Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 2
 „Það liggur fyrir að Faxaflóahafnir og Reykjavík- urborg hafa í hyggju að viðhalda útgerð og fiskvinnslu á þessum stað við Reykjavíkurhöfn,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins og for- maður stjórnar Faxaflóahafna. Hann segir að útgerðarfélagið Brim hafi þegar ákveðið að hefja útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík, og í ljósi tíðindanna af flutningi HB Granda frá Reykjavík til Akra- ness hafi forsvarsmaður fyrirtæk- isins spurst fyrir um enn frekari möguleika í þeim efnum. Tilkynnt var um ákvörðun stjórnar HB Granda í gær. „Við þurftum að bregðast við eftir að tilkynnt var um skerðingu þorsk- kvótans og þetta er niðurstaða sem við teljum ásættanlega,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Hann segir aðeins eitt skip hafa verið á beinum þorskveiðum, og nú verði því snúið til veiða á öðrum tegundum og vinnslan sameinuð í eitt hús á Akranesi. Stjórn HB Granda hefur einnig óskað eftir því að gerð landfyllingar og hafn- argarðs við Akranes verði flýtt. Ef það verði gert geti nýtt fiskiðju- ver á Akranesi verið tilbúið seinni hluta ársins 2009. Björn Ingi segir að ákvörðun HB Granda komi nokkuð á óvart í ljósi þess að fyrirtækið hafi óskað eftir lóðum undir frekari upp- byggingu við Reykjavíkurhöfn. Ekki verði séð hvernig fyrirtæki sem sé á leið burtu úr borginni hafi þörf fyrir nýjar lóðir og því ólíklegt að fyrirtækið fái þær. Í ræðu sem Björn Ingi hélt á sjó- mannadaginn í júní síðastliðnum velti hann upp þeim möguleika að þegar aflaheimildir yrðu rýmkað- ar á ný yrði fiskveiðikerfið notað til að skjóta styrkari stoðum undir byggðir sem ættu allt sitt undir fiskveiðum. Hann segir ákvörðun HB Granda litlu breyta hvað það varði, enda Reykjavík og Akranes á sama atvinnusvæði. Spurður hvort hann hefði þá viljað sjá fyr- irtækið flytja starfsemina lengra í burtu, til byggða sem sannarlega eigi allt undir sjávarútvegi, sagði Björn Ingi að vandinn við þá hugs- un væri að störf væru ekki flutt með boðvaldi. Spurður hvort hann sem for- maður Faxaflóahafna hygðist beita sér gegn því að uppbyggingu á Akranesi yrði flýtt, eins og HB Grandi hefur farið fram á, til að störfin færðust frekar til byggða sem byggðu á sjávarútvegi sagði Björn það ekki koma til greina. „Þá væri ég að ganga með mínar persónulegu skoðanir fram fyrir hagsmuni þess fyrirtækis sem ég vinn fyrir. Hver og einn verður auð- vitað [...] að aðskilja sínar persónu- legu skoðanir frá því umfjöllunar- efni sem hann sinnir. Þannig að ég get sem stjórnmálamaður tekið þátt í þjóðfélagsumræðu og haft skoðan- ir á tilteknum málum, en sinnt kjörnum störfum mínum fyrir almenning í landinu, og skilið þar á milli með mjög einföldum hætti,“ sagði Björn Ingi. Hver og einn verður auð- vitað [...] að aðskilja sínar persónulegu skoðanir frá því umfjöllunarefni sem hann sinnir. Ómar, ert þú ekki sjálfur alltaf hýr? Íslenskir torfbæir, Vatnajökulsþjóðgarður, Mývatn og Breiðafjörðurinn eins og hann leggur sig eru meðal fyrirhugaðra tilnefninga Íslendinga á heimsminjaskrá UNESCO. Yfirlitsskrá yfir tilnefningarnar var samþykkt af ríkisstjórninni í gær. „Það er ekkert mjög erfitt að setja heilan fjörð á heimsminjaskrána,“ segir Ragnheiður H. Þórarins- dóttir, fráfarandi formaður heimsminjanefndar. „Það þarf að tiltaka hvað gerir staðinn einstakan á heimsvísu og láta svo á reyna hvort nefnd UNESCO er því sammála,“ segir hún. Breiðafjörður yrði tilnefndur sem blandaður staður, svæði sem státar af bæði náttúru- og menningarminj- um. Ragnheiður telur til samanburðar Vega-eyjaklas- ann í Noregi, sem er á heimsminjaskrá. Íslenski torfbærinn er einnig á yfirlitsskránni. „Hann, sem byggingarsögulegt fyrirbæri, er einstakur á heimsvísu að okkar mati,“ segir Ragnheiður. Landsvæði í kringum bæina, sem hefur orðið fyrir áhrifum af mannavöldum, verður einnig tilnefnt. Komist bæirnir á skrána verða því fjölmörg svæði á landinu vernduð af ríkinu. Á heimsminjaskrá UNESCO eru meðal annars píramídarnir í Egyptalandi, Taj Mahal á Indlandi og Kínamúrinn. Milestone skilaði 27,2 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem er ríflega fjórtán sinnum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 160,1 prósent á ársgrundvelli. Félagið starfar á sviði trygg- ingastarfsemi, bankastarfsemi og eignastýringar. Meðal dótturfélaga er Sjóvá-Almennar sem hagnaðist um 6,3 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Eignir Milestone hafa ríflega tvöfaldast á árinu, en félagið lauk nýverið við 70 milljarða yfirtöku á sænska fjármálafyrir- tækinu Invik. Á tímabilinu seldi Milestone þrettán prósenta hlut í Glitni og innleysti góðan hagnað af Iceland. Hagnaðurinn fjórtánfaldaðist Nýbakaðir foreldrar á Nýja-Sjálandi hyggjast láta skíra son sinn Superman sem þrautalendingu þar sem yfirvöld hafa bannað þeim að nefna barnið nafninu sem þau vilja: 4Real. Pat og Sheena Wheaton eru að hugleiða málsókn vegna þeirrar reglu yfirvalda að bannað sé að skíra börn nöfnum sem byrja á tölustöfum. BBC greinir frá þessu. Foreldrarnir segjast eftir sem áður ætla að kalla Superman litla 4Real. Nafnið ákváðu þau eftir að hafa séð mynd af honum í sónar þar sem þau í fyrsta skipti gerðu sér grein fyrir að hann væri raunverulegur (e. for real). Superman varð þrautalending Ólíklegt að Grandi fái úthlutað nýjum lóðum HB Grandi ætlar að flytja starfsemi sína frá Reykjavík til Akraness vegna skerðingar á aflaheimildum. Útgerð verður haldið á svæðinu segir formaður Faxaflóahafna. Útgerðarfélagið Brim íhugar uppbyggingu í Reykjavík. Fyrsta flugvélin vegna heræfingar NATO á Íslandi í ágúst kom til landsins í gær. Tvær aðrar flugvélar fluttu hermenn til landsins vegna æfingarinnar. Von er á alls þremur þyrlum og tíu flugvélum til landsins vegna heræfingarinnar. Tvær AWACS radarflugvélar, fimm orrustuflug- vélar, tvær eldsneytisbirgðavélar og ein eftirlitsflugvél taka þátt í æfingunni, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa æfingarinnar. Um 170 hermenn gista á öryggissvæðinu á Keflavíkurflug- velli á meðan á æfingunni stendur. Um 150 Íslendingar taka þátt í heræfingunni. Fyrsta vélin lent Einungis 162 af þeim 2.531 skattgreiðendum sem voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjár- magnstekjur á síðasta ári voru með hærri fjár- magnstekjur en eina milljón króna á árinu, sam- kvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ráðuneytið tók saman upplýsingar um skattgreið- endur sem ekki höfðu tekjur af atvinnu á síðasta ári, en höfðu fjármagnstekjur. Reyndust 2.381 ein- staklingur og 150 hjón eða samsköttuð pör í sambúð falla í þann hóp. Skattgreiðendur sem ekki hafa atvinnutekjur geta nýtt hluta persónuafsláttar á móti fjármagnstekj- uskatti, samtals 8.461 krónu á mánuði. Þannig er hægt að hafa rétt rúma eina milljón króna í fjármagnstekj- ur á ári án þess að greiða fjármagnstekjuskatt. Tæplega 90 prósent einstaklinga í þessum hópi voru með minna en 50 þúsund krónur í fjármagns- tekjur á árinu, og er að stórum hluta um að ræða ungt fólk sem ekki er á vinnumarkaði, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Aðeins 116 af einstakling- unum greiddu einhvern fjármagnstekjuskatt, það er voru með tekjur yfir skattleysismörkum. Um 57 prósent þeirra 150 hjóna sem höfðu ekki hefðbundnar tekjur höfðu fjármagnstekjur undir 100 þúsundum króna á árinu, og 61 prósent hafði tekjur undir einni milljón króna. Um þriðjungur greiddi einhvern fjármagnstekjuskatt á árinu. Innan við 200 með háar tekjur Meistaradeild Olís, knattspyrnumót 5. flokks drengja, fer fram á Selfossi um helgina og lýkur á sunnudag. 48 lið, víðs vegar að af landinu, taka þátt og eru keppendur því hátt í fjögur hundruð talsins. Veðrið var gott í gær við upphaf móts, en þá fór fram hraðmót í fjögurra liða riðlum. Þegar kappleikjunum lauk var boðið upp á sundlaugapartí og léku Ingó og Veðurguðirnir fyrir gesti. Um 400 kepp- endur í fótbolta Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis, óskaði í gær eftir því að boðaður yrði fundur í nefndinni til að ræða útgjöld og fjárskuldbind- ingar vegna yfirtöku á rekstri Ratsjárstofnunar. Í bréfi til formanns nefndarinn- ar segir Jón að einnig sé óskað eftir upplýsingum um fjárskuld- bindingar vegna þátttöku í hernaðarumsvifum á vegum NATO hér á landi. Ennfremur verði upplýst hvaða fjárheimildir standi að baki útgjöldunum, enda ekki heimilt að samþykkja greiðslur utan fjárlaga nema í neyðartilvikum. Rætt verði um varnarkostnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.