Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 13
Bæði eignir og skuldir
Íslendinga hafa vaxið gríðarlega á
undanförnum árum. Fyrir sex árum
skulduðu íslenskir skattgreiðendur
tæpa 550 milljarða króna, en miðað
við niðurstöður skattaálagningar
sem birt var í gær hafa skuldirnar
rösklega tvöfaldast, en voru við lok
síðasta árs 1.113 milljarðar.
Framtaldar eignir íslenskra
heimila numu rösklega 2.800 millj-
örðum króna í lok síðasta árs, og
höfðu aukist um 14,9 prósent milli
ára. Eignirar hafa tvöfaldast frá
árinu 2002. Stærstur hluti eignanna,
um þrír fjórðu hlutar, voru fast-
eignir, sem voru alls 2.052 milljarða
virði. Verðmæti fasteignanna jókst
um 12,5 prósent á milli ára, en á
sama tíma fjölgaði fasteignaeigend-
um aðeins um 1,2 prósent.
Skuldir heimilanna, sem voru
1.113 milljarðar um síðustu áramót,
höfðu vaxið um rúmlega 21 prósent
milli ára. Rúmur þriðjungur skuld-
anna er tilkominn vegna fasteigna-
kaupa. Framtaldar skuldir vegna
fasteignakaupa voru 705 milljarðar,
og höfðu aukist um 17,8 prósent á
milli ára.
Frá árinu 2002 hafa skuldir heim-
ilinna aukist um 556 milljarða, en
skuldir vegna fasteignakaupa hafa
aukist um 338 milljarða á sama
tíma.
Skuldir vegna fasteignakaupa
hafa aukist jafnt og þétt undanfarin
ár. Skuldir heimilanna í heild hafa
þó aukist hraðar. Frá 2002 til 2007
jukust skuldirnar um 103 prósent á
meðan skuldir vegna fasteigna-
kaupa jukust um 92 prósent.
Skuldir aukist umfram eignir milli ára