Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 4
Lögregla leitar manns á aldrinum 20-25 ára sem gert er að sök að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær ungar stúlkur í undirgöngum við Gullinbrú í Reykjavík. Atvikið átti sér stað stuttu eftir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Maðurinn, sem klæddur var svörtum íþróttabuxum, blárri flíspeysu og með svarta húfu á höfði, gekk á eftir stúlkunum, fram fyrir þær og beraði á sér kynfærin. Stúlkurnar eru báðar fæddar 1991. Lögregla hefur ekki fundið manninn og eru allar ábendingar vel þegnar. Beraði kynfærin í undirgöngum Fimm ára gamall drengur varð fyrir bíl fyrir framan félagsheimilið á Vopnafirði síðdegis á laugardag. Hljóp drengurinn frá foreldrum sínum í veg fyrir bílinn og varð undir. Til happs var að hann lenti ekki undir dekkjum bifreiðarinnar. Drengurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en líklegt er að hann snúi heim á allra næstu dögum. Meiðslin voru ekki lífshættuleg. Þrennt var í bílnum. Beðið var með skýrslutöku af ökumanni þar til í gær vegna áfallsins sem hann varð fyrir. Fimm ára barn lenti undir bíl edda.is Komin í kilju! Aðeins 1.290 kr. Unglingabók ársins 2006 Rússneskur andófsmaður hefur verið neyddur til að dvelja á geðspítala nálægt Múrmansk í Rússlandi, segir skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov. Hann segir að rússnesk yfirvöld séu að hefna fyrir grein sem hin 48 ára Larissa Arap skrif- aði þar sem stjórn í málefnum geð- fatlaðra barna var gagnrýnd. Arap, sem er í stjórnmálasamtökunum Hitt Rússland sem Kasparov leið- ir, hefur verið þvinguð í meðferð á spítalanum. Andófsmenn segja að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem pólitískir andstæðingar yfirvalda séu settir á hæli síðan Vladimír Pútín komst til valda. Þetta var algeng leið ráðamanna á Sovéttímanum til að losna við andófsmenn. „Þetta getur gerst þegar þú gagnrýnir olíumálayfirvöld, her- inn eða læknamafíuna til dæmis. Það er hættulegt að gagnrýna emb- ættismenn því þeir gera allt til að þagga niður í manni,“ segir Kasparov. Arap hafði farið til geðlæknis til að fá vottorð um geðheilsu vegna þess að hún var að endurnýja öku- skírteinið sitt. Hún var spurð hvort hún hefði skrifað umrædda grein. Þegar hún játti því færði lögregla hana til dómara þar sem búin voru til skjöl um geðheilsu hennar. Send í meðferð til Múrmansk Nýútskrifaður grunn- skólakennari getur fengið hærri laun sem leiðbeinandi á leikskóla í Reykjavík en með því að ráða sig sem grunnskólakennara í sama sveitarfélagi. Skólastjórar sem rætt var við segja erfiðara að fá kennara til starfa nú en á undanförnum árum. Byrjunarlaun 25-30 ára leið- beinanda á leikskóla með upp- eldismenntun á borð við grunn- skólakennaramenntun eru rösklega 201 þúsund krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskóla- kennara undir þrítugu eru tæp- lega 199 þúsund krónur á mán- uði. Grunnskólakennarar sem gerast umsjónarkennarar með tuttugu nemenda bekk geta þó fengið tæplega 211 þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Menntasvið Reykjavíkurborg- ar auglýsti yfir 50 laus störf fyrir grunnskólakennara og yfir 20 önnur störf í 28 skólum borg- arinnar á sunnudag. Valgerður Janusdóttir, starfsmannastjóri menntasviðs, segir þörfina ekki að fullu komna í ljós þar sem sumir skólastjórar hafi ekki verið á landinu þegar ákveðið var að birta auglýsinguna. Þá megi ekki draga of miklar álykt- anir af auglýsingunni þar sem auglýsa þurfi störf þrátt fyrir að áhugasamir umsækjendur hafi þegar sótt um. Valgerður vill ekki leggja mat á hvort ástandið sé betra eða verra nú en á sama tíma undan- farin ár. Þó sé ljóst að kennarar séu hreyfanlegri en áður; sumir færi sig milli skóla en aðrir hætti kennslu. „Ég hef það á tilfinningunni að það séu fleiri að fara út úr stétt- inni núna heldur en áður,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningar grunnskólakenn- ara eru lausir 31. maí 2008, en Ólafur segir að viðræðuhópur sé starfandi til að undirbúa kjara- samningana, og sjálfar samn- ingaviðræðurnar muni líklega hefjast snemma á næsta ári. „Það er sameiginlegt markmið okkar grunnskólakennara og sveitarfélaganna að lenda ekki í sömu stöðu og við lentum í síð- ast,“ segir Ólafur, og vísar þar til átta vikna verkfalls grunn- skólakennara haustið 2004. „En það er alveg sama hvaða vilja menn hafa í þessum efnum, ef ekki á að setja meiri peninga í þetta gerist ekki neitt.“ Betur settir á leikskóla Betri byrjunarlaun eru í boði fyrir menntaða grunnskólakennara á leikskólum borgarinnar en í grunnskól- um. Erfiðara virðist að fá kennara til starfa nú en á undanförnum árum. Reykjavíkurborg auglýsti yfir 50 stöður á sunnudaginn. Kennarar hreyfanlegri en áður. Hinn 68 ára Don Frick varð fyrir eldingu á föstudag í annað sinn á ævinni. Hitt atvikið átti sér stað sléttum 27 árum áður. „Ég er heppinn að vera á lífi,“ sagði Frick eftir atburðinn. Hann var staddur á útihátíð þegar veðrið breyttist skyndi- lega. Frick og fjórir aðrir, sem leituðu skjóls í kofa, urðu fyrir losti vegna eldingarinnar. Enginn slasaðist alvarlega, en gat kom á gallabuxur hans. Í fyrra skiptið hafði hann verið að keyra vörubíl þegar eldingu sló niður í loftnet hans. Meiddist Frick þá illa í vinstri síðu. Eldingu laust niður tvisvar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.