Fréttablaðið - 07.08.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 07.08.2007, Síða 12
greinar@frettabladid.is Nató-leiðangurinn í Afganistan, undir forystu Bandaríkjanna og á þeirra forsendum, er þegar orðinn að u.þ.b. eins fullkominni martröð og hugsast getur. Frá fyrstu tíð höfðu margir efasemdir um að Bandaríkin og Vesturlönd myndu ríða feitari hesti frá leiðangri sínum þangað en Rússar gerðu á sinni tíð. Burtséð frá afar hæpnu réttmæti þess að hefja loftárásirnar á Afganistan á sínum tíma í kjölfar atburðanna 11. september 2001 spurðu margir hvort yfirhöfuð væri raunsætt að ætla að aðferðafræði haukanna í Bandaríkjunum myndi skila árangri og hverjar fórnirnar yrðu. En það var hafist handa og sprengjum var látið rigna úr háloftunum yfir þetta vanþróaða land, Afganistan, vikum saman. Mótspyrna brotin á bak aftur í helstu borgum og samvinnuþýðri ríkisstjórn komið á laggirnar. Það reyndist auðveldara að heyja stríðið en eiga við eftirleikinn. Samkvæmt hinum nýju formúlum Bandaríkjamanna höfðu þeir forgöngu um stríðið, sáu að mestu um sprengingarnar og ræstu síðan Nató út til að að hreinsa upp eftir sig. Nú brjótast Nató-ríkin um á hæl og hnakka, fórna lífi hermanna sinna í meira og minna tilgangs- lausri baráttu, ungt fólk fellur nær daglega sem óvelkomnir gestir í framandi landi. 420 Bandaríkja- menn, 68 Bretar, 66 Kanadamenn, 25 Þjóðverjar, 21 Spánverji o.s.frv. eru fallnir frá því stjórn talibana var komið frá 2001. Og það sem verra er: Mannfall óbreyttra borgara sökum aðgerða Nató- herjanna er stórfellt. Deilt er um hversu mörg þúsund eða jafnvel tugir þúsunda óbreyttra borgara hafi fallið frá því átökin hófust en hafið er yfir vafa að í ýmsum aðgerðanna hafa allt eins margir eða fleiri óbreyttir borgarar fallið en raunverulegir liðsmenn talibana eða annarra andófsafla gegn hinni erlendu hersetu. Undangengið eitt og hálft ár er talið að 6.500 manns a.m.k. hafi fallið og ekki er fjarri lagi að álykta að fullur helmingur hafi verið óbreyttir borgarar. Þetta stríð eru Vesturlönd að heyja meira og minna í óþökk og í andstöðu við íbúa viðkomandi svæða og ráðandi öfl þar. Yfirleitt hefur sýnt sig að slík barátta er vonlaus. Sjálfum erkifjendunum, talibönum, vex fiskur um hrygg og ópíumframleiðsla í skjóli uppreisn- ar- og stríðsherra og héraðshöfð- ingja hefur náð fyrri hæðum og rúmlega það. Þó svo eigi að heita að ríkisstjórn Karzai ráði Kabúl, nærliggjandi svæðum og að einhverju leyti ferðinni í stærstu borgum er þó enginn afgangur af því. Þegar út í héröðin kemur og einkum landamærasvæðin milli Afganistans og Pakistans er hið gagnstæða uppi á teningnum. Flótti virðist vera við það að bresta á í Nató-liðinu og þverrandi stuðningur heima fyrir við áframhaldandi þátttöku í aðgerð- unum verður æ meira áberandi í umræðum um málið, t.d. í nágranna- löndunum Noregi og Danmörku. Ófarirnar í Afganistan eru stærsta og alvarlegasta dæmið um afleiðing- ar hinnar nýju stefnu þegar Nató var breytt úr svæðisbundnu varnar- bandalagi í alheimshernaðarbanda- lag og aðila sem skyldi láta til sín taka í fjarlægum heimsálfum, skv. forskrift Bandaríkjamanna, hinnar árásargjörnu aðferðafræði, hugmyndanna um fyrirbyggjandi styrjaldir og allt það. Er þetta nýja Nató virkilega sá félagsskapur sem við eigum heima í í ljósi atburðanna í Írak, Afganistan og víðar? Væri ekki hyggilegast fyrir okkur að staldra við og byrja á því, þó ekki væri annað, að kalla alla Íslendinga heim frá Afganistan, a.m.k. alla þá sem eru þar á forsendum eða í tengslum við Nató? Af nógu er að taka á vettvangi borgaralegrar, friðsam- legrar þróunarsamvinnu og hjálparstarfs, bæði þar og annars staðar, þó svo við látum öðrum eftir að standa í slíku á hernaðarforsend- um. Minna má á, í þessu sambandi, þær breytingar sem Alþingi sameinaðist um að gera á frumvarpi til laga um íslensku friðargæsluna. Þar var tekinn af allur vafi um að sú starfsemi skuli skilgreind sem borgaraleg og vera á slíkum forsendum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og situr í utanríkismála- nefnd. Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is L ítið hefur farið fyrir umfjöllun og umræðum um skoð- anakönnun sem nýlega var birt um stuðning og andstöðu við aflamarkskerfið í fiskveiðum. Niðurstaðan er mjög afgerandi: Yfirgnæfandi meirihluti er óánægður með kerfið en aðeins fimmtán af hundraði lýsa ánægju. Það sem meira er: Skoðanakannanir um þetta efni hafa frá upphafi vega verið á þennan veg. Rökrétt er í því ljósi að spyrja hvers vegna þetta almenna viðhorf hefur aldrei endurspeglast í ákvörðunum Alþingis. Furðu gegnir að menn hafa ekki svo heitið geti leitað svara við þessari spurningu í þann aldarfjórðung sem þetta markaðskerfi við fiskveiðistjórnun hefur verið að mótast. Á þessum tíma hafa allir flokkar átt aðild að ríkisstjórn. Sennilega hefur aldrei verið óþvingaður meirihluti fyrir málinu á Alþingi. Meirihluti stjórnarmeirihluta á hverjum tíma hefur borið þessa ábyrgð. Með öðrum orðum: Stærsti minnihlutinn meðal þjóðarinnar og á Alþingi hefur ráðið för. Þetta þýðingarmikla mál hefur verið helsta hitaefni stjórn- málaumræðunnar og helsta kosningamál í öllum kosningum þar til í vor sem leið. Hvernig má vera að stærsti minnihluti þjóðar og löggjafarsamkomu geti haft svo afgerandi áhrif á mál sem þannig er vaxið? Virkar lýðræðið ekki? Svarið við þeirri spurningu er í sjálfu sér afar einfalt. Á öllum þessum tíma hefur engum tekist að safna liði að baki öðrum kosti er hefði jafnmikið eða meira fylgi en aflamarkskerfið hvað þá meirihluta. Þessi kalda staðreynd segir um leið alla sögu um styrk röksemdafærslunnar fyrir óánægjunni. Gott dæmi um þennan pólitíska veruleika eru yfirlýsingar tveggja úr hópi áhrifamestu stjórnmálamanna landsins, forseta Alþingis og formanns borgarráðs. Báðir fengu þjóðarlof snemma sumars fyrir afdráttarlausa gagnrýni á aflamarkskerfið. Hún var almennt talin bera vott um víðsýni og pólitískan styrk. Hvorugur þessara virtu stjórnmálamanna hefur á hinn veg- inn látið sér til hugar koma að lyfta litla fingri til að knýja á um breytingar þar sem þeir sitja og hafa áhrif og völd. Ástæðan er einföld. Báðir vita að um leið og þeir útfæra tillögur um annan kost lenda þeir í litlum minnihluta og kalla yfir sig óánægju þorra þjóðarinnar. Stjórnmál eru list. Þegar Alþýðuflokkurinn var smáflokkur hafði hann forystu um gagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið. Eigi að síður minnkaði kjörfylgið og hann er ekki lengur til. Eftir að Samfylkingin varð stór flokkur lýsti hún yfir stuðningi við stöðugleika í sjávar- útvegsmálum og á nú aðild að ríkisstjórn á þeirri forsendu. Þegar Framsóknarflokkurinn var stór flokkur hafði hann for- ystu um það markaðskerfi við fiskveiðistjórnun sem er við lýði. Nú er hann orðinn að litlum flokki. Í samræmi við þá breyttu stöðu byrjaði hann fyrir síðustu kosningar að skírskota til óánægjunnar með aflamarkskerfið. Samt sem áður heldur fylgið áfram að minnka jafnvel eftir að í stjórnarandstöðu er komið. Sama skoðanakönnun og sýnir yfirgnæfandi óánægju með aflamarkskerfið geymir þá þverstæðukenndu niðurstöðu að aðeins fjórðungur vill afnema það og enginn einn annar kostur hefur meira fylgi. Ályktunin sem af þessu má draga er sú að umræður um þetta mikilvæga viðfangsefni í íslenskum stjórnmálum mættu í ríkari mæli en verið hefur byggja á köldum staðreyndum og í minna mæli á heitum tilfinningum. Minnihlutaráð Nató-fenið í Afganistan Undanfarin 200 ár eða svo hefur maðurinn með athöfnum sínum raskað kolefnishring- rás jarðar. Þessi röskun, sem felur í sér upp- söfnun koldíoxíðs í andrúmsloftinu, veldur örri hlýnun jarðar og umtalverðum breytingum á lífsskilyrðum. Afleiðingar geta í versta falli orðið skelfilegar fyrir afkomendur okkar. Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir þessari alvarlegu þróun. Annars vegar, og það er meginástæðan, brennsla á kolefniseldsneyti eins og olíu, kolum og jarðgasi. Hins vegar mikil gróður- og jarðvegseyðing. Nýleg úttekt bendir til að um 20% af árlegri losun kolefnis af mannavöldum sé vegna gróður- og jarðvegseyðingar. Allur gróður bindur kolefni. Það gerir jarðvegur einnig. Þess vegna var þannig gengið frá málum í hinu margum- talaða Kyoto-samkomulagi, sem setur samfélagi þjóðanna reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, að aðgerðir til að auka bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri megi tilgreina í losunarbókhaldi einstakra ríkja. Möguleikar til að auka bindingu í gróðri og jarðvegi hafa náttúrulegar takmark- anir. Því getur binding alls ekki komið í stað þess að takmarka eða draga úr losun koltvíoxíðs eða annarra gróðurhúsalofttegunda. En það gagnast í þeirri nauðsyn- legu viðleitni að draga úr röskun kolefnishringrásar jarð- ar að innleiða hvetjandi aðgerðir til að binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Í alþjóðasamþykktum um þetta mál er tilgreint að aðgerðir til að binda kolefni skuli vera sam- ræmanlegar við önnur markmið í umhverfismálum svo sem að varðveita líffræðilega fjölbreytni. Kolviður (www.kolvidur.is) er sjóður sem Landvernd og Skógræktarfélag Íslands hafa stofnað í þeim tilgangi að gefa almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að taka virkan þátt í að fjármagna framtak til að bæta jafnvægið í kolefnisbúskap jarðar. Starfsemi sjóðsins lýtur ströngum reglum um náttúruvernd og bókhald, bæði fjárhagslegt sem og bókhald um raunverulegan árangur. Tiltekið landsvæði hefur verið valið sem fyrsta ræktunarsvæðið og öflug fyrirtæki lagt málinu lið til að koma verkefninu af stað. Sjóðurinn nýtur velvildar stjórnvalda og sá árangur sem næst í bindingu verður eflaust tilgreindur í losunarbókhaldi Íslands þegar fram líða stundir. Stjórnir Landverndar og Skógræktarfélagsins vita að binding kolefnis í gróðri og jarðvegi kemur ekki í stað annarra mikilvægra aðgerða eins og að bæta orkunýtni, draga úr sóun og innleiða nýja tækni og mengunarfría orku. Landvernd hefur unnið víðtæka úttekt á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Í henni var binding kolefnis í jarðvegi og gróðri tilgreind sem ein af mörgum aðgerðum sem grípa má til til að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagi jarðar. Samtökin hafa því ákveðið að taka virkan þátt í þessu starfi með því að byggja upp sjóðinn Kolvið til að fjármagna ræktunarstarf og bindingu kolefnis. Takist vel til getur verkefnið skilað margþættum árangri; aukið bindingu kolefnis, bætt landkosti og stuðlað að umræðu og vitundarvakningu um vanda og lausnir vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Kol- viður gefur ekki út „aflátsbréf“ til einstaklinga og fyrir- tækja frá þeirri ábyrgð að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr þeim mikla vanda sem jarðarbúar standa frammi fyrir vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Viðfangsefnið kallar á fjölþættar aðgerðir sem stjórn- völd, fyrirtæki og einstaklingar geta og ber að grípa til að draga úr þeim vanda sem blasir við komandi kynslóðum. Um þær má lesa á heimasíðu Landverndar. Höfundur er auðlindahagfræðingur og situr í fagráði Kolviðar og Landverndar. Binding til bóta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.