Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 38
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það að fá sér eina „pullu“ eða tvær á Bæjarins bestu er alltaf klassískt.“ Þrír starfsmenn Arctic Truck tók- ust á hendur svaðilför ásamt sjón- varpsmönnunum frægu úr bíla- þættinum Top Gear, sem sýndur er á BBC við miklar vinsældir. Þeir Emil Grímsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks, Hjalti Hjaltason og Haraldur Pét- ursson lögðu sjónvarpsmönnun- um lið við að komast á svokallaðan segulpól á norðurheimsskautinu. „Þetta var heilmikið ævintýri,“ sagði Emil í samtali við Frétta- blaðið, en hann hafði þá nýlokið við að horfa á þáttinn, sem var sýndur á BBC síðastliðinn mið- vikudag. Í Top Gear takast þáttastjórn- endur iðulega á við ýmis konar áskoranir. Að þessu sinni kepptu þeir Jeremy Clarkson og James May, sem óku Toyota Hilux-bíl frá Arctic Trucks, við Richard Hammond, sem ók hundasleða, um hverjir yrðu fyrstir til að komast á segulpólinn. „Það hefur verið staðið fyrir gönguferðum frá Resolute í Norður-Kanada á segulpólinn í mörg ár, en það hefur enginn farið á bíl svo við vitum til. Innfæddum í Resolute fannst þetta fáránleg hugmynd,“ sagði Emil og hló við. Top Gear hafði samband við Toyota, sem bað svo Arctic Trucks að útvega farartæki í svaðilförina. „Við höfum þvælst um Grænland þvert og endilangt, svo við höfum dálitla reynslu af þessu,“ sagði Emil. Svaðilförin átti sér stað í lok apríl og byrjun maí, en henni hafði þá verið frestað um mánuð. „Veðurfræðingurinn í Resolute sagði að við værum orðnir of sein- ir, að ísinn væri orðinn svo þunn- ur að við gætum dottið í gegn. Þá varð fólk svolítið stressað,“ sagði Emil yfirvegaður. Upphaflega átti hann ekki að vera með í för á pólinn, en vegna óróans út af þykkt íssins, og sökum þess að hann var einn af fáum sem gat keyrt í snjónum, varð úr að hann fylgdi ferðalöngum. „Ég sam- þykkti að lokum að fara á undan á sleða, með bor til að mæla þykkt íssins. Svona til að friða mann- skapinn,“ útskýrði Emil. Hann sér ekki eftir því, þó að ferðalagið hafi tekið sinn toll. „Þátturinn sýnir ekki alveg hversu hrikalega þreyttir menn voru orðnir. Þetta voru mikil átök, og fólk vantaði hreinlega svefn. Það fóru allt að fjórir tímar, bæði kvölds og morgna, í að koma upp búðum og bræða upp vatn til að drekka og elda mat. Það er bara heill vinnudagur. Svo þarf að mynda og keyra inn á milli,“ sagði hann. Ferðlaginu fylgdu aðrir kvillar, því Emil segist hafa gleymt öllu öðru meðan á því stóð. „Eftir viku fór það svo aðeins að rifjast upp fyrir mér hvaða ábyrgð maður hefði svona í líf- inu,“ sagði hann og hló við. Emil segir samfylgdina við Top Gear-menn hafa verið afar ánægjulega. „Þeir komu mér eig- inlega á óvart, þeir voru allir svo miklir atvinnumenn. Þeir voru líka ótrúlega duglegir að fara út að mynda, sem er nú ekki alltaf mjög freistandi í þessum kulda,“ sagði Emil og hló. „Það var mjög gaman að vinna með þeim, þeir eru tvímælalaust alveg jafn skemmtilegir og þeir eru í þátt- unum,“ bætti hann við. Ekki er ljóst hvenær umrædd- ur Top Gear-þáttur verður sýndur hér á landi, en Skjár einn hefur haft þáttaraðirnar til sýningar. „Við höfum hug á að vera með einhvers konar frumsýningu á þættinum í samvinnu við Skjá einn og Toyota hérna heima. En það er ekki komin nein dagsetn- ing á það ennþá,“ sagði Emil, sæll með svaðilförina. „Lagið snýst um þetta 1984-kjaft- æði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpa- menn,“ segir Erpur Þ. Eyvindar- son, forsprakki rapphljómsveit- arinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslending- ar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmynda- vélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur og að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rapp- bylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“ Rottweiler ræðst á eftirlitsþjóðfélagið Leikstjórinn Einar Snorri Einars- son leikstýrði á dögunum stutt- mynd í tilefni Live Earth-tónleik- anna sem voru haldnir um allan heim hinn 7. júlí síðastliðinn. Einar játar að um góða kynn- ingu hafi verið að ræða fyrir sig og fyrirtæki hans Snorra Bros. „Þetta er ágætis áminning fyrir okkur en það er fyrst og fremst heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu átaki.“ Myndin var á meðal fimmtíu stuttmynda sem voru spilaðar fyrir milljónir áhorfenda á milli atriða á tónleikunum. Einnig voru allar stuttmyndirnar sýndar á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Kollegar Einars Snorra úr Snorri Bros, Eiður Snorri og Snorri Sturluson, sendu einnig inn hugmyndir að stuttmyndum en á endanum var mynd Ein- ars valin. „Við komum með þrjár hugmyndir og mín var valin,“ segir Einar Snorri og útskýrir að mynd hans sé ádeila á neysluheiminn. „Hún sýnir hvað lífið er orðið dapurt og hvað mannkynið er orðið sjúkt. Hún sýnir hvað fólk er búið að tapa sér í veraldlegum hlutum og útliti. Það vill eiga alls konar drasl og fær aldrei nóg. Það kaupir meira og meira þótt það eigi fullt,“ segir hann. Þeir félagar í Snorri Bros hafa verið duglegir við að leikstýra auglýs- ingum í gegnum árin, auk þess sem tónlistar- myndbönd fyrir stór nöfn á borð við R.E.M. og The Streets hafa dottið inn á borð þeirra. „Það er hressandi að fá að deila á þá sem maður hefur verið að vinna fyrir. Þetta réttlætir kannski aðeins þann skaða sem maður hefur gert með því að gera auglýsingar eins og til dæmis fyrir Hummer,“ segir Einar og hlær. Einar Snorri með stuttmynd á Live Earth ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! WWW.GRAS.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.