Fréttablaðið - 07.08.2007, Síða 31
Leikarinn Chris O´Donnell og
eiginkona hans, Caroline Fent-
ress, eiga von á sínu fimmta
barni. „Við erum mjög spennt,“
sagði O´Donnell, sem er 37 ára.
O´Donnell og Fentress gengu í
það heilaga árið 1997 og eiga
saman þrjá drengi og eina stúlku.
Eignaðist Fentress fjórða barnið
á síðasta ári. Á meðal þekktustu
mynda O´Donnell eru Batman
Forever og Scent of a Woman.
Um þessar mundir fer hann með
aðalhlutverk í þáttaröðinni The
Company.
Eignast enn
eitt barnið
Hlín Reykdal er nemi í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands. Hún hefur verið
dugleg við að skapa í sumar og nú hefur
verslunin Belleville tekið til sölu háls-
klúta hannaða af Hlín.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fylgi-
hlutum og nota þá mikið sjálf. Það er
gaman að geta verið í einföldum klæðnaði
og skreytt sig með fylgihlutum sem eru
orðnir mikilvægur partur af fataskápn-
um mínum. Klútana er hægt að nota á
fjölbreytilegan hátt og sumum er til
dæmis hægt að snúa við og þannig fá þeir
nýtt lúkk,“ segir Hlín sem hefur verið að
dunda sér við að sauma klútana í vinnu-
stofunni sinni í sumar. „Klútarnir eru
frekar klassískir án þess að vera of ein-
faldir og til dæmis eru sumir með kögri
og aðrir í „sailor“-stíl. Þeir eru bæði fyrir
stelpur og stráka og einnig hef ég gert
slaufur sem minna helst á skemmtilega
skartgripi.“
Hlín er með fleiri járn í eldinum og er
til dæmis að vinna með stílistunum Möggu
og Dýrleifu fyrir óperu. „Svo er ég að
vinna að listaverki með Brynjari Sigurðs-
syni, vini mínum úr Listaháskólanum.
Það verður sýnt á Menningarnótt, á litlu
eyjunni á Tjörninni. Svo byrjar skólinn
fljótlega en ég er að fara á annað ár í fata-
hönnun í haust.“
Hressandi hálsklútar Hlínar