Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 8
Vertu með frá byrjun Við leitum að kraftmiklu og hressu fólki sem vill takast á við áskorun í starfi. Starfið felur í sér að veita viðskiptavinum NOVA ráðgjöf í tengslum við hina nýju 3G þjónustu fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á gott og skemmtilegt starfsumhverfi hjá nýju og spennandi fyrirtæki. NOVA er nýtt 3G félag sem mun bjóða nýja tegund farsíma- og netþjónustu síðar á þessu ári. 3G mun breyta með hvaða hætti fólk á í samskiptum, miðlar upplýsingum og afþreyingu. Vilt þú takast á við nýja og skemmtilega hluti að loknu sumarfríi og ganga til liðs við NOVA? NOVA · Sætúni 8 · 105 Reykjavík · Sími 517 6660 · nova.is Verslanir NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í verslanir. Hæfniskröfur Lífsgleði og jákvætt viðhorf. Góð tölvukunnátta. Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar á nova.is Sölu- og þjónustuver NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í sölu- og þjónustuver. Vinnutími Unnið er á vöktum. Í boði er fullt starf og hlutastarf. Nýir starfsmenn munu fá yfirgripsmikla þjálfun áður en þeir hefja störf. Áhugasamir sendi inn ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf á netfangið nova@nova.is fyrir 10. ágúst nk. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir. „Á þessu stigi málsins veit ég ekki til þess að það hafi verið unnin nein spjöll og maður vonar bara að svona mál leysist í góðu,“ segir Bjarni Daníelsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Bjarni segir Svein Pálsson, sveitarstjóra Mýrdals- hrepps, hafa haft samband við byggingarfulltrúa Skaftárhrepps, eftir umfjöllun Fréttablaðsins um endurbyggingu og umtalsverða stækkun veiðihúss við Grænalón. Sveinn hóf endurbyggingu veiðihússins, sem stendur á þjóðlendu, án leyfis frá byggingaryfirvöld- um hreppsins og forsætisráðuneyti, sem fer með forræði yfir þjóðlendum. Bjarni segist ekki þekkja mikið til málsins en er ánægður með að verið sé að endurbæta húsnæði í hreppnum, almennt séð. Hins vegar hafi verið klaufalegt af Sveini og félögum að sækja ekki um tilskilin leyfi. „Það eru mjög stífar reglugerðir um þetta nú til dags,“ segir Bjarni. Það flæki hlutina enn fremur að um þjóðlendu sé að ræða. George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði á sunnudag lög sem gefa yfirvöld- um auknar heimildir til hlerana á símtölum og tölvupóstsamskipt- um bandarískra ríkisborgara sem grunaðir eru um að vera hryðju- verkamenn, án þess að sækja þurfi um sérstaka heimild til þess í hvert sinn. Neðri deild og öldunga- deild Bandaríkjaþings samþykktu lögin rétt fyrir þingslit vegna sumarleyfa. Bush hafði lýst frumvarpið for- gangsmál. „Þegar sérfræðingar okkar hjá leyniþjónustunni hafa lagaleg úrræði til að afla upplýs- inga um fyrirætlanir óvina okkar eru Bandaríkin öruggari,“ sagði Bush á sunnudag. „Og þegar þessi sömu lagalegu úrræði vernda einn- ig borgaraleg réttindi Bandaríkja- manna þá getum við treyst þeirri vitneskju okkar að við getum varð- veitt frelsi okkar meðan við gerum Bandaríkin öruggari.“ Markmið laganna er að hægt sé að hlera samskipti sem fara í gegnum Bandaríkin. Yfirvöld sögðu þetta úrræði nauðsynlegt til að flýta fyrir störfum Þjóðar- öryggisstofnunarinnar við að hlera símtöl, tölvupóst og önnur samskipti erlendra ríkisborgara „sem talið er að séu fyrir utan Bandaríkin“. Mannréttindasamtök og margir demókratar segja lögin ganga of langt þar sem þau gefi yfirvöldum heimildir til að hlera samskipti bandarískra ríkisborgara við aðila erlendis án fullnægjandi eftirlits frá dómstólum eða þingi. Auknar heimildir veittar til hlerunar Bush Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að leyniþjónustan hafi lagaleg úrræði til að hlera símtöl og tölvupóstsamskipti grunaðra hryðjuverkamanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.