Fréttablaðið - 07.08.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 07.08.2007, Síða 30
Tónlistarmennirnir Beck og Ryan Adams eru á meðal þeirra sem hafa verið fengnir til að hanna umslag fyrir uppáhaldsbókina sína. Bókaforlagið Penguin í Bretlandi stendur fyrir uppákomunni. Bað það sjö tónlistarmenn eða hljómsveitir að hanna umslög fyrir bækur sem hafa komið út hjá Penguin. Geta lesendur í framhaldinu hannað sín eigin umslög á sömu bækur. Beck valdi að skreyta bókina Le Grand Meaul- nes eftir Alain- Fournier og Ryan Adams hannaði umslag fyrir Bram Stoker´s Dracula. Hönnuðu bókaumslög Rokkarinn Keith Richards horfir nú um öxl enda er ævisaga hans í vinnslu. Myndir frá ferli kappans sýna að hann hefur lifað skrautlegu lífi. Bókaútgefendur rífast þessa dag- ana um útgáfu ævisögu Keith Richards. Eflaust mun hún innihalda mikið af krassandi sögum úr lífi rokkar- ans sem hefur lifað tímana tvenna. Hann ber það vel með sér að vera gamall og er sennilega með krumpuðustu rokkurum heims enda sennilega ekki verið mikið í heilsu- fæðinu. Keith var þó einu sinni ungur og sætur tón- listarmaður sem heillaði hverja konu upp úr skón- um með töff- araskap. Það var áður en líferni hans tók sinn toll af útlitinu. Hann var líka með flottan stíl og sniðug- ur í að raða saman fötum. Fréttablaðið fann nokkrar gamlar og nýjar myndir af rokkaran- um sem er með þeim skrautlegri í bransanum. Ekki hefur borið mikið á ungstirninu Lindsay Lohan eftir að hún var tekin ölvuð undir stýri en hún er þó á for- síðu nýjasta heftis bandaríska Elle. Viðtalið var tekið áður en stúlkan var handtekin en blaðamaðurinn spjallaði við hana um ölvunarakstur. „Þeir eru að bíða eftir því að ég hrasi en ég myndi ekki gera það. Ég er mun ábyrgari en svo,“ sagði Lindsay en önnur hefur nú raunin verið. Í myndatökunni fyrir blaðið olli Lindsay stílistunum miklum vandræð- um og reyndi í sífellu að stela hlutum af settinu. „Louis Vuitton hafði sent okkur vörur til að nota í myndatök- unni en Lindsay var alltaf að setja þá í töskuna sína,“ sagði vitni. „Aðstoðar- maður stílistans tók hlutina aftur upp úr töskunni, aðeins til þess að Lindsay gæti sett þá aftur þangað. Að lokum gekk hún út með rándýra skyrtu og fleiri hluti,“ sagði heimildarmaðurinn en Lindsay talaði einnig um mynda- tökuna í viðtalinu. „Mig langaði í allt þarna. Það var til dæmis Cartier-úr í tökunni sem ég hefði gert mikið fyrir að eignast.“ Lindsay fer á kostum í Elle

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.