Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 44
» SVEN-GÖRAN ERIKSSON knatt- spyrnustjóra Manchester City Einn af launahæstu stjórum deildarinnar sem mætir til leiks með heldur laskað mannorð eftir að hafa stýrt enska landsliðinu við litlar vinsældir. Fær fullt af pening og verður að ná árangri. » RAFAEL BENITEZ knattspyrnustjóra Liverpool Það er eflaust rétt hjá Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóra Chelsea, að Benitez verður að vinna ensku deildina í ár til að réttlæta alla þá peninga sem hann hefur fengið til leikmannakaupa. Hefur aldrei komist upp fyrir Chelsea og Manchester United í lokatöflunni og það þarf að breytast. » JOSE MOURINHO knattspyrnustjóra Chelsea Mourinho sjálfur sleppur varla undan pressunni þótt hann reyni að tala sig frá henni. Það er óhugsandi að Roman Abramovich sætti sig við annað tímabil án enska meistaratitilsins og Mourinho veit það. » ALAN CURBISHLEY knattspyrnu- stjóra West Ham Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, vill Evrópusæti og það sama má segja um leikmenn liðsins. Curbishley þarf að bretta upp ermarnar og breyta fallbarátt- uliði í Evrópulið á einu sumri. » CESC FABREGAS miðjumanni Arsenal Nú þegar Thierry Henry er farinn er þessi tvítugi spænski snillingur stjarnan í Arsenal-liðinu. Hann spilaði frábærlega í fyrra og þarf jafnvel að spila betur í ár ef Arsenal á að gera eitthvað af viti í deildinni. » CRAIG BELLAMY fram- herja West Ham Enginn efast um það hversu góður Bellamy er þegar hann er í lagi. Vanstilling hans og undarlegar gjörðir hafa hins vegar gjaldfellt hann sem leikmann á undanförnum árum. Þarf að standa undir nafni sem dýrasti leikmaður West Ham frá upphafi. » MICHAEL BALLACK miðjumanni Chelsea Er einn af launa- hæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en stóð engan veginn undir vænting- um með Chelsea í fyrra. Gæti átt í nógu miklum erfiðleikum með að komast í byrjunarliðið. » CARLOS TEVEZ framherja Manchester United Tekst Tevez að fylgja eftir frábæru tímabili með West Ham í fyrra? Hann hefur nánast ekkert æft með Manchester United en allir vita hversu góður hann er. Þarf núna að skína við hlið Rooney og Ronaldo. Skotinn Andy Gray er einn virtasti knatt- spyrnulýsandinn. Hann er einn af aðalmönnum Sky Sports-sjónvarpsstöðvarinnar og sinnir bæði ensku úrvalsdeild- inni og meistaradeildinni. Hermt hefur verið í enskum blöðum að hann hafi rúmlega 100 milljónir í árslaun auk þess sem hann hefur verið duglegur við að ljá tölvuleikj- um rödd sína. Hann hefur lýst leikj- um undanfarin 17 ár, allt frá því að hann lagði skóna á hilluna árið 1990 eftir gifturíkan feril sem knatt- spyrnumaður. Gray hefur alltaf verið umdeildur en um tvennt geta menn ekki deilt. Hann var frábær fótboltamaður og hann kann að lýsa og greina knattspyrnuleiki. Hann skoraði 29 mörk fyrir Aston Villa tímabilið 1976 til 1977 og var í lok þess valinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn af leik- mönnum ensku 1. deildarinnar. Það afrek var ekki leikið eftir fyrr en hinn portúgalski Cristiano Ronaldo hjá Manchester United fékk bæði þessi verðlaun í vor. Gray hefur líka verið töluvert í sviðsljósinu fyrir einkalíf sitt. Hann á fimm börn með fjórum konum og hefur verið duglegur við að kynnast nýjum konum. Hann gengur undir nafninu „Randy Andy“ hjá enskum slúðurblöðum sem gæti útleggst „Graði Gray“ á okkar ylhýra en hann hefur verið með núverandi unnustu sinni Rachael Lewis frá því á síðasta ári. 8 sport ENSKI BOLTINN MEÐ AUGUM ANDYS GRAY 5 bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar frá upphafi 1. Thierry Henry, Arsenal 2. Gianfranco Zola, Chelsea 3. Eric Cantona, Manchester United 4. Alan Shearer, Blackburn og Newcastle 5. Roy Keane, Mancheter United 5 skemmtilegustu viðmælendurnir 1. Graeme Souness „Hann er frábær og segir hlutina eins og þeir eru.” 2. Ruud Gullit „Hann var mjög góður hjá okkur í meistaradeildinni. Hann er frábær náungi.” 3. Peter Reid „Ég er kannski ekki hlut- laus þar sem ég spilaði með honum en hann er með frábært skopskyn. Hann er ekki of alvörugefinn sem er bara gott.” 4. Glenn Hoddle 5. Gary McAllister „En það hafa jafnmargir lélegir setið í sófanum hjá okkur, menn sem hafa haldið að þeir séu ansi góðir,” segir Gray og hlær. 5 lélegustu leikmenn úrvalsdeildarinnar „Það væri afar ósanngjarnt að nefna ein- hver nöfn í þessu tilviki en ég held þó að ég geti með góðri samvisku sagt sögu af einum þeim allra slakasta. Southampton fékk hringingu frá einhverjum sem sagð- ist vera umboðsmaður George Weah. Sá sagðist vera með bróður Weah og spurði hvort Southampton hefði áhuga á að fá hann til reynslu. Stjórinn sagðist halda að það væri í góðu lagi fyrst George Weah mælti með honum. Hann var settur á bekkinn án þess að nokkur hefði séð hann spila. Þegar klukkutími var liðinn af leiknum ákvað Southampton að skipta honum inn á. Eftir fimm mínútur var honum skipt út af aftur. Hann er lélegasti leikmaður sem sést hefur frá því að byrjað var að sparka í bolta. Hann entist í fimm mínútur og þá var hann sendur heim að pakka. Hann var ekkert skyldur George Weah. Fullkomlega vonlaus,” segir Gray og hlær dátt. Leikmaðurinn var Ali Dia, árið var 1996 og stjórinn var Graeme Souness. 5 vellir með bestu stemninguna 1. Anfield Road (Liverpool) „Það er erfitt fyrir Everton-mann eins og mig að segja þetta en stemningin þar er frábær, sérstaklega á Evópuleikjum. Þeir kunna svo sannarlega að búa til sérstaka stemningu á þeim leikjum.” 2. St. James’s Park (Newcastle) „Þar eru frábærir áhorfendur. Þeir eru ástríðufullir og ég elska hvernig þeir styðja við bakið á liðinu sínu sama hvernig gengur.” 3. Fratton Park (Portsmouth) „Það er sérstakt andrúmsloft á Fratton Park. Þeir eru ótrúlegir stuðningsmenn Portsmouth.” 4. The Hawthorns (West Brom) „Þegar þeir voru í deildinni þá var stemningin á vellinum hjá þeim frábær. Þú tekur eftir því að ég nefni ekki lið eins og Chelsea, Arsenal eða Manchester United en ég held að þau nái ekki að mynda stemningu um hverja helgi. Þessi lið eru of sigursæl og hafa spillt stuðningsmönum sínum.” 5. Upton Park (West Ham) „Stuðningsmenn West Ham eru stórkostlegir og þeir kunna að skapa stemningu eins og hún gerist best.” 5 bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar í dag 1. Cristiano Ronaldo, Manchester United 2. Didier Drogba, Chelsea 3. Steven Gerrard, Liverpool 4. Cesc Fabregas, Arsenal 5. Paul Scholes, Manchester United Íslensku leikmennirnir í úrvalsdeildinni Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson (Reading) „Þeir stóðu sig báðir frábærlega á síðasta tímabili og komu mér mjög á óvart því ég hélt að þeir myndu lenda í vandræðum. Þeir eru miklir íþróttamenn og ég vona að þeir nái að endurtaka leikinn á þessu tímabili.” Hermann Hreiðarsson (Portsmouth) „Ég hef fylgst lengi með Hermanni. Hann er mjög fjölhæfur og getur spilað allar stöður í vörninni. Hann er leikmaður sem þú veist upp á hár hvað þú færð frá. Hann er búinn að falla oft með sínum liðum en treystu mér: Hann mun ekki falla á þessu tímabili. Ég hef ekki séð hann gera mörg mistök. Hann er afskaplega traustur og það er ástæðan fyrir því að Harry Redknapp vildi fá hann.” Heiðar Helguson (Bolton) „Já, það er leikmaður sem ég held að sé betri en hann hefur sýnt. Ég held að hann hafi ekki fengið að spila nógu reglulega til að fá sjálfstraust. Hann er frábær í loftinu, sérstaklega af manni sem er ekki í stærðarflokki Peters Crouch. Það verður áhugavert að fylgjast með honum.” 5 bestu knattspyrnustjórarnir 1. Alex Ferguson, Manchester United 2. Harry Redknapp, Portsmouth 3. Steve Coppell, Reading 4. Alan Curbishley, West Ham 5. Mark Hughes, Blackburn Andy Gray var staddur hér á landi fyrir skömmu í boði Sýnar til að vera viðstaddur kynningu stöðvarinnar á nýrri sjónvarpsstöð Sýn 2 þar sem enska úrvalsdeildin verður aðalefnið næstu árin. Sport króaði Gray af úti í horni á kynningunni. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON PRESSAN ERÁÞEIM Andy Gray hefur lýst leikjum í ensku úrvaldsdeild- inni sl. 17 ár. SPORTMYND/HÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.