Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 13
Eftir kaup Kaupþings á hollenska
bankanum NIBC breytist tekju-
samsetning íslensku bankanna á
þann veg að 60 prósent tekna þeirra
koma frá útlöndum, samkvæmt
upplýsingum frá Fjármálaeftirlit-
inu (FME). Jónas Fr. Jónsson, for-
stjóri FME, segir að samkvæmt
nýjum hálfsársuppgjörum bank-
anna hafi hlutfallið verið 54 pró-
sent áður.
Yfirtakan á NIBC er sú stærsta
sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist
í til þessa og bendir Jónas á að við
hana stækki íslenska bankakerfið
um 30 prósent á samstæðugrunni.
„Þá fjölgar þeim löndum þar sem
íslensk fjármálafyrirtæki hafa
hagsmuna að gæta,“ segir hann og
bætir við að fyrirhuguð stækkun
auki enn við verkefni og kröfur
sem gerðar séu til FME sem eftir-
litsaðila á alþjóðlegum fjármála-
markaði.
Gangi kaupin eftir kemur í hlut-
hafahóp Kaupþings alþjóðlegur
fjárfestir sem virkur eigandi og
segir Jónas mega ætla að slíkt
myndi auka breidd í hluthafahópn-
um og beri vott um alþjóðavæðingu
íslenska fjármálakerfisins. Ætlað
er að Ravi Sinha, framkvæmda-
stjóri J.C. Flowers, sem fer fyrir
fjárfestahópnum sem selur NIBC,
taki sæti í stjórn Kaupþings.
Sextíu prósent bankatekna að utan
Gildi lífeyrissjóður, þriðji stærsti
lífeyrissjóður landsins, skilaði á
fyrri hluta ársins 17,6 prósenta rau-
návöxtun á ársgrundvelli. Til sam-
anburðar nam meðalraunávöxtun
áranna 2002-2006 11,2 prósentum.
Hrein eign sjóðsins hækkaði um
25,3 milljarða króna og nam 240,7
milljörðum króna í lok júní.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis, segir að gríð-
arleg hækkun á innlendum hluta-
bréfum sjóðsins skýri þessa góðu
ávöxtun á árinu, en sjóðurinn er til-
tölulega stór á þeim markaði. Inn-
lend hlutabréf gáfu 69 prósenta rau-
návöxtun á ársgrundvelli. Um 29
prósent eigna sjóðsins liggja í inn-
lendum hlutabréfum en innlend
skuldabréf vega þó þyngra eða 44
prósentum. Þau sýndu 4,2 prósenta
raunávöxtun á sama tíma.
„Síðan erum við með gjaldmiðla-
varnir sem sennilega eru meiri en
hjá öðrum lífeyrissjóðum. Þær voru
að skila mjög góðri afkomu á þess-
um fyrstu sex mánuðum,“ segir
hann og bætir við: „Við erum með
því að minnka sveiflurnar í ávöxt-
uninni og það hefur skilað sér vel
hjá okkur í gegnum árin.“
Hann tekur fram að þrátt fyrir
óróa á fjármálamörkuðum að und-
anförnu þá er sjóðurinn ekki með
ósvipaðar tekjur á fyrstu átta mán-
uðum ársins og þær sem fram komu
í hálfsársuppgjörinu. „Auðvitað er
raunávöxtunin að sama skapi ekki
sama tala þar sem átta mánuðir eru
liðnir. En afkoman er enn góð þrátt
fyrir þennan óróleika sem er búinn
að vera undanfarið.“ Fjárfestinga-
tekjur voru 23,5 milljarðar króna á
fyrstu sex mánuðunum; nærri helm-
ingi meiri en á sama tíma í fyrra.
Árni leggur á það áherslu að meg-
inmarkmið Gildis sé að skila góðri
langtímaávöxtun til sjóðsfélaga.
„Það eru langtímasjónarmið sem
skipta máli: Að skila góðri ávöxtun
yfir lengri tíma.“
Innlend hlutabréf skila Gildi
lífeyrissjóði hárri raunávöxtun
Opið: Mán. 10 - 18, þri.-fös. 9 - 18, lau. 12 - 16.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000
Akureyri
464-7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Umboðsmenn
um land allt
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Montreal