Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 32
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á PLANET TERROR kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl.6.30 - 8.30 - 10.30 DEATH PROOF kl. 5.20 - 10.40 DIE HARD 4.0 kl. 5.20 - 8 - 10.40 14 16 16 14 16 PLANET TERROR kl. 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 16 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 DEATH PROOF kl. 8 - 10.40 - S.V - MBL. PLANET TERROR kl. 8 og 10.20-POWER 16 SIMPSONS enskt tal kl. 4, 6, 8 og 10 L SIMPSONS íslenskt tal kl. 4 og 6 L 1408 kl. 8 og 10 16 SHREK 3 íslenskt tal kl. 4 og 6 L www.laugarasbio.is - Miðasala á - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ÁLFABAKKA DIGITAL EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 L BLIND DATING kl. 8 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 2 - 4 - 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 6 L NANCY DREW kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 7 GEORGIA RULES kl. 5:30 - 8 - 10:30 7 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 10 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 10 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4:50 VIP www.SAMbio.is 575 8900 YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ. BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU NANCY DREW BÓKUM. ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS ! 45.000 GESTIR KRINGLUNNI RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 FORSÝND L RATATOUILLE M/- ENSKU TAL kl. 8 FORSÝND L NANCY DREW kl. 6 - 8:10 - 10:20 7 GEORGIA RULES kl. 8 - 10:30 7 HARRY POTTER 5 kl. 10:20 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L KEFLAVÍK SIMPSONS M/- ENSK TAL kl. 6 - 8 - 10 L NANCY DREW kl. 8 - 10 7 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L AKUREYRI NANCY DREW kl. 8 - 10 7 GEORGIA RULES kl. 9 7 SHREK 3 ÍSL TAL kl. 6 L HARRY POTTER 5 kl. 6 10 Chromeo er ein af þessum sveitum sem maður sér trekk í trekk á próf- ílum fólks á MySpace. Tónlist Chromeo er líka grípandi með ein- dæmum, dillivænni en Páll Óskar á Nasa og hefur með sér fíling sem fólk tengir við partí, bros, sumaryl, efnislítil föt og dans uppi á borðum klukkan hálfsex að morgni sunnu- dags. Tónlistin fær líka auðveld- lega hippstera-stimpilinn á sig með sínu 80‘s afturhvarfi og tilheyrandi hljóðgervlum í litríkari kantinum. Reyndar virkar allt ofantalið sem eitur í eyrum margra en þetta er einfaldlega staðreyndin um Chrom- eo. Sveitin er sett saman úr gyðingn- um Dave 1 (eldri bróðir A-Trak, plötusnúðs Kanye West) og araban- um Pee Thugg en sjálfir segja þeir að þetta sé í fyrsta skiptið í sög- unni sem samstarf þessara tveggja kynþátta gengur almennilega upp. Samstarfið gengur vissulega upp og ekki spillir fyrir að dúettinn fékk landa sinn Tiga til þess að hjálpa við upptökurnar á plötunni. Eins og áður segir spilar Chrom- eo áhrifaríka diskóblöndu undir svo sterkum 80‘s áhrifum að jafn- vel Limahl úr Kajagoogoo gæti flokkast sem post-pönkari saman- borið við tónlist Chromeo. Þannig hljómar lagið Outta Sight eins og 1999 með Prince á enn meiri 80‘s sterum. Reyndar koma oft við sögu Stevie Wonder-ættaðir hljóð- gervlar sem eiga meira skylt við lok áttunda áratugarins. Textarnir eru auðlærðir og fjalla um hin hressilegu samskipti kynj- anna. Dave og Pee lenda í sífelld- um vandræðum í tengslum við kon- urnar sem þeir vilja annaðhvort að dansi meira eða hringi oftar í þá og fleira í þeim dúr. Helsta vandamál plötunnar er að hana vantar fleiri hittara. Tender- oni, Opening Up og Fancy Foot- work skyggja einfaldlega of mikið á annað á plötunni og eins og end- aði oft með plötur listamanna 9. áratugarins þá er Fancy Footwork alltof óheilsteypt verk. En mikið lifandis skelfingar ósköp verður gaman að taka smá snúning þegar sveitin mætir á Airwaves í októb- er. Kanadískt araba/gyðinga-diskó Heimildarmyndin Cocaine Cowboys verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins síðar í mánuðinum. Myndin fjallar um fólkið sem flutti kókaín inn til Bandaríkj- anna á áttunda og níunda áratugnum. Fólkið sem myndin Scarface og þætt- irnir Miami Vice eru byggð á. Uppistaða myndarinnar er viðtöl við glæpamennina sjálfa þar sem þeir tala um kókaíninnflutninginn, pen- ingana og morðin. „Það sem við gerum í þessari mynd er að tala við kókaín- kúrekana sjálfa. Við töluðum ekki við lögguna eða lögmenn eins og oft er gert þegar verið er að fjalla um glæpamenn, heldur töluðum við glæpamennina sjálfa. Þá sem fluttu kókaínið inn, dreifðu því og myrtu þá sem stóðu í vegi þeirra,“ segir Billy Corben, leikstjóri heimildarmyndarinnar Cocaine Cowboys, sem fjallar um fólkið sem flutti kókaín inn til Banda- ríkjanna í tonnavís. Peningana sem þau græddu og morðin og ofbeldið sem fylgdu í kjölfarið. Corben segir að stór hluti aðdrátt- arafls myndarinnar sé að sjá fólk- ið sem stóð að baki þessu og heyra hvað það hefur að segja. „Það var rosalegt að tala við Jorge „Rivi“ Ayala.“ Rivi þessi var einn þeirra sem sá um að drepa þá sem stóðu ekki í skilum við kókaínbarónana og er í fangelsi fyrir það. „Skrítið að sitja og hlusta á hann lýsa rólega og yfirvegað hverju morð- inu á fætur öðru eins og hann væri að ræða um veðrið. Hann var svo vinalegur og rólegur að ég þurfti oft að klípa mig í handlegginn til að minna mig á að ég væri að tala við fjöldamorðingja.“ Corben segir að Rivi muni eftir hverju einasta morði sem hann framdi og hafi lýst þeim öllum í smáatriðum fyrir kvikmyndatökuliðinu. Hann sýndi engin merki um iðrun nema fyrir að hafa óvart drepið barn sem var í aftursætinu á bíl sem hann skaut á.“ Í myndinni eru margir áhugaverð- ir karakterar en þeirra rosalegust er guðmóðirin Griselda. Það var hún sem kom kókaínstríðinu af stað, en það var morðfaraldurinn í Miami á þessum tíma kallaður, með því að drepa alla þá sem stóðu í vegi hennar og stóðu ekki við gefin loforð. Griselda þessi virðist vera algerlega samviskulaus. Hún lét iðulega drepa heilu fjölskyld- urnar, þar á meðal ungbörn, ef eitthvað var henni ekki að skapi. Þessi morð vöktu skiljanlega mik- inn óhug hjá Miami-búum á þess- um tíma. „Þegar Griselda var að alast upp í Kólumbíu var borgarastríð í landinu, La Violencia. Virðing fyrir lífi var mjög lítil. Lík lágu á víðavangi án þess að hirt væri um að gera eitthvað við þau og Griselda og vinir hennar léku sér með þau eins og börn leika sér að dúkkum. Hún var í barnaglæpa- gengi og framdi fyrsta morðið sitt tíu ára gömul.“ Griselda þekkti Pablo Escobar, kókaínbaróninn alræmda, og að sögn Corben var það hún sem kynnti hann fyrir kókaíninu. Griselda er á lífi og býr einhvers staðar í Suður -Ameríku. Að sögn Corben hefur Griselda séð mynd- ina og er hrifin af henni en myndi þó vilja leiðrétta nokkur smáat- riði. Eitt af því sem kemur á óvart þegar maður horfir á myndina er hve spillingin í Miami á þessum tíma var mikil. Sums staðar var nær öll lögregludeildin á launum hjá kókaín-kúrekunum. „Það er ekki hægt að múta heiðarlegu fólki með nokkrum dollurum, ekki einu sinni með nokkur þúsund dollurum,“ segir Corben. „Þarna voru bara svo rosalegir peningar í spilinu að upphæðirnar sem þeir gátu boðið voru allt að margföld árslaun lögreglumannanna.“ John Roberts kókaín-kúreki talar um það að hann hafi farið nokkrum sinnum á ári og keypt sér nýjan bíl og greitt hann út í hönd með ávísun frá Panama- banka án þess að neinn hafi gert athugasemd við það. Hann var líka stór styrktaraðili Repúblikanaflokksins. Hann segir í myndinni að hann hafi komist að því að allt hafi verð. Þegar það eru engin takmörk fyrir því hvað maður getur boðið mikla peninga þá falli allir á endanum. Cocaine Cowboys verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins síðar í mánuðinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.