Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 38
2 sport DRAUMALIÐIÐ Petr Chech Chelsea Gary Neville Man Utd. Ashley Cole Chelsea John Terry Chelsea Nemanja Vidic Man Utd. Cristiano Ronaldo Man Utd. Arjen Robben Chelsea Steve Gerrard Liverpool Frank Lampard Chelsea Wayne Rooney Man Utd Didier Drogba Chelsea » GUÐJÓN ÞÓRÐARSON, þjálfari Skagamanna, er eini Íslendingurinn sem hefur þjálfað í ensku knatt- spyrnunni. Guðjón stýrði Stoke, Barnsley og Notts County með hléum frá árinu 1999 til 2005. Hann kom Stoke upp í 1. deild árið 2001 og vann neðri- deildarbikarinn árið 2000. Sport fékk Guðjón til að velja draumalið sitt í ensku úrvalsdeildinni. Í liði Guðjóns eru sex leikmenn frá Chelsea, fjórir frá meisturum Manchester United og einn frá Liverpool. Sex Englending- ar eru í liðinu, einn Tékki, einn Serbi, einn Hollendingur, einn Portúgali og einn frá Fílabeinsströndinni. „Þetta er feikiöflugt lið sem ég myndi treysta til að vinna sjálfa fernuna, deildina, meistaradeildina, bikarinn og deildarbikarinn. Svo einfalt er það,” segir Guðjón. Í var Ingimarsson er kominn í hóp örfárra íslenskra íþróttamanna sem þéna yfir 200 milljónir á ári fyrir atvinnu sína. Hann skrifaði undir nýjna þriggja ára samning við Reading fyrir skömmu og færir sá samningur honum rúmlega 200 milljónir í árslaun. Ekki er nema ár síðan Ívar fram- lengdi samning sinn við félagið síðast en hann fær nú ríflega launahækkun. Það eru aðeins Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona og Hermann Hreiðars- son hjá Portsmouth sem þéna meira en Ívar en heimildir Sports herma að hvorugur þeirra fái undir 400 milljónum í árslaun. Ívar er í miklum metum hjá forráða- mönnum Reading enda hefur hann verið einn af lykilmönnum liðsins í ævin- týralegum uppgangi þess á undanförnum árum. Hann lék lykilhlutverk þegar Reading fór upp í ensku úrvalsdeild- ina tímabilið 2005 til 2006 og var síðan máttarstólpi í lið- inu sem hafnaði öllum að óvörum í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili félagsins í deild- inni frá upphafi. Ívar lék hvern einasta leik með lið- inu síðasta vetur og var kjörinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum þess. Ívar vildi ekki tjá sig um launamál sín þegar Sport ræddi við hann en Ólafur Garð- arsson, umboðsmaður hans, sagði í samtali við Sport að samningurinn væri afar góður og fæli í sér töluverða hækkun frá samningnum í fyrra. » Arnar Gunnlaugsson Arnar spilaði með Leicester í ensku úrvals- deildinni í þrjú og hálft keppnistímabil á árunum 1999 til 2002. Arnar, sem kostaði tvær milljónir punda frá Bolton, spilaði 30 leiki fyrir Leicester og skoraði þrjú mörk. » Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári spilaði með Chelsea í sjö tímabil á árunum 2000 til 2006 og varð tvívegis enskur meist- ari með liðinu. Hann kostaði fimm milljónir punda frá Bolt- on og skoraði 54 mörk í 186 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. » Guðni Bergsson Guðni er langleikja- hæsti Íslendingur- inn í ensku úrvals- deildinni. Hann lék alls 342 leiki fyrir Tottenham og Bolton á ferli sem náði frá árinu 1988 til 2003. Hann skoraði 24 mörk í þessum leikjum. » Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhann- es Karl lék tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni, fyrst 2002-2003 með Aston Villa og síðan árið eftir með Wolves. Hann lék 11 leiki fyrir Aston Villa og skoraði tvö mörk og 11 leiki fyrir Wol- ves. Hann var í láni frá spænska liðinu Real Betis í báðum tilvikum. » Jóhann B. Guðmundsson Jóhann B. lék með Watford í ensku úrvals- deildinni veturinn 1999 til 2000. Hann spilaði níu leiki með liðinu. » Lárus Orri Sigurðsson Lárus Orri lék 29 leiki með West Brom í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2002 til 2003 sem var eina leiktíðin á ellefu ára ferli hans í Englandi í úrvalsdeildinni. » Þórður Guðjónsson Þórður lék með Derby í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2000 til 2001 þegar hann var lánaður frá Las Palmas. Hann lék tíu leiki með liðinu og skoraði eitt mark. ÞEIR HAFA LÍKA SPILAÐ Í ÚRVALSDEILDINNI YFIR 200 MILLJÓNIR Í ÁRSLAUN Varnarmaðurinn sterki ÍVAR INGIMARSSON gerir það gott með Reading í ensku úrvalsdeildinni. Hann var verðlaunaður í sumar með nýjum þriggja ára samningi sem færir honum rúmlega 200 milljónir í árslaun. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Nafn: Ívar Ingimarsson Aldur: 29 ára Hæð: 183 cm Þyngd: 80 kg Félög í Englandi: Torqu- ay, Brentford, Wolves, Brighton og Reading Leikir/mörk í úrvals- deild: 38/2 Landsleikir: 25 LAUNAHÆSTU LEIKMENN ÚRVALSDEILDARINNAR John Terry, Chelsea 829,6 Michael Ballack, Chelsea 767,5 Anryi Shevchenko, Chelsea 767,5 Steven Gerrard, Liverpool 760,9 Cristiano Ronaldo, Man. Utd 754,4 Michael Owen, Newcastle 697 Fernando Torres, Liverpool 565,8 Didier Drogba, Chelsea 565,8 *tölur eru í milljónum króna. 16 MILLJÓNIR er upphæðin sem John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, fær í vikulaun frá Chelsea eftir að hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við ensku bikarmeistarana fyrir skömmu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.