Fréttablaðið - 11.08.2007, Page 96
Morgunmatur
frá kl. 9:00 - 11:00
mánudaga - laugardaga
195,-
Kryddbakaður lax
með graslaukssósu, kartöflum
og grænmeti
490,-
Verum klár
1.190,-
REBUS rekki 25x15x33 cm
BILLY bókaskápur 80x28x202 cm
ýmsar tegundir 4.950,-
FREDRIK skrifborð
139x72x74 cm 7.950,-
SIGNUM snúrubarki
70x15 cm 1.990,-
GREGOR snúningsstóll
55x55x45 cm 9.990,-
BRÄDA stuðningspúði
f/fartölvur 51x38x8 cm 1.490,-
BOKIS bókastoð
11x12 cm
FLYT tímaritahirslur
5 stk. hvítt 195,-
FIRA smáhirsla m/5 skúffum
36x26x25 cm 995,-
REBUS pennastandur
15x10x10 cm
SARITA gluggatjöld
2 stk. 145x300 cm 895,-
FELICIA púðaver
50x50 cm ýmsir litir 495,-
ANDREA CIRKEL motta
170x240 cm 21.990,-
BASISK vinnulampi
H36 cm 1.690,-
FNISS ruslafata
29x30 cm ýmsir litir
195,-
55,-
195,-
Að öllum líkindum munu nokkr-ir tugir þúsunda Íslendinga
halda niður í miðbæ í dag og taka
þátt í hátíð homma og lesbía,
ganga í skrúðgöngu niður Laug-
aveginn eða standa á gangstétt-
inni og fylgjast með. Ég sjálfur
hyggst ekki ganga í þetta skiptið,
enda er ég dálítið brenndur af
þeirri reynslu, satt að segja. Ég
gekk þessa göngu fyrir nokkrum
árum ásamt tveimur fjallmyndar-
legum félögum mínum, nýkominn
heim úr námi, blautur á bak við
eyrun og kannski dálítið búinn að
gleyma því hvað þetta land er lítið
og hversu fljótt kjaftasögurnar
berast. Ég var piparsveinn á þeim
tíma og það tók mig marga mán-
uði eftir gönguna að hreinsa af
mér þann orðróm að ég væri hins-
egin. Þetta háði mér gríðarlega á
börunum þegar ég var að gera
hosur mínar grænar fyrir hinu
kyninu.
gengum við þrír niður
Laugaveginn fyrir framan bíl með
dragdrottningum, skælbrosandi
og veifandi eins og hverjir aðrir
sakleysingjar, grunlausir um það
að í huga hverrar einustu stúlku á
lausu sem stóð á gangstéttarbrún
hins smáa borgarsamfélags og
fylgdist með, vorum við umsvifa-
laust stimplaðir hommar.
ná að nýta sér svona
orðróm sér í hag, en ég náði því
einhvern veginn aldrei. Í marga
mánuði á eftir þurfti ég að passa
mig á því að dansa ekki óeðlilega
mikið á skemmistöðum, og raunar
helst ekki neitt, til þess að styðja
ekki þennan orðróm. Enn þann
dag í dag reyni ég sem mest að
sýna svipbrigðaleysi í almennum
samskiptum, vera píreygður og
þögull – jafnvel dálítið ógnandi –
til þess að örugglega ekkert fari
milli mála. Ég passa mig á því að
kyssa ekki aðra karlmenn þegar
þeir eiga afmæli og svoleiðis,
heldur reyni ég frekar að koma á
þá höggi með kaldranalegum
athugasemdum og helst lenda í
smá stimpingum.
hef tekið eftir því að margir
kynbræður mínir virðast vera
haldnir svipaðri þörf til þess að
sýna það, svo ekki verði um villst,
að þeir séu ekki hinsegin. Vígbún-
að og stríðsrekstur, einræðistil-
burði og valdníðslu af alls kyns
tagi hef ég með tíð og tíma lært að
túlka, af sálfræðilegri djúpvisku,
sem örvæntingarfulla tilburði í
þessa átt.
var í raun og veru ekki fyrr
en ég eignaðist kærustu og barn
að ég fann að allt pískur út af þess-
ari þátttöku minni í göngunni
þagnaði endanlega. Núna er ég
nokkuð rólegur yfir þessu. Samt
hefur þessi reynsla leitt til þess að
ég er alveg hundrað prósent
ákveðinn í því að núna í dag mun
ég bara standa á gangstéttinni og
horfa á. Ég ætla að styðja þetta
allt saman af heilum hug og allt
það – það vantar ekki – en ég ætla
að halda mig í hæfilegri fjarlægð.
Það er alveg á hreinu. Það þýðir
ekkert annað. Fólk talar. Það er
engum greiði gerður með því að
einhverjar kjaftasögur fari á
kreik. Ég ætla að halda mjög áber-
andi utan um kærustuna mína, svo
allt sé fullkomlega kristaltært, og
hafa barnið á háhesti. Með blöðru.
Gangan