Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 10
 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Háskólans í Reykjavík (HR) í gær við rætur Öskjuhlíðar upp af Nauthólsvík. Dr. Svafa Gröndfeldt, rektor HR, og Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs, fluttu ávörp við skóflustunguna. Unnið hefur verið að hönnun byggingarinnar frá því í fyrrahaust af Arkís, Landmótun og Henning Larsen Architects (DK), auk verkfræðihönnuða frá Cowi (DK) og VGK-Hönnun. Áætlað er að húsið verði um þrjátíu og fimm þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta hluta byggingarframkvæmda verði lokið í upphafi skólaárs í ágúst 2009. Þá á að vera tilbúin til notkunar um tuttugu þúsund fermetra aðstaða fyrir tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Stefnt er að því að öll starfsemi Háskólans í Reykjavík verði svo komin niður að Öskjuhlíðarrótum haustið 2010. Jónína Bjartmarz, þá umhverfisráðherra, staðfesti í vor úrskurð Skipulagsstofnunar um legu nýs Gjábakkavegar. Gerði hún það með því fororði að rann- sóknir yrðu gerðar á áhrifum nit- urs á Þingvallavatn. Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur telur að niturmengun spilli lífríki vatnsins og segir of seint að hefja rannsóknir eftir að vegurinn hefur verið lagður. Vegagerðin hefur svarað fullyrðingum Péturs á þann veg að erfitt sé að segja til um áhrif af útblæstri bíla á vatnið þar sem litlar sem engar rann- sóknir séu til staðar. Pétur segir það rangt og bendir á að í fimmtán ár hafi Veðurstofa Íslands rannsakað niturmengun við Írafoss. Gjábakkavegur hefur lengi verið á teikniborðinu og nokkrar tillögur verið uppi um legu hans. Pétur hefur tvívegis áður kært úrskurð Skipulagsstofnunar og beðið um að möguleikinn á endur- bótum á núverandi vegi verði tek- inn til frekari athugunar eða að leiðin verði höfð sunnan við vatn- ið; út fyrir vatnasviðið frá Laugar- vatni að Írafossi og þaðan á Hellis- heiði. Í maí á þessu ári staðfesti Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, hins vegar úrskurð Skipulagsstofnunar með því tilliti að rannsóknir yrðu gerð- ar á áhrifum niturs á vatnið. „Það verður of seint að byrja rannsókn- ir eftir að búið er að leggja veg- inn,“ segir Pétur um þá ákvörðun. Nituráhrifin athuguð síðar Umhverfisráðherra samþykkti nýjan Gjábakkaveg með því fororði að áhrif niturs á Þingvallavatn verði rannsökuð. „Of seint,“ segir Pétur M. Jónasson. Nesbú á Vatns- leysuströnd hefur í sumar safn- að nokkrum tonnum af hænsna- skít á haug á Vogastapa á Reykjanesi. Magnús Guðjóns- son, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja, telur að Nesbú hafi ekki heimild heil- brigðisyfirvalda til að dreifa skítnum á þessum stað og ætlar að skoða málið. Stefán Már Símonarson, fram- kvæmdastjóri Nesbús, segir að fyrirtækið hafi dreift skít þarna fyrir nokkrum árum, hafi safnað á haug í sumar og ætli að dreifa skítnum í haust. Ekki þurfi leyfi til þess en heilbrigðisyfirvöld hafi þó verið látin vita á sínum tíma. Áburðardreifing gjörbreyti gróð- urfari því gróðurinn sæki í svæðið eftir dreifinguna. Nesbú dreifir hænsnaskít Tilraunir Yves Leterme, leiðtoga kristilegra demókrata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsstjórn fóru út um þúfur í gær. Hann skilaði stjórnar- myndunarumboðinu til konungs eftir að fimm vikna viðræður borgaralegu flokkanna strönduðu á ágreiningi um valdmörk milli landshlutastjórnanna og sambands- ríkisins. Búist er við að konungur feli fulltrúa borgaralegu flokkanna í frönskumælandi hlutanum að spreyta sig. Kristilegri demókratar og Frjálslyndir sigruðu í þingkosn- ingum sem fram fóru í landinu 10. júní síðastliðinn. Umboði skilað Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, var kjörinn formaður Skógræktarfé- lags Íslands á aðalfundi félagsins fyrr í mánuðinum. Hann tekur við embættinu af Magnúsi Jóhannes- syni, ráðuneytisstjóra umhverfis- ráðuneytisins, formanni til tólf ára. Aðrar breytingar á stjórn voru þær að Sigríður Jóhannsdóttir gaf ekki áfram kost á sér til stjórnar- setu og komu því inn tveir nýir stjórnarmenn: Aðalsteinn Sigur- geirsson, forstöðumaður Rann- sóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, og Jónína Stefánsdóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Nýr formaður Bæjarstjórn Kópavogs veitti í gær viðurkenningar fyrir hús, götur og stofnanir sem þykja vera til fyrirmyndar í umhverfis- málum. Með viðurkenningunum vilja bæjaryfirvöld sýna þeim, sem skara fram úr í umhverfismál- um, þakklæti og jafnframt hvetja til góðrar umgengni og frágangs á lóðum. Þá hlutu Lindaskóli, Salaskóli og Snæ- landsskóli verðlaun í flokknum athyglisvert framlag til umhverfismála en allir flagga Grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir vinnu að umhverfismálum. Hvetja til góðr- ar umgengni Þrír menn á þrítugsaldri voru handteknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sá fyrsti var stöðvaður á Breiðholts- braut í Kópavogi í gærmorgun, en hann hafði nýverið ekið börnum sínum í leikskóla. Hann átti mjög erfitt með að halda bílnum á veginum. Annar ökumaður reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum á Álfhólsvegi í Kópavogi um hádegisbil en náðist. Sá þriðji var handsamaður í Breiðholti seinni partinn í gær. Þrír teknir fyrir fíkniefnaakstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.