Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 8
Hvaða tegund fólksbíla hefur selst best á Íslandi á árinu? Hvað heitir leikstjóri íslensku kvikmyndarinnar Astrópíu? Hver er besti leikmaður 7. til 12. umferðar Landsbankadeild- ar karla samkvæmt einkunna- gjöf Fréttablaðsins? Til hamingju Valsmenn Eftirlit: Fyrir þá sem alltaf hefur langað til að eignast tíróla- leðurbuxur sem skera sig úr, býður austurríski klæðskerinn Christian Wohlmuther upp á sérsniðnar slíkar buxur sem selst hafa fyrir allt að 84.000 evrum, andvirði 730.000 króna. Wohlmuther, sem rekur þjóðbúninga- verslun í Bad Mittendorf í Steiermark, tjáði AP að verðið réðist af skrautinu. Fyrstu lúxusleðurbuxurnar sem hann seldi voru skreyttar 166 demöntum, en þær keypti Þjóðverji búsettur í Dubai. Lúxusleðurbux- ur fyrir 730.000 Starfsmenn Hvíta hússins í Washington hafa skýr fyrirmæli um að láta forsetann helst aldrei sjá mótmælendur. Allar ferðir forsetans eru skipu- lagðar þannig að mótmælendum er úthlutað afmörkuð svæði og þess gætt að ekki sjáist til þeirra frá þeirri leið sem forsetinn ferð- ast. Þetta kemur fram í handbók frá árinu 2002 fyrir starfsfólk Hvíta hússins. Handbókin hefur ekki verið opinber fyrr en nú fyrir skemmstu, og þá aðeins að hluta til. Bandarísku mannréttindasam- tökin ACLU fengu handbókina afhenta samkvæmt dómsúrskurði í tengslum við dómsmál, sem sam- tökin hafa höfðað fyrir hönd tveggja mótmælenda sem voru handteknir fyrir að neita að hylja ögrandi áletranir á skyrtubolum sínum þegar George W. Bush hélt þjóðhátíðarræðu sína í þinghúsi Vestur-Virginíu árið 2004. Banda- ríska dagblaðið Washington Post skýrði frá þessu nú í vikunni. „Munið að forðast líkamlega snertingu við mótmælendur. Oft- ast vilja mótmælendur líkamleg átök. Fallið ekki í gildru þeirra!“ segir í handbókinni, þar sem farið er vandlega ofan í ýmis smáatriði varðandi samskipti við mótmæl- endur á ferðum forsetans. Einnig á starfsfólkið að meta í hverju tilviki hvort viðbrögð þess geti „leitt af sér meiri neikvæða umfjöllun á opinberum vettvangi heldur en ef mótmælendurnir eru einfaldlega látnir í friði.“ Forsetinn fær ekkert að sjá Hæstiréttur í Pakistan hefur úrskurðað að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, megi snúa aftur heim úr útlegð áður en þingkosningar verða í landinu í vetur. Stuðningsmenn Sharifs hafna öllum sáttum við Pervez Mushar- raf forseta en hann steypti Sharif af stóli árið 1999. Staða Musharrafs hefur veikst mjög eftir alvarleg átök hans við lögfræðingastétt landsins síðastliðið vor. Þingið kýs nýjan forseta í október og nýtt þing verður kjörið síðar í vetur. Sharif og Benazir Bhutto, sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra, stefna að því að fella þingmeiri- hluta Musharrafs í þeim kosning- um. Hafna sáttum við Musharraf Áhrif skerðingar á þorsk- kvóta á Vestmannaeyjar munu verða sam- dráttur um 3,6 milljarða á komandi fiskveiði- ári, eða 10 milljarða á næstu þremur árum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, kynnti hugmyndir Eyjamanna um mótvægisaðgerðir á blaðamannafundi um borð í Vestmannaey VE í gær. „Í þessum þrengingum felast tækifæri. Við viljum nálgast þetta sem verkefni, ekki vandamál,“ segir Elliði í samtali við Frétta- blaðið. Hann sagði að kostnaður við tillögurn- ar hafi enn ekki verið metinn, enda eigi eftir að útfæra þær nánar. Elliði segir ríkið hafa tilkynnt að það hygðist koma til móts við sjávarbyggðir vegna kvótaskerðingar með sérstökum mótvægisaðgerðum, en best fari á því að sveitarfélögin móti sjálf hugmyndir um vaxtarbrodda og tækifæri. Bæjaryfirvöld muni funda með stjórnvöldum um tillögurnar á næstunni. Meðal annars er lagt til að uppbyggingu á samgöngum til Eyja verði hraðað, og fram- kvæmdum við Bakkafjöru verði flýtt þannig að hægt verði að hefja notkun nýrrar hafnar vorið 2009. Þá verði Siglingastofnun Íslands falið að ljúka undirbúningi stórskipahafnar í Vestmannaeyjum. Elliði leggur einnig áherslu á að störf í opinberum stofnunum tengd sjávarútvegi færist í auknum mæli til Eyja. Þannig er lagt til að ráðnir verði sérfræðingar til Hafrann- sóknastofnunar í Eyjum, MATÍS ráði sér- fræðinga þar og Fiskistofa bæti við starfs- mönnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.