Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 84

Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 84
Fyrr í sumar kom hingað til lands út- lendingur sem ég hef þekkt til margra ára. Tilgangur útlendings- ins með heimsókninni var að bregða sér á íslenskunámskeið í Háskólanum og kynn- ast um leið landi og þjóð. Af þessu tilefni gaf ég honum tvær bækur sem áttu að gefa inn- sýn í þjóðarsálina: Njálu og bók með teiknimyndaskrítlum eftir Hugleik Dagsson. Við fórum líka á kaffihús, í bíltúr út á land, í mat- arboð og fleira sem Íslendingar gera sér til skemmtunar. Eftir því sem á leið fór hún að skilja meira og meira í íslensku og um leið opinberuðust duldar hliðar samfélagsins fyrir þessari þróuðu veru, því hafa Danir ekki alltaf verið siðmenntaðar og þró- aðar verur fyrir okkur kotbænd- um? Þessu áttaði ég mig á þegar hún spurði allt í einu hvort það teldist almenn kurteisi á Íslandi að tilkynna sessunautum sínum að nú væri maður að fara að PISSA. Ég vissi ekki alveg hverju ég átti að svara. Sjálfri finnst mér þetta svolítið skrítið og reyni frekar að láta vita að ég þurfi að nota salernið, ef ég neyðist þá yfir höfuð til þess að útskýra þetta ætlunarverk mitt en Dananum fannst einkennilega smekklaust að tala um piss og yfir höfuð að útskýra hvað skrokkurinn væri að fara að losa sig við. Hvað með hitt? Á maður að segjast vera að fara að kúka, svo að allir hafi nú réttu upplýsing- arnar á hreinu, eða kemur þetta kannski ekki nokkrum við nema manni sjálfum? Ég þarf að snýta mér, þvo mér um hendurnar, púðra á mér nefið, pissa, kúka... æi... í guðs bænum sleppum þessu – eða segjumst bara þurfa að bregða okkur á snyrtinguna eða salernið. Við erum þjóðarsál sem er svona rétt að komast af gelgju- skeiðinu hvað varðar siðmenn- ingu og endalaust getum við því tekið inn nýja og góða siði. Til dæmis að heilsast með kossi, fara á stefnumót, breiða servíettuna yfir kjöltuna og tilkynna EKKI hvað gerast muni í klósettferð- inni.Borgar MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.