Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 88
Eggert Magnússyni varð
ekki að ósk sinni um að taka yfir
Ólympíuleikvang Lundúna sem nú
er í byggingu. Eggert bauð 100
milljónir punda fyrir hönd West
Ham til að taka við leikvangnum
eftir leikana árið 2012 en því var
hafnað.
„Fyrir mér sem kaupsýslumanni
er ekkert vit í því að byggja 80
þúsund manna völl og fækka svo
sætum niður í 25 þúsund,“ sagði
Eggert við The Times en það eru
einmitt áætlanir Ólympíunefndar-
innar. Aðeins verður hægt að
keppa á leikvangnum í frjálsum
íþróttum eftir breytinguna.
Þess í stað ætlar Eggert að byggja
nýjan 60 þúsund manna völl, stein-
snar frá Ólympíuleikvangnum.
Byggingu á honum á að ljúka árið
2011. „Það er rétt að við ræddum
um kaup á Ólympíuleikvangnum en
við náðum ekki saman. Kannski var
áætlun þeirra of langt komin til að
breyta henni,“ sagði Eggert.
Áætlun hans var að byggja 60
þúsund manna leikvang sem væri
hægt að breyta í 40 þúsund manna
völl fyrir frjálsar íþróttir. Eftir
fundi með Ken Livingstone, borg-
arstjóra Lundúna, varð aftur á
móti ljóst að áætlanir hans myndu
ekki ganga upp.
Eggert fékk ekki að kaupa
Ólympíuleikvanginn
Brynjar Björn Gunnars-
son er staðráðinn í því að festa
sig í sessi sem byrjunarliðsmaður
inni á miðjunni hjá Reading.
Samkeppnin þar um stöður er
hörð. „Þetta er mín besta staða en
ég ákveð ekki hvar ég spila,“
sagði Brynjar við staðarblað í
Reading en hann hefur einnig
spilað í vörninni hjá liðinu.
„Markmið mitt er að spila fleiri
leiki en á síðasta tímabili. Það er
mikil samkeppni og ég veit vel af
henni. Sem betur fer get ég spilað
í öðrum stöðum, ég er líklega
fjölhæfur,“ sagði Brynjar sem lék
27 leiki á síðasta tímabili.
Reading mætir Manchester
United í fyrstu umferð á morgun
og Chelsea í þeirri næstu. „Það er
ekki hægt að byrja á erfiðari
leikjum,“ sagði Brynjar sem var
þó bjartsýnn fyrir leikina.
Ætlar sér að
festa sig í sessi
Það eru 90 dagar liðnir
síðan síðasta tímabili lauk í enska
boltanum og þessir dagar hafa verið
lengi að líða hjá þeim hörðustu.
Spennan er því mikil þegar veislan
hefst á ný í dag. Liðin hafa eytt yfir
47 milljörðum í sumar og það eru
komnir fullt af nýjum knattspyrnu-
snillingum inn í deildina.
Manchester United og Chelsea
háðu einvígi um titilinn í fyrra þar
sem United hafði betur og endaði
tveggja ára sigurgöngu Lundúna-
liðsins. Menn búast áfram við að
baráttan standi á milli þeirra í
vetur.
United keypti miðjumanninn
Owen Hargreaves frá Bayern
München, unglingana Nani frá
Portúgal og Anderson frá Brasilíu
og er félagið langt komið með að
fá til sín Argentínumanninn Car-
los Tevez frá West Ham. „Efstu
fjögur liðin hafa öll verið að kaupa
nýja leikmenn og styrkja sig. Chel-
sea er með breiðan og góðan hóp
og maður bjóst ekki við miklum
breytingum þar. Arsenal og Liver-
pool voru meira en 20 stigum á
eftir okkur á síðasta tímabili en
það gerist ekki aftur,“ sagði Sir
Alex Ferguson, stjóri United.
Í tíð Romans Abramovich hefur
Chelsea eytt alltaf langmestu í leik-
mannakaup en það var ekki í sumar.
Félagið fékk þó til sín Claudio Piz-
arro frá Bayern München, Florent
Malouda frá Lyon og Tal Ben Haim
frá Bolton. „Aðalsamkeppnisaðilar
okkar hafa styrkt sig en við einnig.
Sá sem eyðir mest vinnur ekki
deildina. Það hefur aldrei verið
þannig. Þetta hefur alltaf snúist
um baráttuandann, liðsheildina og
að bestu leikmenn liðsins eigi gott
tímabil,“ sagði Jose Mourinho,
stjóri Chelsea.
Liverpool hefur farið mikinn á
leikmannamarkaðnum þökk sé
nýju bandarísku eigendunum.
Liverpool hefur ekki unnið enska
titilinn síðan 1990 og það verður
fróðlegt að sjá hvort sextán nýir
leikmenn breyta einhverju þar
um. Stjórinn Rafael Benitez hefur
aðallega styrkt sóknina og menn
eins og Fernando Torres, Ryan
Babel Yossi Benayoun og Andriy
Voronin frá Bayern Leverkusen
eru komnir á Anfield.
„Hópurinn er sterkari, stjórinn
fékk peninga til að kaupa leik-
menn og eyddi honum vel og nú
þurfum við leikmennirnir að skila
okkar. Við leggjum aðaláhersluna
á að vinna deildina,“ sagði Steven
Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Arsenal leikur nú án Thierrys
Henry og þeir misstu einnig Fre-
drik Ljungberg og það eru því fáir
leikmenn eftir sem voru í meist-
araliðinu sem tapaði ekki leik 2003-
2004. Eftir standa Jens Lehmann,
Gilberto Silva og Kolo Touré og
svo allir unglingarnir sem Wenger
hefur safnað að sér. Það er því ekki
að ástæðulausu að menn tali um að
met Wengers sé í hættu, það er að
Arsenal endi í fyrsta sinn utan
toppliðanna fjögurra frá því að
hann tók við stjórnvölnum í októb-
er 1996.
Augu Íslendinga verða einnig á
okkar mönnum. West Ham hefur
verið mikið í umræðunni og þar á
bæ ætla menn ekki að vera í fall-
baráttunni aftur. Ívar Ingimarsson
og Brynjar Björn Gunnarsson fá
það erfiða verkefni ásamt félögum
sínum í Reading að fylgja eftir frá-
bæru tímabili í fyrra og þeir Her-
mann Hreiðarsson (Portsmouth)
og Heiðar Helguson (Bolton) reyna
fyrir sér hjá nýjum liðum í sumar.
Þá verður forvitnilegt að sjá hvort
Bjarna Þór Viðarssyni (Everton),
Gylfa Sigurðssyni (Reading) og
Viktori Unnari Illugsyni (Reading)
takist að vinna sér sæti í aðalliðum
sinna félaga.
Framundan er enn eitt æsispenn-
andi tímabilið í vinsælustu og að
margra mati bestu deild í heimi og
því fagna margir þegar boltinn
byrjar að rúlla í hádeginu í dag.
Enska úrvalsdeildin hefst í dag og liðin í deildinni hafa aldrei eytt meira í kaup á leikmönnum. Manchester
United og Chelsea er spáð bestu gengi en einnig bíða menn spenntir eftir hvað Liverpool gerir.
» ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 5.TBL 2007
TREYSTI Á HJARTAÐ
ÍVAR INGIMARSSON
MEÐ 200 MILLUR Á ÁRI
DEAN ASHTON
HÉLT AÐ FERILLINN
VÆRI BÚINN
EIÐUR SMÁRI
BLÓÐ SVITI OG TÁR
ANDY GRAY
FINNST RONALDO
BESTUR Á ENGLANDI
– EKKI HÆFILEIKANA
HERMANN HREIÐARSSON TALAR
UM ÁRIN TÍU Í ENSKA BOLTANUM
Félagaskiptafarsa
sumarsins á Englandi lauk í gær
þegar Carlos Tevez fékk leik-
heimild með Manchester United.
Enska úrvalsdeildin fékkst loks á
að gefa heimildina en talið er að
Tevez sé á tveggja ára lánssamn-
ingi.
Litlar líkur eru á því að Tevez
spili með á morgun gegn Reading
en hans fyrsti leikur verður
líklega grannaslagurinn gegn
Manchester City um næstu helgi.
„Carlos hefur komið okkur á
óvart. Við héldum að hann þyrfti
meiri tíma á æfingum en hann
lítur frábærlega út,“ sagði
Ferguson.
Tevez löglegur
með United
Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar
Það er