Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 19

Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 19
Ísland hefur þróast óvenjulega hratt frá bændasamfélagi til eins menntaðasta neyslusamfé- lags heims. Þessum hröðu breyt- ingum fylgja í dag bæði tækifæri sem enn eru að miklu leyti ónýtt og áskoran- ir sem við erum rétt að byrja að sjá. Stærstu tækifærin byggjast á því að virkja enn frekar þekkingu lands- manna, endurnýtan- lega auðlind sem eykst við virkjun. Stærstu áskoranirnar felast í að draga úr samfélagsmengandi áhrifum neysluefnahagsins, sem birtist m.a. í auknu stressi, óvild, offitu og fíkn. Hvoru tveggja má ná fram með því að leggja rækt við menningu lærdóms sem hefur til virðingar þau viðhorf að fólk læri að finna hvað það raunveru- lega vill, hlusti á hvað aðrir vilja og finni svo sameiginlega fleti á þessari framtíðarsýn til að geta samnýtt krafta sína til að skapa þær. Velmegun og samfélags- mengun neyslusamfélagsins. Neysludrifnar efnahagsvélar ganga á óuppfylltum löngunum sem markaðsstarf kveikir til að leysa úr læðingi krafta sem knýja neyslu. Þessir kraftar skapa mikla efnahagslega velmegun, en því lengur sem langanir haldast óupp- fylltar því meiri gremja safnast fyrir í fólki sem á endanum finn- ur útrás í óvild, vanvirðingu, fíkn og annarri hegðun sem mengar samskipti manna. Þessi samfé- lagsmengun veikir þann sköpun- arkraft sem stafar af samskipt- um samlynds fólks á öllum sviðum samfélagsins, jafnt í skólum og stofnunum sem fyrirtækjum. Þegar neysluvélin kveikir of miklar langanir, meira en fólk getur uppfyllt, fer sú umfram orka bæði til spillis og til að spilla samskiptum þess. Lærdómssamfélagið, eins og neyslusamfélagið, er knúið af óuppfylltum löngunum, en með því að gera fólk færara að skapa það sem það vill hlýst af því bæði minni samfélagsmengun og meiri efnahagsvelmegun. Lærdóms- menning gerir því efnahagsvél- ina samfélagsvænni með því að gera hana skilvirkari. Að innleiða lærdómsmenningu á Íslandi krefst einungis frum- kvæðis til að læra að virkja þær óuppfylltu langanir sem eru til staðar í samfélaginu því það þjón- ar bæði hagsmunum samfélags- ins í heild með því að draga úr samfélagsmengun og hagsmun- um efnahagsins, og þar með stjórnmálamanna, með því að auka framleiðni þekkingarstarfs- manna sem, að sögn stjórnunar- gúrúsins Peters Drucker, er eina leiðin fyrir fyrirtæki og ríki að öðlast „raunverulega og viðvar- andi samkeppnisyfirburði“ og „viðhalda leiðandi stöðu sinni og lífskjörum“. Samfélagslegan, efnahagslegan og pólitískan vilja er ekki erfitt að virkja með því að dreifa þess- ari grein. Það sem vantar er frumkvæði og þekking til að virkja þekking- arafl landsmanna betur, hvort tveggja má m.a. byrja að sækja í bók lærdómsstjórnunargúrúsins Peters Senge, The Fifth Discip- line. Höfundur er viðskiptafræðinemi. Lærdóms- samfélagið Ísland LENGRI HELGI FRÁ 10 TIL 18 LAUGARDAG OG FRÁ 13 TIL 17 SUNNUDAG Á LAUGAVEGI HVERGI Á LANDINU ERU FLEIRI NÚ ER OPIÐ VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR EN VIÐ LAUGAVEG FÓLKIÐ Í BÆNUM WWW.LAUGAV.IS LAUGAV@LAUGAV.IS HAGSMUNASAMTÖK VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU VIÐ LAUGAVEG BASK LAUGAVEGI 95 FRIIS-COMPANY LAUGAVEGI 55 RÁÐHÚSBLÓM BANKASTRÆTI 4 RE YK JA VI K ST OR LA UG AV EG I 86 -94 , S: 51 1-20 SIA LAUGAVEGI 86-94 LIGGALÁ LAUGAVEGI 67 COUTURE LAUGAVEGI 86-94 EVA LAUGAVEGI 89 MONA LAUGAVEGI 66 REYKJAVÍK PIZZA COMPANY LAUGAVEGI 81 G-STAR LAUGAVEGI 86-94 GALLERÍHÚSIÐ LAUGAVEGI 91 66° NORÐUR BANKASTRÆTI 5 VINNUFATABÚÐIN LAUGAVEGI 76 GK REYKJAVÍK LAUGAVEGI 92 MAIA LAUGAVEGI 86-94 [Tískuhús á tveimur hæðum] [Tískuvöruverslun] [Fylgihlutir] [Tískuverslun] [Tískuverslun með eigin hönnun] [Gott verð, gæði, og persónuleg þjónusta.] NAKTI APINN BANKASTRÆTI 14 [Tískuvöruverslun] VÍNBERIÐ LAUGAVEGI 43 [Blómabúð] [Veitingastaður] [Barnavörur][Tískuverslun] [Tískuverslun] [Tískuverslun] [Húsbúnaður] [Tískuverslun] WWW.LAUGAV.IS // LAUGAV@LAUGAV.IS Visa og Landsbankinn eru bakhjarlar Fólksins í bænum. Í VERSLUNUM OKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.