Fréttablaðið - 11.08.2007, Page 31
VIÐ FJÁRMÖGNUM
ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR!
Ertu að spá í bílakaup?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
2
3
5
Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á
www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa
okkar í síma 440 4400.
Högni Jökull Gunnarsson vek-
ur athygli hvarvetna fyrir Epic
Coachman húsbílinn sinn, sem
er með Ford 530 grind og frá
árinu 2006.
Vegfarendur í Árbæ hefur sjálf-
sagt marga rekið í rogastans við
að sjá þar Epic Coachman húsbíl
lagt við Glæsibæ, enda óalgengt
að jafnstór bíll sjáist á götum
Reykjavíkur. Eigandi þessa fer-
líkis, Högni Jökull Gunnarsson,
tekur undir það og segir nær að
tala um fasteign á fjórum hjólum
heldur en bíl.
„Ég viðurkenni að bíllinn vekur
athygli,“ segir Högni. „Við vorum
á honum núna síðast um verslun-
armannahelgina og þar var ég
með útsýnisferðir á fimmtán mín-
útna fresti.“ Hann bætir við að
hann hefði öruggleg grætt á því
að rukka inn.
„Þetta er auðvitað enginn venju-
legur húsbíll, enda útbúinn öllum
helsta lúxus sem hægt er að
ímynda sér,“ útskýrir Högni og
tekur að telja upp helstu eigin-
leika bílsins. Þar sem listinn virð-
ist nær ótæmandi er kannski rétt
að drepa á helstu atriðunum. Góð
plássnýting er þar efst á blaði.
„Bíllinn skiptist í svefnherbergi
með amerísku hjónarúmi og
snyrtiaðstöðu, baðherbergi með
þvottaaðstöðu, eldhús, stofu og
forstofu auk athafnasvæðis bíl-
stjóra og farþega fram í,“ segir
Högni. „Þrátt fyrir það er nægi-
legt gólf- og setupláss. Í allt geta
tíu manns setið og haft það gott.“
Að sögn Högna eru herbergin
útbúin alls kyns tækjum og tólum.
„Örbylgjuofn, ísskápur, bar, tölvu-
tengi, tengi fyrir þvottavél og
þurrkara, 50 ampera ljósarafstöð
og gervihnöttur, sem er góður í
vondu veðri.“
Blaðamaður getur þá ekki stillt
sig um að spyrja hvort maður
þurfi íbúð eigi maður á annað borð
húsbíl af þessu tagi. „Í raun og
veru ekki,“ svarar Högni hlæj-
andi og segist hafa verið himinlif-
andi með bílinn allt frá því að
hann keypti hann. „Kostir svona
bíls eru ótrúlega margir.“
Sjá nánar á næstu síðu.
Fasteign á fjórum hjólum