Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf]
365 hf. hefur selt fjörutíu prósenta
hlut sinn í Dagblaðinu-Vísi útgáfu-
félagi til Hjálms, félags í eigu
Baugs. Hjálmur á eftir viðskiptin 89
prósent hlutafjár í DV.
Ari Edwald, forstjóri 365, segir
að salan hafi verið í samræmi við
stefnu félagsins að einbeita sér að
kjarnarekstri þess, svo sem útgáfu
Fréttablaðsins.
Hann segir að við breytingar sem
urðu á prentútgáfu 365 miðla í byrj-
un þessa árs hafi útgáfurétturinn á
DV verið seldur til útgáfufélags DV.
Þar með varð 365 hluthafi í DV.
Í dag eru stærstu hlutdeildarfé-
lög 365 helmingshlutur í Ísafoldar-
prentsmiðju og 37,5 prósenta hlut-
ur í Pósthúsinu.
Mikill bati varð á rekstri 365 á
fyrri árshelmingi samanborið við
2006. Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA) nam 413 millj-
ónum króna og jókst um 247 pró-
sent.
Stjórnendur 365 hafa unnið að
því hörðum höndum að lækka
skuldir félagsins og þar með vaxta-
kostnað með eignasölu og endur-
fjármögnun. Fram kom í máli
Viðars Þorkelssonar, fjármála-
stjóra 365, á afkomufundi, að aðeins
fimmtungur af vaxtaberandi skuld-
um fyrirtækisins væru í erlendri
mynt, enda byggðist það á því mati
að krónan hefði verið of sterk.
Hann sagðist búast við að hlutfall
erlendra lána yrði aukið í allt að
helming með veikingu krónunnar.
„Það mun lækka vaxtabyrði félags-
ins,“ bætti hann við. -
365 ekki lengur hluthafi í DV
Peningaskápurinn ...
Hlutabréfavísitölur lækk-
uðu talsvert víða um heim
í gær, annan daginn í röð.
Seðlabankar í Bandaríkjun-
um og Evrópu brugðust við
með lánavilyrðum til fjár-
málafyrirtækja til að koma
í veg fyrir lausafjárskort.
Tónninn að lækkanahrinunni var
sleginn við lokun viðskipta á
bandarískum hlutabréfamarkaði á
fimmtudag, en þrjár helstu vísi-
tölurnar þar í landi fóru niður um
tvö til þrjú prósent. Á eftir fylgdu
markaðir í Asíu en Nikkei-vísital-
an í Japan fór niður um 2,40 pró-
sent í gær. Evrópskir markaðir
fóru ekki varhluta af hrinunni því
lækkunin í álfunni var svipuð og á
öðrum mörkuðum. Ótti fjárfesta í
Bandaríkjunum varð svo aftur að
veruleika við opnun markaða í
gær en þá hélt niðursveiflan
áfram.
Íslenskur hlutabréfamarkaður
fylgdi sveiflunni en hækkun vísi-
tölunnar í sumar þurrkaðist út
þegar Úrvalsvísitalan lækkaði um
3,47 prósent og endaði í 7.993 stig-
um en hún hefur ekki verið lægri
síðan um miðjan maí síðastliðinn.
Lægst fór hún hins vegar í 7.965
stig yfir daginn. Vísitalan hefur
ekki lækkað jafn mikið á einum
degi síðan í skellinum í byrjun
apríl í fyrra en þá fór hún niður
um 4,65 prósent á einum degi að
undangenginni lækkun á lánshæfi
ríkisins og umfjöllunum um stöðu
íslensku bankanna erlendis.
Fjármálafyrirtæki draga lest-
ina hér líkt og erlendis nú en fjár-
festingafélög fylgja þeim fast á
eftir í lækkanahrinunni.
Rót lækkunarinnar nú liggur í
samdrætti á bandarískum fast-
eignamarkaði sem fyrst varð vart
í byrjun árs á svokölluðum „sub-
prime“ markaði, sem einbeitir sér
að lánveitingum til einstaklinga
með slæmt lánshæfi. Áhrifanna
gætti lítillega á alþjóðamörkuðum
í fyrstu en lánafyrirtæki í Banda-
ríkjunum tóku á sig stærsta
skellinn.
Stór hluti lækkunarinnar nú
liggur hjá BNP Paribas, einum
stærsta banka Frakklands, sem
skrúfaði fyrir veitingar úr þrem-
ur fasteignalánasjóða sinna til
fjárfesta næstu daga vegna hættu
á lausafjárskorti í skugga sam-
dráttar í Bandaríkjunum.
Seðlabankar í Evrópu, Banda-
ríkjunum, Japan og í Ástralíu hafa
brugðist við stöðunni með því að
opna pyngjur sínar og gefa fjár-
málafyrirtækjum vilyrði fyrir
lánum á góðum kjörum til að fyr-
irbyggja lausafjárskort. Að sögn
fréttaveitu Bloomberg hefur ekki
verið gripið til viðlíka aðgerða
síðan hryðjuverk voru framin í
Bandaríkjunum 11. september
árið 2001.