Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 84
Fyrr í sumar kom hingað til lands út- lendingur sem ég hef þekkt til margra ára. Tilgangur útlendings- ins með heimsókninni var að bregða sér á íslenskunámskeið í Háskólanum og kynn- ast um leið landi og þjóð. Af þessu tilefni gaf ég honum tvær bækur sem áttu að gefa inn- sýn í þjóðarsálina: Njálu og bók með teiknimyndaskrítlum eftir Hugleik Dagsson. Við fórum líka á kaffihús, í bíltúr út á land, í mat- arboð og fleira sem Íslendingar gera sér til skemmtunar. Eftir því sem á leið fór hún að skilja meira og meira í íslensku og um leið opinberuðust duldar hliðar samfélagsins fyrir þessari þróuðu veru, því hafa Danir ekki alltaf verið siðmenntaðar og þró- aðar verur fyrir okkur kotbænd- um? Þessu áttaði ég mig á þegar hún spurði allt í einu hvort það teldist almenn kurteisi á Íslandi að tilkynna sessunautum sínum að nú væri maður að fara að PISSA. Ég vissi ekki alveg hverju ég átti að svara. Sjálfri finnst mér þetta svolítið skrítið og reyni frekar að láta vita að ég þurfi að nota salernið, ef ég neyðist þá yfir höfuð til þess að útskýra þetta ætlunarverk mitt en Dananum fannst einkennilega smekklaust að tala um piss og yfir höfuð að útskýra hvað skrokkurinn væri að fara að losa sig við. Hvað með hitt? Á maður að segjast vera að fara að kúka, svo að allir hafi nú réttu upplýsing- arnar á hreinu, eða kemur þetta kannski ekki nokkrum við nema manni sjálfum? Ég þarf að snýta mér, þvo mér um hendurnar, púðra á mér nefið, pissa, kúka... æi... í guðs bænum sleppum þessu – eða segjumst bara þurfa að bregða okkur á snyrtinguna eða salernið. Við erum þjóðarsál sem er svona rétt að komast af gelgju- skeiðinu hvað varðar siðmenn- ingu og endalaust getum við því tekið inn nýja og góða siði. Til dæmis að heilsast með kossi, fara á stefnumót, breiða servíettuna yfir kjöltuna og tilkynna EKKI hvað gerast muni í klósettferð- inni.Borgar MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.