Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 82
Hver er hættulegasti
sóknarmaður Landsbankadeildar
karla? Svarið við þeirri spurningu
að mati Fréttablaðsins fæst með
því að skoða hvaða leikmaður
deildarinnar hefur átt þátt í flest-
um mörkum síns liðs. Að eiga þátt
í marki telst þegar leikmaður skor-
ar markið, gefur stoðsendingu,
fiskar víti sem gefur mark eða ef
það er fylgt eftir skoti hans og
skorað.
FH-ingurinn Tryggvi Guð-
mundsson er sá leikmaður Lands-
bankadeildar karla sem hefur átt
þátt í flestum mörkum síns liðs í
fyrstu þrettán umferðum sumars-
ins. Tryggvi hefur komið að 14
mörkum FH, skoraði átta sjálfur
og lagt upp önnur sex. Hann hefur
gefið fimm stoðsendingar og fisk-
að eitt víti sem hann skoraði úr
sjálfur en það er eina leiðin til að
„leggja“ upp mark fyrir sjálfan
sig. Tryggvi hefur því í rauninni
átt þátt í þrettán af 29 mörkum
FH-liðsins.
Markahæsti leikmaður deildar-
innar, Valsarinn Helgi Sigurðsson,
er í öðru sæti á listanum en hann
hefur komið að tólf mörkum, þar
af skorað ellefu þeirra sjálfur.
Eina markið sem Helgi kom með
beinum hætti að undirbúningnum
var þegar Hafþór Vilhjálmsson
fylgdi eftir skoti hans í 2-2 jafn-
tefli við Keflavík á Laugardals-
vellinum.
Víkingurinn Sinisa Kekic hefur
verið frábær í sumar þrátt fyrir að
nálgast óðum fimmtugsaldurinn
og hann hefur átt þátt í tíu mörk-
um Víkinga, skorað sjö og lagt upp
önnur þrjú. Hann telst því hafa átt
þátt í 83 prósentum marka Vík-
ingsliðsins með beinum hætti.
FH-ingurinn Matthías Guð-
mundsson er síðan fjórði leikmað-
ur deildarinnar sem hefur átt þátt
í fleiri en tíu mörkum. Sumar
Matthíasar hefur verið tvískipt,
hann skoraði 4 af 5 mörkum sínum
í fyrstu fjórum umferðunum og
hefur síðan lagt upp fimm mörk
fyrir félaga sína í FH.
Skagamenn eiga flesta menn
meðal þeirra tólf hæstu því Vjeko-
slav Savdumovic (9), Bjarni Guð-
jónsson (8) og Jón Vilhelm Ákason
(7) hafa allir átt þátt í sjö mörkum
eða fleirum á þessu tímabili.
KR og Breiðablik eru einu liðin
sem eiga ekki leikmann sem hefur
búið til sjö mörk eða fleiri fyrir
sitt lið. Magnús Páll Gunnarsson
og Prince Rajcomar hafa komið að
sex mörkum og hinn ungi Kristinn
Steindórsson hefur búið til fimm
mörk þrátt fyrir að hafa spilað
aðeins í 376 mínútur í sumar.
Hættulegasti KR-ingurinn er
Jóhann Þórhallsson sem hefur
komið að fjórum mörkum þrátt
fyrir að hafa aðeins spilað í 27 pró-
sentum af leiktímanum í þrettán
leikjum KR í sumar.
Fréttablaðið skoðar hvaða leikmenn Landsbankadeildar karla hafa búið til flest mörk fyrir sín félög. Átta
af tíu liðum deildarinnar eiga að minnsta kosti einn leikmann sem hefur átt þátt í sjö eða fleiri mörkum. Sinisa Kekic er mikil-
vægur fyrir Víkinga í Lands-
bankadeild karla. Það sést ekki
síst á því að Víkingar eiga enn
eftir að skora mark sem hann
kemur ekki nálægt.
Kekic hefur komið með beinum
hætti að tíu af tólf mörkum
liðsins í sumar, skorað sjö og lagt
upp önnur þrjú upp. Í mörkunum
tveimur sem standa eftir hefur
Kekic ekki átt síðustu sendingu
en tók engu að síður þátt í
undirbúningnum því í báðum
mörkum átti hann svokallaða
hjálparsendingu, það er sendingu
sem kemur þeim sem á stoðsend-
ingu í góða aðstöðu til að leggja
upp mark.
Á bak við öll
mörk Víkinga
1. deild karla:
Mikið hefur verið rætt og
ritað undanfarin ár um holdafar
Brasilíumannsins Ronaldo. Mörg-
um hefur fundist kappinn vera
fullbúttaður og vildu margir kenna
um leti og óhollu mataræði. Slíku
hefur Ronaldo ávallt neitað og allt-
af sagst vera í toppformi þó svo
hann liti ekki út fyrir að vera það.
Ronaldo hefur verið í rannsókn-
um hjá sínu nýja félagi AC Milan
og menn þar á bæ hafa fundið það
út að vanvirkni skjaldkirtils hafi
gert það að verkum að hann leit út
fyrir að vera aðeins þykkari en
menn eiga almennt að vera í hans
stöðu. Milan hefur í kjölfarið sett
Ronaldo á lyf og komið upp nýrri
æfingaáætlun fyrir hann og árang-
urinn ku vera sláandi.
„Þið munuð sjá hann fljótlega
og ég get lofað því að allir verða
hissa. Hann lítur út eins og fyrir-
sæta,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálf-
ari Milan, en Ronaldo hefur lést
um 5,5 kíló og verður víst ekki
lengur kallaður sama uppnefni og
á Spáni sem var „el gordo“ eða sá
feiti.
Skjaldkirtilssjúkdómur
ástæða fitunnar
Þrettán ára með Íslandsmeistarann sem kylfusvein
10.September nk.
Ungbarnasund
Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug.
Sunddeild Ármanns
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 15. janúar nk.
í Árbæjarskóla
Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00
í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122
i ið hefst 22 september nk. í Árbæjarlaug.
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00
í síma 866 0122 Eygló. eyglo@sjukratjalfun.is
Stella 557-6618. stella.gunnarsdottir@reykjavik.is
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 15. september nk.
í Árb jarskóla