Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 16
„Karlar mega semja lög um fólk meðan konum leyfist að semja lög um konur.“ Hljómsveitin Dúkkulísur sem dúkkaði upp á Egilsstöðum fyrir 25 árum er ein af fáum kvennahljómsveitum á land- inu og sú sem starfað hefur lengst. Hún ætlar að halda upp á aldarfjórð- ungsafmælið með tónsmiðju á Egils- stöðum 8., 9. og 10. ágúst sem ein- göngu er ætluð stúlkum á aldrinum 12 til 18 ára. Að sögn Erlu Ragnarsdótt- ur, söngkonu Dúkkulísa, er hugmynd- in að koma nokkrum kvennasveitum á koppinn á þessum þremur dögum, hvort sem það verða slagverkskombó, dúettar eða tríó. Bara að það heiti hljómsveit. „Við sköffum hljóðfæri og veitum leiðsögn,“ tekur hún fram. En þurfa stúlkurnar ekki að hafa ein- hverja undirstöðu? „Ja, ekkert endi- lega,“ svarar Erla. „Við kunnum lítið sem ekkert á sínum tíma, höfðum bara óbilandi áhuga. Það þarf því engin sér- stök próf í þetta heldur einungis áhug- ann og gleðina.“ Kennslan fer fram í höfuðstöðv- um Tónskóla Fljótsdalshéraðs að sögn Erlu. „Þau bönd sem verða til þarna troða svo upp á afmæli Egilsstaðabæj- ar 25. ágúst með okkur Dúkkulísunum og nýrri kvennahljómsveit úr Hafnar- firði sem heitir Vicky Pollard,“ segir hún og heldur áfram. „Þá verða stór- tónleikar í tjaldi og þar ætlum við Dúkkulísur að kynna nýtt efni því við erum líka að gefa út disk sem heit- ir Dúkkulísur 25. Á honum eru 18 lög bæði gömul og ný. Að kvöldi 25. spilum við svo á stórdansleik ásamt öðrum böndum.“ Erla segir Dúkkulísur hafa bólgn- að út á síðustu árum. „Við bættum við okkur slagverksleikara fyrir fjór- um árum og svo gekk gamli hljóm- borðsleikarinn okkar til liðs við sveit- ina fyrr á þessu ári þannig að við erum orðnar sjö,“ útskýrir hún. En nú búa aðeins tvær hljómsveitarkvennanna fyrir austan, Erla Ingadóttir og Gréta Sigurjónsdóttir. Skyldi ekki vera snúið fyrir sveitina að vera svona tvístr- aða? „Jú, það er það eina sem er erfitt. Allt annað er brjálæðislega skemmti- legt,“ svarar Erla. „Við erum allar með heimili, börn og atvinnu. En við notum auðvitað netið og erum bæði á MSN fundum og í tölvupóstssambandi. Svo er það gamli góði síminn.“ Nú er Erla beðin að rifja upp söguna í stórum dráttum. „Við slógum fyrst í gegn á landsvísu í Músíktilraunum 1984 en stofnuðum hljómsveitina 1982. Þá vorum við 14 til 16 ára. Viðtökurn- ar komu okkur skemmtilega á óvart. Reyndar vorum við búnar að vera að gutla í tónlist öll grunnskólaárin og koma fram á hinum ýmsu skemmtun- um, saman eða með öðrum. Svo fékk þessi kjarni inni í æfingarhúsnæði þar sem nokkur strákabönd voru starf- andi. Þar höfðum við aðgang að alvöru græjum og fannst rosalega gaman. Heiða með botninn breiða var með okkar fyrstu frumsömdu lögum, við syngjum það oft enn þegar við erum í stuði. Við fórum strax að semja og þegar það gerist verður tónlistin að bakteríu sem togar mann áfram því alltaf þarf að laga, fínpússa og breyta. Okkur finnst mjög gaman að búa til músík. Það er límið sem heldur okkur saman og svo auðvitað vinskapurinn.“ Eldur uppi í Öræfajökli AFMÆLI Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Haraldsson húsasmíðameistari, sem lést sunnudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn í Langholtskirkju, miðvikudaginn 8. júlí. Ólof Kolbrún Harðardóttir Jón Stefánsson Haraldur Harðarson Björk Lind Harðardóttir Harpa Harðardóttir Brynjar Freyr Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Þ. Hallsson óperusöngvari verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 8. ágúst nk. kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Kristinsdóttir Brynjar V. Dagbjartsson Sigurður Kristinsson Anna Bryndís Kristinsdóttir Vernharður Linnet barnabörn og barnabarnabörn. 70 ára afmæli Steinar Már Clausen er sjötugur í dag. Hann verður að heiman. Elsku pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og barnabarn, Davíð Guðmundsson Dalbrún 3, Fellabæ, sem lést mánudaginn 30. júlí, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju í dag, þriðjudaginn 7. ágúst, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Guðmundur Davíðsson Viktoría Emma Davíðsdóttir Guðmundur Davíðsson Sjöfn Eggertsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Haukur Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Guðbjörg Valdimarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.