Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 22
Nú er ég kominn á lokasprettinn með bókina mína, ENGLAR DAUÐANS. Það er komið hátt á þriðja ár síðan ég byrjaði á fyrstu drögum. Fjölda vinnustunda hef ég ekki haldið saman en þær eru orðnar þó nokkuð margar. Næði til að skrifa er soldið ótryggt á fjörugu heimili svo að frú Sólveig stakk upp á því að við skildum að borði og sæng til að ég gæti snúið mér að því að klára bókina. Þessi tímabundni skilnað- ur er snilldarhugmynd. Reyndar er einangrunin rofin einu sinni á sólarhring því að mér er boðið að borða kvöldmat með fjölskyldunni. Í gær rauk litla Sól þrisvar frá matborðinu til að sanna fyrir mér að hún gæti staðið á haus. Það er ekki leiðinlegt að fá að sitja til borðs með svona dömu. Þessi verslunarmannahelgi fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér þótt ég hefði hæglega getað laum- ast út um kjallaraglugga til að bregða mér á þjóðhátíð í Eyjum. Þessa dagana læt ég mér duga að ferðast í bókum, bæði bókinni minni, og svo í bókum sem ég er að lesa. Í augnablikinu er ég að klára skondinn reyfara sem heitir Le vol des cigognes eða Flug storkanna eftir Jean-Christophe Grangé. Þar segir frá ferðalagi manns sem tekur að sér það verkefni að fylgja farfuglum, nánar tiltekið storkum, eftir á langferð þeirra til vetrardval- ar í miðri Afríku. Í kvöld liggur leiðin til Egyptalands. Ferðalög í bókum hafa marga kosti. Maður ræður sjálfur ferðahraðanum og þarf ekki að hafa áhyggjur af vitleysingum sem stunda framúrakstur og koma úr gagnstæðri átt. Þægindin eru mun meiri en á Saga Class far- rými og engar górillur að leita að naglaklippum í farangrinum. Ferðalag gegnum góða bók er ævintýri – án áhættu. Að vísu bjóða merkilegar bækur upp á sálarháska í leit að andleg- um fjársjóðum – en hver hugsar um velferð sálarinnar nú á þess- um tímum gulls og glóðarsteiktra hamborgara? Það er smámsaman að renna upp fyrir mér að það er vafasamur búhnykkur fyrir dagbókarhöfund að gerast einsetumaður. Einsemd- inni fylgir yfrið nóg næði til að halda dagbók en hins vegar skort- ir töluvert upp á æsilega atburði til að fanga athygli væntanlegra lesenda. Við því er eina ráðið að sækja atburðina á netið og flytja þá til sín. Í fréttum er það helst – fyrir utan bílslys og líkamsmeiðingar – að strákur og sextán ára stelpu- hnokki voru handtekin í Leifsstöð með hálft kíló af kókaíni innvortis, snyrtilega innpakkað í álpappír og smokka. Parið var að koma frá Venesúelu og hafði fyrir glópalán sloppið með smyglvarninginn um Bandaríkin. Þessari heimsreisu lauk svo með rassaskoðun og gegnumlýsingu hjá tollinum í Keflavík. Ég mun seint mæla því bót að fólk reyni að smygla eiturlyfjum til Íslands en við verðum að kunna að gera greinarmun á glæpamönn- um sem stunda iðju sína í ábata- skyni og sjúklingum sem eru und- irlagðir af fíkn og hafa enga stjórn á lífi sínu eða athöfnum. Engin heilbrigð manneskja fer til Suður- Ameríku og treður hálfu kílói af eiturlyfjum upp í boruna á sér inn- vöfðu í álpappír og smokka. Að sextán ára barn skuli gera þetta segir manni hversu alvarlegur þessi fíknisjúkdómur er og erfið- ur viðfangs. Úr því að atvinnustjórnmála- mennirnir okkar aðhafast ekkert í sambandi við fíkniefnavandann – annað en að skaffa með semingi allt of lítið fjármagn til meðferð- armála – þá er kominn tími til að fólkið í stjórnmálaflokkunum, þjóðin sjálf, taki af skarið og segi þeim fyrir verkum. Alla vega ríkir „þverpólitísk“ sam- staða svo maður noti útjaskað orð um að okkur langar ekki að sjá á eftir fleiri ungmennum í fangelsi, glötun og dauða. Ágætt væri til dæmis að byrja á því að gera skýran greinarmun á sjúklingum og glæpamönnum, sjá sjúklingum fyrir aðhlynningu og setja glæpamennina í tukthús. Sjúklingar stefna lífi sínu í hættu til að smygla nokkrum grömmum af vímuefnum milli landa. Glæpamenn hafa hins vegar samráð um ólögmætar aðferðir til að ná fé af heiðarlegum borgurum með góðu eða illu. Það voru ekki útúrdópaðir krakkar sem stálu milljörðum af þjóðinni með verðsamráði um olíuprísa. Það voru heldur ekki eiturlyfjafíklar sem stálu sölu- skattslækkun upp á milljarða sem áttu að ganga til allrar þjóðarinn- ar og stungu í sinn eigin vasa. Við erum samábyrg fyrir hvert öðru. Sú ábyrgð gerir okkur mennsk. Hvenær ætlum við að axla hana? Gerði hlé á einangruninni og ætl- aði að drekka kaffi með mínum góða ritstjóra, Jóni Kaldal. Við höfðum mælt okkur mót á bóka- kaffihúsinu sem til allrar ham- Um velferð sálarinna gull og grillaða hamb Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um tímabundinn hjónaskilnað að borði á sjúklingum og glæpamönnum; fjallað um ferðamáta lestrarhesta; og loks er sagt ósýnilegum ritstjóra og friði á jörðu. 3 Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is lotto.is firefaldur pottur!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.