Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 70
Ég var að fatta að mig vantar alveg tramp- ólín. Ég á ekkert trampólín. Ekki einu sinni svona pínulítið dótatramp- ólín sem gæti nýst mér til að hoppa hæð mína þegar allt annað virðist hafa glatað tilgangi sínum. Það er mér fullkomlega óskilj- anlegt hvernig mér hefur tekist að klúðra þessu. Ég sem ætlaði svo mikið að muna eftir þessu og núna er ég kannski orðin of sein. Fólk er hætt að kaupa trampólín og byrjað að henda þeim. Ég veit þess vegna ekki hvað ég á að gera. Ætti ég að kaupa það núna og setja út í garð og vera þessi hallærislega sem er rosa sein að fatta hvað er vinsælt? Ég gæti líka keypt það og hent því strax, til að geta sagt að ég hafi átt svoleiðis en áttað mig á hvað það væri glatað. Ætli besta lausn- in sé samt ekki að segja bara að ég hafi allan tímann vitað að þetta væri ekki málið. Ég hafi ekki keypt mér trampólín en hafi aftur á móti keypt mér 17 manna grill langt á undan öllum hinum. Get sagt að ég hafi prófað trampólín í útlöndum fyrir löngu og hafi ekki fundist þetta neitt spennandi. En grill, það er alveg málið. Eftir að ég fékk mér nýja stóra grillið hefur líf mitt breyst gríð- arlega til batnaðar. Við getum eldað fyrir heilan mánuð í einu og grillið er það stórt að ég get líka notað það sem sófa og rúm. Sex ára sonur minn, sem hafði lengi langað í koju, sefur svo í skápnum undir grillinu. Lætur bara fara vel um sig milli grilltanganna. En viti menn, ég var akkúrat núna að detta niður á langbestu lausnina. Ég kaupi mér trampólín og skelli svo grillinu ofan á það. Ég er handviss um að það er næsta trendið. Það er auðvitað langbest í heimi að grilla hopp- andi á trampólíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.