kr. Útilegan byrjar í Útilíf Allar útilegugræjur á einum stað Nevada 3ja manna 3ja manna sígilt kúlutjald. Tilboð 4.990kr. Verð áður 6.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 48 0 07 /0 7 Como 6 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Fortjald er á milli svefntjaldanna. Tveir inngangar. Tilboð 14.990kr. Verð áður 19.990 kr. Deuter Aircontact 65+10 l Poki ársins í sínum flokki árið 2004 og 2006 hjá Outdoor tímaritinu. Tilboð 19.990kr. Verð áður 23.990 kr. Deuter Aircontact 50+10 SL Dömupoki í Aircontactlínunni frá Deuter. Sérhannaður fyrir konur. Tilboð 19.990kr. Verð áður 21.990 kr. Millet Hiker 38 l Frábær dagpoki. Innbyggð regnvörn. Tilboð 9.990kr. Verð áður 12.990 kr. Meindl Island Pro GTX Flokkun BC. „Einn sá allra besti“ Heil tunga og vandaður frágangur. Ótrúlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42). GTX vatnsvörn. MFS fóður lagar sig að fætinum. Vibram veltisóli með fjöðrun. Sérlega góður stuðningur við ökklann. Einnig fáanlegir í dömustærðum, bláir. Tilboð19.990kr. Verð áður 24.990 kr. Meindl Colarado lady Flokkun B Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Multigriff sóli. Þyngd: 750 g (stærð 42). Einnig til í herraútfærslu. Tilboð 17.990kr. Verð áður 19.990 kr. [Hlutabréf] Öll skilyrði yfirtökutilboðs Eimskips í kanadíska fyrirtækið Versacold Income Fund hafa verið uppfyllt samkvæmt til- kynningu Eimskip Holdings Inc., dóttur- félags Hf. Eimskipafélags Íslands og stjórnar Versacold Income Fund til Kauphallar Íslands í gær. Þá hafa öll til- skilin leyfi fyrir yfirtökunni verið veitt. Yfirtökutilboðið í allt félagið sem var lagt fram í maílok hljóðaði upp á 67 millj- arða króna. Eimskip verður við yfirtökuna á Ver- sacold langstærsta kæli- og frysti- geymslufyrirtæki heims með starfsemi í 35 löndum í fimm heimsálfum. „Eimskip hefur fengið samþykki fyrir kaupum á um það bil 54,1 milljón hlut- um, sem samsvara 93 prósentum af útgefnum og útistandandi hlutum eða 87 prósentum af útgefnum og útistandandi hlutum að öllum hlutum meðtöldum,“ að því er fram kemur í tilkynningu félags- ins. Eimskip ætlar að eignast allt hlutafé í Versacold Income Fund og áætlar að því ljúki núna um mánaðamótin. „Versacold verður afskráð úr Kauphöllinni í Toronto eins fljótt og hægt er með tilliti til þeirra laga sem gilda þar um. Einnig hyggst Versacold sækja um leyfi til Fjármála- eftirlits Kanada um að losna undan regl- um sem gilda um skráð fyrirtæki um leið og Eimskip eignast allt hlutafé í félaginu.“ Eimskip vann með KingSett Capital að fjármögnun kaupanna, sem verður með veði í fasteignum. Ljúka yfirtökunni á Versacold Eimskip orðið langstærsta kæli- og frystigeymslufyrirtæki heims. Glitnir birtir hálfsárs uppgjör sitt í dag sem er það fyrsta eftir að Lárus Welding tók við forstjóra- starfinu af Bjarna Ármannssyni. Landsbankinn spáir góðu upp- gjöri frá Glitni. „Mikil endurskipu- lagning hefur átt sér stað nýlega hjá bankanum og þá sérstaklega í tengslum við starfsemi bankans í Noregi. Við spáum 8,5 ma.kr. hagn- aði hjá bankanum á fjórðungnum,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Kaupþing reiknar með að hagn- aður Glitnis á öðrum ársfjórðungi hafi legið rétt undir 8,2 milljörðum króna. Glitnir skilaði um ellefu millj- örðum króna í hagnað á öðrum árs- fjórðungi í fyrra. Fyrstu tölur Lárusar Weldings Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,19 prósent í gær og endaði í 8.507 stigum. Þetta var sjötti viðskipta- dagurinn í röð sem vísitalan lækkar og þarf að leita aftur til ellefta maí árið 2005 til að finna jafn marga lækkunardaga í röð. Frá því að Úrvalsvísitalan náði hæsta gildi frá upphafi hinn 18. júlí hefur hún lækkað um 5,6 prósent. Þrátt fyrir umræddar lækkanir er árshækkun hennar þegar orðin um 33 prósent. Velta gærdagsins nam 9,4 milljörðum króna og var mikill fjöldi viðskipta eða 845. Erlendir hlutabréfamarkaðir, sem hafa einnig verið að lækka, réttu úr kútnum í gær og hækkuðu bandarísk hlutabréf eftir að verðbréfafyrirtæki á Wall Street mæltu með kaupum í hlutabréfum. Sex daga lækk- un vísitölunnar Fjögurra vikna meðalvelta á fast- eignamarkaði á höfuðborgarsvæð- inu jókst um 155 prósent miðað við sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til, eða til ársins 2002. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans er frá því greint að ársbreytingin hafi tekið mikinn kipp við byrjun sumars með auk- inni veltu á fasteignamarkaði. „Einungis tvisvar sinnum áður hefur verið svipuð fjögurra vikna ársbreyting en það var undir lok árs 2004 og á vormánuðum 2005 en þá var breytingin um 120 pró- sent,“ segir í riti greiningardeild- arinnar. Bankinn bendir þó á að lækkun lánshlutfalls auk hærri vaxta gæti hægt á fasteignamarkaðinum, lánshlutfall íbúðalána hjá Íbúða- lánasjóði hafi nýlega verið lækkað úr 90 prósentum í 80 prósent, auk þess sem viðskiptabankarnir hafi hækkað vexti á íbúðalánum. Metvelta á fast- eignamarkaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.