Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 6
 Nokkrir menn hafa verið yfirheyrðir af lögreglu vegna máls þar sem rúmlega sextugur maður fannst liggjandi í blóði sínu á götu í Breiðholti í Reykjavík á föstudagskvöld. Þeir voru í bíl sem talið er að hafi verið ekið á manninn, og stungið af. Komið var að manninum þar sem hann lá meðvit- undarlaus á miðri götunni í Hraunbergi í Breiðholti, og var hann í hjartastoppi. Ekki er ljóst hvað kom fyrir hann, en bremsuför voru á götunni nálægt staðnum þar sem hann fannst. Lífgunartilraunir voru hafnar og maðurinn fluttur á Landspítalann, þar sem hann liggur enn. Honum var haldið sofandi í fyrstu en vaknaði í fyrradag. Hann er úr lífshættu, og er talinn á batavegi. Fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að nokkrir menn hefðu verið yfirheyrðir vegna málsins. Engar aðrar upplýsingar fengust hjá lögreglu. Gísli Þorsteinsson, lögreglufulltrúi hjá ofbeldisbrota- deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI – og farsælan vinnudag! Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Eigum einnig til notaðar vel meðfarnar TASKI gólfþvottavélar, nýkomnar úr 3ja ára rekstrarleigu frá viðskiptavinum RV. Tækifæri til að gera ótrúlega góð kaup. Einstaklega lipur vél sem hentar á svæðum þar sem aðkoma er þröng. Vél sem kemur á óvart! Reiknuð afköst 1250m2/klst Lítil og nett, en afkastamikil vél með innbyggðu hleðslutæki sem hindrar afhleðslu rafgeyma. Reiknuð afköst 1935m2/klst Á tilb oði í ágú st 20 07 U ni qu eR V 07 07 02 Eldur kviknaði á þremur stöðum í austurborginni aðfaranótt föstudags. Málið er í rannsókn og grunur er um íkveikju. Fjórtán ára drengur var handtekinn um nóttina, en honum var sleppt. Ekki er vitað hvort hann átti aðild að brununum. Fyrst var gert viðvart vegna elds í brettum í Mörkinni laust fyrir klukkan tvö. Klukkutíma síðar kviknaði í geymslu í Gnoðarvogi. Loks var tilkynnt um eld í gúmmíbáti í sömu götu. Slökkvilið var kallað út og greiðlega gekk að slökkva í logunum. Kveikt í þrisvar í austurborginni „Við óskuðum fyrst eftir aðstöðu á þessu svæði árið 2003 og það er ánægjulegt að þetta sé loksins í höfn,“ segir Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, en borg- arráð staðfesti á fimmtudag samning um að félagið fengi afnot af afmörkuðu svæði á Hólmsheiði undir flugvöll og félagsaðstöðu. Borgaryfirvöld útiloka ekki að Reykjavíkurflugvöllur flytjist á Hólmsheiði í framtíðinni því í samningnum segir að borgin geti sagt honum upp verði ákveðið að flytja flugvöllinn þangað. Öll hús Fisfélagsins skulu einnig vera þannig byggð að unnt sé að flytja þau á brott. Fisflugmenn eru ánægðir með samninginn. „Við missum aðstöðuna okkar að líkindum í haust svo það var brýnt að finna félaginu nýjan stað. Hólmsheiðin var í raun eina svæðið innan borg- armarkanna sem kom til greina,“ segir Ágúst. Ekki eru allir ánægðir með að Fisfélagið fái aðstöðu á Hólmsheiði og hefur Félag landeigenda í Óskoti og í Reynis- vatnslandi óskað eftir því að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felli úr gildi sam- þykktir Reykjavíkurborgar á þeim rökum að flugumferð raski friðsæld þeirra sem dvelja í sum- arbústöðum. Ágúst segir að áhyggjur íbú- anna byggist á misskilningi og á ekki von á því að þetta breyti ákvörðun borgarráðs. Fisfélagið fær aðstöðu á Hólmsheiði Næstum því þriðjungur þeirra vopna sem Bandaríkjaher hefur afhent írösku lögreglunni undanfarin ár er horfinn. Óttast er að þessi vopn hafi komist í hendur uppreisnarmanna sem beiti þeim nú gegn bandarískum hermönnum. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar Bandaríkjanna og fréttavefur BBC greinir frá. Meðal vopnanna sem bandaríski herinn getur ekki gert grein fyrir eru 110 þúsund AK-47 rifflar og 80 þúsund skammbyssur, ásamt 135 þúsund hlífðarbrynjum og 115 þúsund hjálmum. Alls eru þetta 30 prósent allra þeirra vopna sem íraska lögreglan hefur fengið frá Bandaríkjaher síðustu þrjú árin. Varnarmálaráðuneytið véfengir ekki þessar tölur en segir að starfs- reglur varðandi úthlutun vopna séu í endurskoðun. Bandarísk stjórnvöld hafa varið tæplega tólf hundruð milljörðum króna í íraskar öryggissveitir frá árinu 2003 og þar hafa 174,7 milljarðar farið í að kaupa og afhenda vopn og annan búnað. Bandaríkjastjórn hefur lagt alla áherslu á að gera íraskar lögreglu- og hersveitir færar um að taka við öryggisgæslu í Írak, því þá fyrst geti Bandaríkjaher farið frá landinu þegar heimamenn eru farnir að geta tryggt friðinn án utanaðkom- andi aðstoðar. Þess vegna er það þeim mun neyðarlegra að vopnin skuli fara beint til andstæðinga Bandaríkja- manna í Írak. Bandaríkjaher hefur á hinn bóg- inn ásakað stjórnvöld í Íran um að kynda undir átökin í Írak. Banda- ríkjamenn segja Írana hafa veitt íröskum sjíum, sem barist hafa gegn Bandaríkjamönnum í Írak, bæði vopn og herþjálfun. Íranar harðneita þessu, en á fundi sendi- herra Bandaríkjanna og Írans í Bagdad í gær var ákveðið að þeir myndu halda áfram að hittast reglulega. Staða ríkisstjórnar Nouri al- Malikis í Írak versnaði síðan enn í gær þegar fimm ráðherrar, allt saman súnní-múslimar, tilkynntu að þeir myndu ekki mæta á ríkisstjórn- arfundi. Þar með eru engir súnní- múslimar lengur í stjórninni, sem átti að tryggja samstarf sjía, súnnía og kúrda við stjórn landsins. Þriðjungur vopna til Íraks er glataður Bandaríkjaher getur ekki gert grein fyrir því hvað orðið hefur um 30 prósent þeirra vopna sem afhent voru írösku lögreglunni síðastliðin þrjú ár. Finnst þér rétt að banna nektardans á skemmtistaðnum Goldfinger? Fórst þú í ferðalag um helgina?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.