Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 1
Þriðjudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 41% 73% 4% V D VVVV D V DD Háskólaneminn Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 18. ágúst næstkomandi. Elísabet Margeirsdóttir, 22 ára, stefnir á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 18. ágúst næstkomandi. Þrátt fyrir ungan aldur á Elísabet þegar nokkur maraþon að baki og segir Reykjavíkurmaraþ- onið ágætis undirbúning fyrir maraþonið í Berlín sem hún ætlar að hlaupa í september.„Glitnismaraþonið er góð æfing fyrir öll haustmaraþ- onin,“ segir Elísabet. „Mér finnst alveg æðislegt hvað það er orðið umfangsmikið. Að sífellt fleiri séu að upp- götva það og hvað þetta er góð hreyfing. Svo ekki sé talað um þann frábæra félagsskap sem maður kemst í.“ Sjálf hefur Elísabet hlaupið um nokkurra ára skeið, eða frá því að hún byrjaði að æfa líkamsrækt aðeins sextán ára. Hún setti sér fljótleg þ hlaupa heilt hljóp ég í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Þannig að ég hef farið í þrjú maraþon á síðustu tveimur árum. Núna er stefnan sett á Berlín í lok september.“ Að sögn Elísabetar er bráðnauðsynlegt að tileinka sér ákveðinn lífsstíl ætli maður sér að ná langt í mar- aþoni og þar er sjálfsagi ofarlega á baugi. „Lífsstíll sem er heilbrigður og góður fyrir líkama og sál er nauðsynlegur, enda kostirnir margir. Hlaupið hreinsar hugann og er mjög streitulosandi. Ég virka betur í dag- legu lífi ef ég æfi svona mikið. Maður nýtir dagana miklu betur. Svo er alltaf gott að setja sér árangurs- tengd markmið.“Ef marka má Elísabetu dugir æfingin ein og sér þó ekki til að fleyta manni áfram í maraþoni, heldur verður einnig að passa upp á mataræðið. Alltof margi falli í þá gryfju að borða annaðhvort of mikið, telji þeir i eytt of mikilli orku eð lí i ÞÆR KOMA BARA AUKAKRÓNUR: 250 börn á sumar- námskeiðum Heldur kvikmyndahátíð með nýju sniði Fagna 25 ára afmæli Sextán ára stúlka og 28 ára karlmaður voru handtekin á Keflavíkurflugvelli mánudaginn 30. júlí með hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Efnin fundust við leit Toll- gæslunnar en bæði stúlkan og karlmaðurinn, sem eru par, voru með efnin innvortis. Þau hafa bæði verið í gæsluvarðhaldi frá því málið komið upp og verið yfirheyrð. Þau hafa játað sök í málinu en ekkert bendir til þess að aðrir tengist því. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vissu foreldrar stúlk- unnar af ferðum hennar með manninum til Suður-Ameríku- ríkisins Venesúela en gerðu ekkert til þess að koma í veg fyrir að hún færi. Lögreglan hefði getað stöðvað ferðir hennar, þar sem hún er ekki orðin sjálfráða, ef ósk um það hefði borist. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að stúlkan og maðurinn hefðu verið í haldi í eina viku og þeim yrði að öllum líkindum sleppt í dag. Gæsluvarðhald yfir þeim er að renna út og er ekki talið líklegt að farið verði fram á lengra varðhald, þar sem málið telst upplýst. Heimildamenn Fréttablaðsins innan lögreglu og Tollsins minnast þess ekki að jafn ungur kókaín- innflytjandi hafi verið tekinn við eftirlit hér á landi en stúlkan varð sextán ára 29. júlí síðastliðinn, degi áður en hún var tekin á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur efnin til rann- sóknar en ekkert liggur fyrir um styrkleika þeirra eða verðmæti. Ríkissaksóknari hefur fengið málið til umfjöllunar og verður reynt að flýta málinu eins og kostur er. Ákæra verður svo gefin út í kjölfarið. Komust með efnin í gegnum Bandaríkin Sextán ára stúlka og 28 ára karlmaður komust með um hálft kíló af kókaíni frá Venesúela, í gegnum Bandaríkin og hingað til lands. Foreldrar stúlkunnar vissu að hún var að fara en stöðvuðu hana ekki. Stúlkan líklega yngsti kókaínsmyglarinn. Fimm menn brutu glös og hentu til húsgögnum á veitingastaðnum Le Rendez-vous við Klapparstíg þann 29. júlí. Fjórir þeirra hlupu svo út án þess að borga fyrir þegnar vínveitingar. Reikningurinn nam um fimm þúsund krónum. Starfsmaður sem reyndi að ganga í veg fyrir mennina var sleginn í andlitið. Fimmti maðurinn, sá þeirra sem minnst hafði sig í frammi, varð eftir og var síðar handtekinn. Lögreglan segir vitni greina svo frá að kokkurinn á staðnum hafi ekki viljað láta bjóða sér þetta. Hann hafi því farið á eftir mönnunum með tvo kjöthnífa á lofti. Kokkurinn elti mennina með kjöthnífa á lofti Bragi Bergmann, framkvæmdastjóri hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri, tilkynnti við lok hátíðarhalda í gær að hátíðin yrði ekki haldin að ári ef bæjaryfirvöld héldu til streitu ákvörðun um að meina 18-23 ára ungmennum aðgang að tjald- svæðum bæjarins. Félagið Vinir Akureyrar standa fyrir hátíðinni. „Félagið var stofnað til að auka straum ferðamanna til bæjarins og við teljum að Akureyri sé ekki samboðið að útiloka einhvern aldurshóp,“ segir Bragi. „Það er hrópandi misræmi í að útiloka þennan hóp, en bjóða hann svo velkominn á stúdentagarða og heimavistir eftir mánuð.“ Engin hátíð að ári að óbreyttu Felix Bergsson leikari og Baldur Þórhallsson stjórn- málafræðingur standa fyrir sögu- göngu um staði sem tengjast lífi samkynhneigðra í miðborg Reykjavíkur í vikunni. Í klukku- stundar langri gönguferð verður fjallað um menningu og líf ein- stakra samkynhneigðra Reykvík- inga allt frá lokum nítjándu aldar. „Okkur langar að svipta hul- unni af sögu samkynhneigðra í Reykjavík,“ segir Baldur. „Þetta er saga sem er ósögð og er enn að miklu leyti geymd í munnmæl- um.“ Hann segir hugmyndina hafa sprottið upp úr grúski sínu og Felix í söguheimildum um lesbíur og homma í Reykjavík á síðustu öld. Með hjálp Þorvalds Kristinssonar, fyrrverandi for- manns samtakanna 78, hafi þeir sett saman gönguna. Meðal staða sem heimsóttir eru er Hótel Borg, sem samkyn- hneigðir sóttu mikið á árum áður, hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg, þar sem eini Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynhneigð sat, og Laugaveg- ur 11, þar sem þekkt listamanna- kaffihús var á sjötta áratug síð- ustu aldar. „Við ætlum að fara í tvær göng- ur í tilefni Hinsegin daga. Sú fyrri verður á fimmtudags- kvöldið, á íslensku, en sú seinni verður á föstudaginn og ætluð útlendingum. Þar verður talað á ensku, og farið aðra leið.“ Leiðsögn um hýru Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.