Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 17
Barðsneshlaup fer fram í Neskaupstað um
verslunarmannahelgina og verður með breyttu
sniði í ár.
Barðsneshlaup fer fram í ellefta sinn um næstu
verslunarmannahelgi, en það tengist hátíðarhöldun-
um á Neistaflugi. Að sögn eins skipuleggjandanna,
Jóhanns Tryggvasonar, geta keppendur vænst lítils-
háttar breytinga.
„Við verðum í fyrsta sinn með hálf hlaup núna í ár,
þar sem byrjað verður á miðri leið. Er þá hlaupið
þrettán kílómetra frá Hellisfirði. Þetta er tilvalið
fyrir þá sem eru að fara þetta í fyrsta sinn,“ segir
Jóhann og bætir við að því sé í raun um tvö hlaup að
ræða.
„Lengra hlaupið er 27 kílómetra fjallahlaup, sem
er krefjandi fyrir hlaupara, en ákaflega skemmti-
legt fyrir skokkara,“ heldur Jóhann áfram. „Því
þrátt fyrir að leiðin sé löng er hún samt það stutt að
hlauparar ættu að geta hlaupið hana á fullum krafti
allan tímann. Keppnin verður því mjög spennandi.“
Að sögn Jóhanns er núverandi methafi Þorbergur
Jónsson, með tvo tíma og 29 sekúndur. Auk þess
hefur hann oftast unnið hlaupið eða samtals sex
sinnum. Segist Jóhann vita til þess að marga unga
menn dreymi um að slá Þorberg út af laginu, en þeir
megi þó búast við harðri keppni þar sem hann æfi
frjálsar íþróttir fyrir sunnan og sé vanur að hlaupa
í fjalllendi og eftir kindagötum.
Met kvennanna er þriggja ára gamalt. Það er í
höndum Hjálmdísar Tómasdóttur og vonast Jóhann
til að sjá það slegið í ár. Hann segir konur hafa verið
duglegar að taka þátt í Barðsneshlaupi og eru yfir-
leitt tæplega einn þriðjungur keppenda. Á bilinu
átta til sjö af þeim þrjátíu sem venjulega skrá sig í
hlaupið.
Jóhann segist reyndar eiga von á metþátttöku í ár,
sem ráðist meðal annars af því hversu margir hafi
skráð sig þótt skráningu sé ekki nærri lokið. „Við
skynjum að áhuginn er mjög mikill og eigum von á
að margir eigi eftir að mæta,“ segir hann hress í
bragði.
Hlaupið eftir kindagötum
Börn vinnandi mæðra eiga
á hættu að verða of þung.
Þetta á einnig við um börn vel
stæðra foreldra.
Ný rannsókn bendir til þess að
börn ríkra foreldra og vinnandi
mæðra séu í meiri hættu á að
verða of feit.
Vísindamenn hjá „The Institute of
Child Health“ í London fylgdu
eftir þrettán þúsund börnum frá
fæðingu til þriggja ára aldurs. Um
23 prósent barnanna voru orðin of
þung eða of feit við þriggja ára
aldur.
Rannsakendur fundu tengingu
milli hættunnar á offitu og launa
foreldranna. Á þeim heimilum þar
sem innkoma fjölskyldunnar var
22 til 33 þúsund pund á ári (2,8
milljónir til 4,1 milljón) voru börn
tíu prósentum líklegri til að verða
of feit en á þeim heimilum þar
sem innkoman var 11 þúsund á ári
eða minni. Börn á heimilum þar
sem innkoman var yfir 33 þúsund
pund á ári voru 15 prósent líklegri
til að verða of feit. Rannsakendur
töldu þetta afsanna þá kenningu
margra að offita sé í mestum mæli
vandamál á fátækari heimilum.
Rannsakendur töldu sig einnig
finna vísbendingar um að börn
vinnandi mæðra séu líklegri til að
verða of þung en börn mæðra sem
vinna heima. Töldu þeir líklegt að
fjarvera móður, frekar en pen-
ingaleysi, kæmi í veg fyrir að börn
fengju heilsusamlegt fæði og
hreyfingu. Einnig gæti fjarvera
foreldra aukið neyslu barna á rusl-
fæði og aukið sjónvarpsáhorf. Þá
væru vinnandi mæður ólíklegri til
að vera með börnin á brjósti eins
lengi og mælt sé með.
Í Bretlandi hefur vinnandi mæðr-
um fjölgað mjög síðustu ár. Fyrir
25 árum voru 55 prósent mæðra
heimavinnandi en í dag eru 21
prósent heima.
Af vef BBC http://news.bbc.
co.uk
Tengsl milli tekna
og offitu barna
Eftir því sem karlmenn reykja
fleiri sígarettur þeim mun
meiri líkur eru á ristruflunum.
Enn hallar á reykingamenn. Ekki
nóg með að þeir fái krabbamein og
þeim hafi verið úthýst af flestum
opinberum stöðum þá er búið að
sýna fram á það að reykingar
valda ristruflunum hjá karlmönn-
um.
Þetta er niðurstaða bandarísks
rannsóknarteymis sem kannaði
tengsl reykinga og ristruflana í
kínverskum karlmönnum. Þeir
sem reyktu voru gjarnari á að
upplifa ristruflanir og þeir sem
reyktu mikið voru enn gjarnari að
upplifa þá pínu og kvöl sem fylgir
því er litli tindátinn vill ekki setja
upp byssustinginn.
Hjá þeim sem þjást af sykur-
sýki voru tengsl reykinga og
ristruflana enn skýrari en allt að
23 prósent tilvika ristruflana mátti
rekja til reykinga.
Reykingar auka
líkur á ristruflunum