Fréttablaðið - 11.08.2007, Page 32

Fréttablaðið - 11.08.2007, Page 32
Högni Jökull Gunnarsson og fjölskylda létu drauminn ræt- ast og notuðu húsbílinn sinn til að kynnast betur landi og þjóð. Högni, sem er eigandi Höfðabíla og mikill bílaáhugamaður, keypti sjálfur húsbílinn til að ferðast um landið. „Ég hafði aldrei átt svona bíl þrátt fyrir að vera mikill bíla- dellukarl. Hafði átt gamlan tjald- vagn sem við vinirnir notuðum í veiðiferðir. Að sögn Högna hefur bílinn svo sannarlega staðið fyrir sínu þann tíma sem hann hefur verið í eigu fjölskyldunnar. Hefur hann verið notaður til að ferðast vítt og breitt um landið og ef marka má eigand- ann hefur hann langt í frá lokið ætlunarverki sínu. Engu að síður er fjölskyldan að hugleiða hvort hún eigi að setja hús- bílinn á sölu og segir Högni ástæð- una einfaldlega þá að allt sé til sölu í Höfðabílum. Það gangi þó aðeins eftir ef réttir aðilar hafi samband. Hægt er að afla sér nánari upp- lýsinga um húsbílinn með því að hringja í síma 577-4747. Nýr Nissan X-trail er stærri en gamla útgáfan og með nýju drifkerfi. Ný útgáfa af Nissan X-trail var kynnt hjá Ingvari Helgasyni í gær. Torfærubraut var útbúin við umboð- ið til að sýna fram á kosti nýja bíls- ins en helstu nýjungarnar eru þær að í bílnum er nú ALL MODE 4x4i fjórhjóladrifkerfi sem hefur verið í þróun hjá Nissan undanfarin ár. Þá er bíllinn rýmri en hann var áður. Drifkerfið nýja stillir af afl og drifkraft að hverju hjóli, sem á að tryggja frammistöðu, grip og stefnufestu. Aksturseiginleikar verða þannig betri í margvíslegu landslagi, allt frá hálum vegum til grýttra vegarslóða vegna betri stöðugleika. Nýjungarnar í hinu nýja drifi eru helst þessar fjórar: Brekkuhjálpin aðstoðar öku- manninn í akstri upp og niður brekku. Við akstur upp brekku reynist oft erfitt að fara af stað úr kyrrstöðu. Búnaðurinn heldur bíln- um í kyrrstöðu án þess að beita þurfi hemlunum og kemur sjálf- krafa á í halla sem er meiri en tíu prósent. Sjálfvirk hemlun niður brekku takmarkar aksturshraðann við 7km/klst svo ökumaður getur ein- beitt sér að því að stýra. Stöðugleikakerfið ber saman stefnu bílsins og þá stefnubreyt- ingu sem kölluð er fram með stýr- inu og hemlar hvert hjól fyrir sig til að tryggja að bíllinn haldist í til- ætlaðri stefnu. Nýja 4x4-i kerfið fylgist með snúningsjafnvægi til hjólanna og deilir því niður á milli fram- og afturhjóla. Nýr X-trail fær brekkuhjálp SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Glæsihús á þjóðveginum Auglýsingasími – Mest lesið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.