Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 10

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 10
 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Háskólans í Reykjavík (HR) í gær við rætur Öskjuhlíðar upp af Nauthólsvík. Dr. Svafa Gröndfeldt, rektor HR, og Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs, fluttu ávörp við skóflustunguna. Unnið hefur verið að hönnun byggingarinnar frá því í fyrrahaust af Arkís, Landmótun og Henning Larsen Architects (DK), auk verkfræðihönnuða frá Cowi (DK) og VGK-Hönnun. Áætlað er að húsið verði um þrjátíu og fimm þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta hluta byggingarframkvæmda verði lokið í upphafi skólaárs í ágúst 2009. Þá á að vera tilbúin til notkunar um tuttugu þúsund fermetra aðstaða fyrir tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Stefnt er að því að öll starfsemi Háskólans í Reykjavík verði svo komin niður að Öskjuhlíðarrótum haustið 2010. Jónína Bjartmarz, þá umhverfisráðherra, staðfesti í vor úrskurð Skipulagsstofnunar um legu nýs Gjábakkavegar. Gerði hún það með því fororði að rann- sóknir yrðu gerðar á áhrifum nit- urs á Þingvallavatn. Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur telur að niturmengun spilli lífríki vatnsins og segir of seint að hefja rannsóknir eftir að vegurinn hefur verið lagður. Vegagerðin hefur svarað fullyrðingum Péturs á þann veg að erfitt sé að segja til um áhrif af útblæstri bíla á vatnið þar sem litlar sem engar rann- sóknir séu til staðar. Pétur segir það rangt og bendir á að í fimmtán ár hafi Veðurstofa Íslands rannsakað niturmengun við Írafoss. Gjábakkavegur hefur lengi verið á teikniborðinu og nokkrar tillögur verið uppi um legu hans. Pétur hefur tvívegis áður kært úrskurð Skipulagsstofnunar og beðið um að möguleikinn á endur- bótum á núverandi vegi verði tek- inn til frekari athugunar eða að leiðin verði höfð sunnan við vatn- ið; út fyrir vatnasviðið frá Laugar- vatni að Írafossi og þaðan á Hellis- heiði. Í maí á þessu ári staðfesti Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, hins vegar úrskurð Skipulagsstofnunar með því tilliti að rannsóknir yrðu gerð- ar á áhrifum niturs á vatnið. „Það verður of seint að byrja rannsókn- ir eftir að búið er að leggja veg- inn,“ segir Pétur um þá ákvörðun. Nituráhrifin athuguð síðar Umhverfisráðherra samþykkti nýjan Gjábakkaveg með því fororði að áhrif niturs á Þingvallavatn verði rannsökuð. „Of seint,“ segir Pétur M. Jónasson. Nesbú á Vatns- leysuströnd hefur í sumar safn- að nokkrum tonnum af hænsna- skít á haug á Vogastapa á Reykjanesi. Magnús Guðjóns- son, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja, telur að Nesbú hafi ekki heimild heil- brigðisyfirvalda til að dreifa skítnum á þessum stað og ætlar að skoða málið. Stefán Már Símonarson, fram- kvæmdastjóri Nesbús, segir að fyrirtækið hafi dreift skít þarna fyrir nokkrum árum, hafi safnað á haug í sumar og ætli að dreifa skítnum í haust. Ekki þurfi leyfi til þess en heilbrigðisyfirvöld hafi þó verið látin vita á sínum tíma. Áburðardreifing gjörbreyti gróð- urfari því gróðurinn sæki í svæðið eftir dreifinguna. Nesbú dreifir hænsnaskít Tilraunir Yves Leterme, leiðtoga kristilegra demókrata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsstjórn fóru út um þúfur í gær. Hann skilaði stjórnar- myndunarumboðinu til konungs eftir að fimm vikna viðræður borgaralegu flokkanna strönduðu á ágreiningi um valdmörk milli landshlutastjórnanna og sambands- ríkisins. Búist er við að konungur feli fulltrúa borgaralegu flokkanna í frönskumælandi hlutanum að spreyta sig. Kristilegri demókratar og Frjálslyndir sigruðu í þingkosn- ingum sem fram fóru í landinu 10. júní síðastliðinn. Umboði skilað Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, var kjörinn formaður Skógræktarfé- lags Íslands á aðalfundi félagsins fyrr í mánuðinum. Hann tekur við embættinu af Magnúsi Jóhannes- syni, ráðuneytisstjóra umhverfis- ráðuneytisins, formanni til tólf ára. Aðrar breytingar á stjórn voru þær að Sigríður Jóhannsdóttir gaf ekki áfram kost á sér til stjórnar- setu og komu því inn tveir nýir stjórnarmenn: Aðalsteinn Sigur- geirsson, forstöðumaður Rann- sóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, og Jónína Stefánsdóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Nýr formaður Bæjarstjórn Kópavogs veitti í gær viðurkenningar fyrir hús, götur og stofnanir sem þykja vera til fyrirmyndar í umhverfis- málum. Með viðurkenningunum vilja bæjaryfirvöld sýna þeim, sem skara fram úr í umhverfismál- um, þakklæti og jafnframt hvetja til góðrar umgengni og frágangs á lóðum. Þá hlutu Lindaskóli, Salaskóli og Snæ- landsskóli verðlaun í flokknum athyglisvert framlag til umhverfismála en allir flagga Grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir vinnu að umhverfismálum. Hvetja til góðr- ar umgengni Þrír menn á þrítugsaldri voru handteknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sá fyrsti var stöðvaður á Breiðholts- braut í Kópavogi í gærmorgun, en hann hafði nýverið ekið börnum sínum í leikskóla. Hann átti mjög erfitt með að halda bílnum á veginum. Annar ökumaður reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum á Álfhólsvegi í Kópavogi um hádegisbil en náðist. Sá þriðji var handsamaður í Breiðholti seinni partinn í gær. Þrír teknir fyrir fíkniefnaakstur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.