Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 19
Hátt hlutfall HIV-smitaðra á meðal vændiskvenna frá Nepal. Talið er að kynlífsþrælkun sé stór ástæða fyrir hraðri útbreiðslu HIV-veirunnar á Indlandi, þar sem 2,7 milljónir manna eru smitaðir, og annars staðar í Suður-Asíu. Næstum 40 prósent kvenna frá Nepal, sem hafa verið neyddar í kynlífsþrælkun á Indlandi, hafa greinst með smit eftir að þær snúa heim. Niðurstöðurnar voru birtar í tíma- riti bandarísku læknasamtakanna. Þær byggja á rannsókn sem fram- kvæmd var á 287 konum frá Nepal, sem höfðu um árabil starfað í ind- verskum vændishúsum. Aðstandendur rannsóknarinnar segja að hlutfall smitaðra hafi verið 60 prósent algengara á meðal stúlkna 14 ára og yngri. Vitað er að margir viðskiptavinir krefjast þess að stunda óvarið kynlíf með stúlkunum. Það þykir sýna að hjá- trúin um að samfarir við hreina mey muni lækni menn af HIV sé enn við lýði. Í júlí sendi utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér skýrslu, sem sýndi að mansal er algengast á Indlandi. Vitað er að það fer að miklu leyti fram í gegnum Kalk- útta, þar sem stelpum frá Nepal, Bangladess og Búrma er smyglað til landsins. Indversk stjórnvöld ætla að grípa til sinna ráða. HIV breiðist út með kynlífsþrælum Kennsla í kynlífsbindindi virðist hvorki koma í veg fyrir óvarið kynlíf né ótímabærar með- göngur hjá unglingum. Námskeið sem byggja á kennslu í kynlífsbindindi virðast engin áhrif hafa, hvorki til góðs ná ills. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við Oxford-háskóla sem skoðuðu útkomur úr þrettán rannsóknum þar sem þátttakendur voru 15.000 og á aldursbilinu tíu til 21 árs. Rannsakendur komust að því að fæst námskeiðin höfðu áhrif á það hvort unglingar stunduðu óvarið kynlíf, tölu rekkjunautanna þeirra, tíðni þungana og útbreiðslu kynsjúkdóma. Í einu tilviki hafði nám- skeið þau áhrif að þátttakendur drógu úr kynlífs- iðkunum í mánuð. Í öðru tilviki hafði námskeið þver- öfug áhrif, þar sem tíðni meðgangna og kynsjúk- dómsmita reyndist hærri á meðal þátttakenda. Miklar deilur hafa staðið um námskeið af þessu tagi og með þessum ofangreindum niðurstöðum þykir sumum sýnt að opinberu fé sé betur varið í aðra hluti. Kynlífsnámskeið gagnslaus Örugg leið til árangurs PÚLSÞJÁLFUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.