Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] 365 hf. hefur selt fjörutíu prósenta hlut sinn í Dagblaðinu-Vísi útgáfu- félagi til Hjálms, félags í eigu Baugs. Hjálmur á eftir viðskiptin 89 prósent hlutafjár í DV. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að salan hafi verið í samræmi við stefnu félagsins að einbeita sér að kjarnarekstri þess, svo sem útgáfu Fréttablaðsins. Hann segir að við breytingar sem urðu á prentútgáfu 365 miðla í byrj- un þessa árs hafi útgáfurétturinn á DV verið seldur til útgáfufélags DV. Þar með varð 365 hluthafi í DV. Í dag eru stærstu hlutdeildarfé- lög 365 helmingshlutur í Ísafoldar- prentsmiðju og 37,5 prósenta hlut- ur í Pósthúsinu. Mikill bati varð á rekstri 365 á fyrri árshelmingi samanborið við 2006. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 413 millj- ónum króna og jókst um 247 pró- sent. Stjórnendur 365 hafa unnið að því hörðum höndum að lækka skuldir félagsins og þar með vaxta- kostnað með eignasölu og endur- fjármögnun. Fram kom í máli Viðars Þorkelssonar, fjármála- stjóra 365, á afkomufundi, að aðeins fimmtungur af vaxtaberandi skuld- um fyrirtækisins væru í erlendri mynt, enda byggðist það á því mati að krónan hefði verið of sterk. Hann sagðist búast við að hlutfall erlendra lána yrði aukið í allt að helming með veikingu krónunnar. „Það mun lækka vaxtabyrði félags- ins,“ bætti hann við. - 365 ekki lengur hluthafi í DV Peningaskápurinn ... Hlutabréfavísitölur lækk- uðu talsvert víða um heim í gær, annan daginn í röð. Seðlabankar í Bandaríkjun- um og Evrópu brugðust við með lánavilyrðum til fjár- málafyrirtækja til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Tónninn að lækkanahrinunni var sleginn við lokun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði á fimmtudag, en þrjár helstu vísi- tölurnar þar í landi fóru niður um tvö til þrjú prósent. Á eftir fylgdu markaðir í Asíu en Nikkei-vísital- an í Japan fór niður um 2,40 pró- sent í gær. Evrópskir markaðir fóru ekki varhluta af hrinunni því lækkunin í álfunni var svipuð og á öðrum mörkuðum. Ótti fjárfesta í Bandaríkjunum varð svo aftur að veruleika við opnun markaða í gær en þá hélt niðursveiflan áfram. Íslenskur hlutabréfamarkaður fylgdi sveiflunni en hækkun vísi- tölunnar í sumar þurrkaðist út þegar Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,47 prósent og endaði í 7.993 stig- um en hún hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí síðastliðinn. Lægst fór hún hins vegar í 7.965 stig yfir daginn. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi síðan í skellinum í byrjun apríl í fyrra en þá fór hún niður um 4,65 prósent á einum degi að undangenginni lækkun á lánshæfi ríkisins og umfjöllunum um stöðu íslensku bankanna erlendis. Fjármálafyrirtæki draga lest- ina hér líkt og erlendis nú en fjár- festingafélög fylgja þeim fast á eftir í lækkanahrinunni. Rót lækkunarinnar nú liggur í samdrætti á bandarískum fast- eignamarkaði sem fyrst varð vart í byrjun árs á svokölluðum „sub- prime“ markaði, sem einbeitir sér að lánveitingum til einstaklinga með slæmt lánshæfi. Áhrifanna gætti lítillega á alþjóðamörkuðum í fyrstu en lánafyrirtæki í Banda- ríkjunum tóku á sig stærsta skellinn. Stór hluti lækkunarinnar nú liggur hjá BNP Paribas, einum stærsta banka Frakklands, sem skrúfaði fyrir veitingar úr þrem- ur fasteignalánasjóða sinna til fjárfesta næstu daga vegna hættu á lausafjárskorti í skugga sam- dráttar í Bandaríkjunum. Seðlabankar í Evrópu, Banda- ríkjunum, Japan og í Ástralíu hafa brugðist við stöðunni með því að opna pyngjur sínar og gefa fjár- málafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að fyr- irbyggja lausafjárskort. Að sögn fréttaveitu Bloomberg hefur ekki verið gripið til viðlíka aðgerða síðan hryðjuverk voru framin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.