Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 64
K eilir sér um að byggja upp þekk- ingarþorp og það hefur gengið hratt og vel. Fyrstu íbú- arnir hafa flust inn og um mánaðamótin verður þarna komið sjöhundruð manna samfé- lag. Kennsla er hafin í frumgreina- deild Keilis og leikskóli og grunn- skóli hafa opnað þannig að það eru tímamót í þessu verkefni,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Starfsmenn Þróunarfélagsins hafa verið á fullu í því að móta stefnu fyrir uppbyggingu á svæð- inu og verða meginstoðirnar tvær, alþjóðaflugvöllurinn og umhverf- isvæn orka á Reykjanesi. „Við höfum verið að einbeita okkur að því að draga rammann þannig að við getum unnið úr áhuga þeirra sem hafa leitað til okkar,“ segir hann. „Við erum að vinna með ráðgjöf- um hjá PriceWaterHouseCoopers í Belgíu í samstarfi við sveitarfé- lögin á svæðinu við að greina tæki- færi tengd flugvellinum. Við höfum horft til uppbyggingar á Schiphol-flugvelli sem hefur tek- ist mjög vel. Þar hefur tuttugu ára uppbygging átt sér stað en Schip- hol-flugvöllur er einn af fremstu flugvöllunum í dag,“ segir Kjart- an. Á Schiphol hefur markvisst verið skilgreint hvaða uppbygg- ing er fyrirhuguð á svæðinu og gert út á nokkurs konar klasaupp- byggingu. Þessari aðferðafræði segir Kjartan að menn þakki það hversu góður árangur hefur náðst. „Það er lykillinn að því hversu vel hefur tekist til. Við munum horfa á þessa klasauppbyggingu, skil- greina hvað við viljum fá og fara markvisst í að byggja það upp,“ segir hann. Þekkingarstarfsemi verður stöðugt stærra hlutfall starfsem- innar kringum flugvellina og þá ekki bara flugtengd starfsemi heldur líka tölvufyrirtæki, hátækni- og hönnunarfyrirtæki og fleira í þeim dúr. „Okkar tækifæri liggja í þessu því að við erum land- fræðilega vel staðsett og höfum nægt landrými kringum vel stað- settan alþjóðaflugvöll en það er einmitt víða orðinn takmarkandi þáttur í uppbyggingu við þessa stóru velli. Svo höfum við þá inn- viði sem þarf til að keyra verkefn- ið af stað.“ Stefnan á Keflavíkurflugvelli hefur verið kynnt fyrir erlendum og innlendum aðilum, meðal ann- ars í samstarfi við forsetaskrif- stofuna, og Kjartan segir að við- brögðin hafi verið vægast sagt mjög góð. „Menn sjá mikil tæki- færi, jafnvel í tengslum við græna orku og umhverfismál. Þarna væri hægt að þróa þróunarmiðstöð í nýtingu og fjárfestingu á búnaði sem nýtir framtíðar orkugjafa. Við höfum varpað fram þessari hugmynd til fjölmargra aðila og það er mjög líklegt að töluvert verði þar úr. Menn hafa kveikt á þessari hugmynd.“ Fyrstu skrefin í átt að þróunar- miðstöð hafa verið stigin. Kennsla er hafin í frumgreinadeild Keilis og Eignarhaldsfélagið Base hefur keypt 22 byggingar á svæðinu. Base er sameiginlegt félag þrett- án fyrirtækja á borð við ÍAV, Eign- arhaldsfélagið AV, Hringrás, Sparisjóð Keflavíkur, N1 og Hótel Keflavík. Til stendur að leigja hús- næðið út með áherslu á verkfræði, raunvísindi, tölvuþróun, dreifing- armiðstöðvar, flugtengda starf- semi, hátæknibúnað fyrir mat- vælaiðnað, nýsköpun og arkitektúr og byggja þannig upp tækni- eða iðngarða undir heitinu Tæknivell- ir. „Í svona iðngörðum nýtir fólk sameiginlega fundaaðstöðu og rit- ara en er með sína eigin skrifstofu- aðstöðu. Við uppbyggingu fyrir- tækja myndast oft ákveðið millibilsástand frá stofnun og þar til fyrirtækið er orðið arðvænlegt. Tæknigarðar hafa orðið vinsælir erlendis af því að þeir brúa þetta bil, lágmarka kostnaðinn og fleyta fyrirtækjunum oft yfir erfiðasta hjallann. Þetta tímabil er oft fyrir- staðan því að það vantar gjarnan fjármagn og aðstoð á þessum tíma. Með tæknigörðum er þetta leyst á eins hagkvæman hátt og hægt er.“ Fleiri verkefni eru á borðinu þó að ekkert sé frágengið enn. „Við sækjum mjög stíft í ákveðna þætti sem styðja við þessa upp- byggingu, dæmi um það er umræðan um netþjónabú. Við erum mjög áhugasamir um slíka starfsemi og höfum margt að bjóða þó að við séum ekki með neitt í hendi frekar en aðrir Íslendingar. Yahoo, Microsoft og General Catalyst hafa komið og skoðað og eru áhugasamir um það sem hér er. Þeir sáu ákveðin tæki- færi í svona þróunarvinnu. Síðan eru ýmis hátæknifyrirtæki sem myndu púslast í kringum þetta.“ Hugmyndir um heilsutengda starfsemi eru einnig í bígerð. Þó nokkur fyrirtæki eru þegar starfandi á Keflavíkurflugvelli. Búið er að girða af varnar- og öryggissvæðið og fyrstu klasarn- ir eru að myndast. Þannig fer ekki á milli mála þegar keyrt er um svæði að stúdentar eru fluttir inn, búið er að merkja byggingar Keilis og verið er að leggja loka- hönd á að breyta þeim og laga að starfseminni. Til stendur á næstu sex mánuðum að búa til eina ímynd fyrir iðngarðana hjá Base með því að mála öll húsin í sömu litum og merkja svo fyrirtækjun- um. Þannig fær það svæði sitt heildaryfirbragð. Í september verður svo opnuð verslun og matsölustaður í hús- næði þar sem sambærileg þjón- usta var áður til húsa hjá hernum og bankaútibú verður opnað innan tíðar. Opnunartími verður snið- inn að þörfum íbúanna. Flugvöllurinn skapar sóknarfæri Líf er að færast aftur í byggingarnar á Keflavíkurflugvelli. Börnin eru byrjuð í skólanum og námsmenn sitja sveittir við stærð- fræði. Fyrstu fasteignirnar hafa verið seldar og þar byggja menn upp iðngarða. Guðrún Helga Sigurðardóttir hefur komist að því að áherslurnar eru á flugtengda starfsemi og græna orku í tengslum við þekkingarsetur. Fyrirmyndin er Schiphol. Menn sjá mikil tæki- færi, jafnvel í tengsl- um við græna orku og umhverfismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.