Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 23
ingju er búið að opna hjá Eymunds- son í Austurstræti. Ég var stundvís (það er áráttu- hegðun) en ritstjórinn var hvergi sjáanlegur. Þá var ekki annað að gera en drepa tímann við að skoða bækur. Eftir hálftíma gafst ég upp og fór. „Hvar hefur þú eiginlega verið?“ spurði Sólveig þegar ég kom heim. „Niðri í Eymundsson þar sem ég ætlaði að hitta Jón Kaldal,“ sagði ég. „Hann var að hringja rétt áðan og spurði hvort þú hefðir gleymt sér?“ „Hvar var hann?“ „Nú, niðri í Eymundsson.“ Ég rauk þangað aftur. Frú Sólveig má eiga það að hún stillti sig um að ranghvolfa í sér augunum þegar ég kom í annað sinn heim úr Eymundsson og hafði hvergi komið auga á Jón Kaldal því að hann hafði víst gefist upp á að bíða eins og ég og var farinn í vinnuna. Ágætur ritstjóri sem ég vann einu sinni hjá keypti sér heyrnar- tæki og taldi fólki trú um að hann væri heyrnarlaus til að losna við að heyra geðstirða lesendur kvarta yfir blaðinu. Að vera ósýnilegur er miklu betri kostur fyrir ritstjóra en að vera heyrnarlaus. Við Jón Kaldal gerðum aðra til- raun til að hittast. Á sama stað og í gær og á sama tíma, klukkan hálf- fjögur. Tilraunin tókst. Við hittumst og drukkum saman kaffi. Af því að okkur er vel til vina ákvað ég að játa fyrir honum hvað ég er heimskur. Í dag mætti ég nefnilega klukkan hálfþrjú niðri í Eymundsson og hélt að ég væri orðinn eitthvað bilaður fyrst Jón var hvergi sjáanlegur. Svo áttaði ég mig á því að ég var klukkutíma of snemma í því og rölti heim, heldur lúpulegur. Fór svo aftur niður í Eymunds- son klukkan hálffjögur – og þar var Jón kominn. „Merkilegt,“ sagði Jón þegar ég játaði þessa glópsku fyrir honum: „Nákvæmlega sama kom fyrir mig í gær – þá var það ég sem mætti klukkutíma of snemma.“ Mikið er ég feginn því að þetta skuli vera æsilegasti atburður sem komið hefur fyrir mig síðustu sjö daga. Mea vita sine dubio non est qui- eta et secura sicut ubi pax regnat in terris, eins og þeir segja í Vatík- aninu og ég held að þýði: Líf mitt er án efa hvorki kyrrlátt né öruggt nema rétt eins og friðurinn ríkir á jörðu. ar, borgara og sæng; rætt um muninn t frá mislukkuðu stefnumóti, Verkið er útilistaverk við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ætlunin er að verkið endurspegli aðstæður á staðnum þar sem álverið er. Á jörðinni Hrauni, þar sem það stendur, kallast á gamli og nýi tíminn. Öðrum megin þjóðvegarins er eitt nútímalegasta álver heims, búið nýjustu og bestu tækni, en hinum megin eru Sómastaðir sem er lítið hlaðið steinhús í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands. Það var reist árið 1875 og á bænum var lengst af stundaður landbúnaður. Það er einnig kostur að verkið taki mið af næsta umhverfi álversins sem stendur við fjörð, umlukinn háum fjöllum. Þeir myndlistarmenn sem taka þátt í samkeppninni senda inn hugmynd að útilistaverki við álverið. Myndræn framsetning hugmyndar þarf að rúmast á tveimur blöðum af stærðinni A4, en einnig á að fylgja með stutt greinargerð á einu A4 blaði um hugmyndina að baki verkinu, efnisval og uppbyggingu. Engin frekari gögn eiga að fylgja tillögunni. Hugmyndinni þarf að skila til Alcoa Fjarðaáls, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 15. október 2007. Tillögur skulu merktar: „Útilistaverk í Reyðarfirði“ og þeim skal skila inn undir dulnefni, eins og nánar er lýst í skilmálum keppninnar á vefsvæðinu www.alcoa.is Sé tillaga send í pósti gildir póststimpill hennar, annars skal hún hafa verið lögð inn á ofangreindum tíma. Þá mun dómnefnd skipuð þremur mönnum, tveimur frá Alcoa Fjarðaáli og einum frá SÍM, velja 5-7 tillögur og bjóða listamönnunum sem eiga þær að þróa þær áfram í lokaðri samkeppni. Þeir myndlistarmenn sem komast í þennan síðari hluta samkeppninnar eru beðnir um að útfæra hugmyndina og koma með tillögu að verki. Þeir þurfa að lýsa tækninni sem notuð verður og efninu sem verkið verður unnið úr, gera líkan að verkinu og greina frá stærð þess og umfangi. Þeir eru einnig beðnir um að koma með tillögu um staðsetningu verksins og hvort nota eigi lýsingu. Kostnaðaráætlun þarf einnig að fylgja. Þessi hluti samkeppninnar tekur rúma tvo mánuði og er miðað við að tillögum að verkunum verði skilað til Alcoa Fjarðaáls, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fyrir klukkan 16:00 mánudaginn 1. febrúar 2008. Ef skilað er í pósti er miðað við póststimpil. Allir sem taka þátt í þessum hluta keppninnar fá greidda þóknun og höfundur vinningstillögu fær 700 þúsund krónur. Fimm manna dómnefnd, skipuð þremur fulltrúum Alcoa Fjarðaáls og tveimur fulltrúum SÍM, fjallar um tillögurnar og skilar áliti fyrir lok mars 2008. Alcoa Fjarðaál ákveður að lokum hvaða tillögu fyrirtækið kaupir, hvort það kaupir enga, eina eða fleiri. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A LC 3 84 55 0 8/ 20 07 Listaverkasamkeppni www.alcoa.is Alcoa Fjarðaál efnir til samkeppni um útilistaverk í Reyðarfirði Samkeppnin er tvískipt: 1Opin hugmyndasamkeppni 2Lokuð samkeppni um útilistaverk Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.