Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 68
Móðir mín kallaði hann í gamni sólarlagsgluggann. Það nafn átti hann skilið. Á vornóttum mynduðu karmar hans umgjörð utan um geislandi Norðrið, gullský og purp- uradregla á firðinum, hann þjapp- aði því saman í flöt einnar rúðu, hæfilega stóran í sama skilningi og listmálarar smækka hlutföll náttúrunnar til þess að koma þeim fyrir á léreftsdúk. Hann var segull á eldsupptök Jónsmessunnar. Úti fyrir stóð kirkjan hvítmáluð. Turn- spíran lyftist upp í sólsetrin án þess að reka þau í gegn. Hannes Pétursson: Gluggar, turnar (Úr hugskoti 1976) Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 27. júlí talaði ráðherra um „miklu meiri ferðafjölda“ ferjunnar til Vestmannaeyja, og þykir mér það stofnanalegt málfarsklúður. Miklu skýrara er að segja einfaldlega fleiri ferðir. Í svipuðu samhengi hef ég áður séð minnst á „að auka ferðafjölda“ í stað þess að fjölga ferðum. Hér í Fbl. var sagt frá því 8. ágúst að bíll „hefði klesst á“ hús. Þetta finnst mér ljótt, og reyndar eins konar barnamál líkt og að „dingla bjöllu“. Að vísu er talað um að klessukeyra bíl, en það er ekki sama og að „klessa á hús“. Mér kom í hug að þarna mætti sjá skýringu á málglöpum sumra blaðamanna, að þeir hefðu hreinlega ekki náð þeim málþroska að geta tileinkað sér orðfæri fullorðins fólks. „Það er ekki ósjaldan sem rignt hefur á landsmenn um verslunar- mannahelgina,“ sagði fréttamaður Sjónvarpsins 1. ágúst – og hefur víst meint þveröfugt, ekki áttað sig á tvöfaldri neitun. Ekki ósjald- an merkir auðvitað sjaldan. Því skyldi ekki heldur sagt „hvergi ósmeykur“ ef menn eiga við „hvergi hræddur“. „Flugatvik í Múlakoti“ segir í fyrir- sögn í Mbl. 2. ágúst. Orðið atvik er hlutlausrar merkingar: kringum- stæður, viðburður, atriði, viðvik. En þarna er það haft um óhapp og hlaðið neikvæðri merkingu og virðist öpun á e. incident, sem er jafn órökrétt í því máli. Er ekki óþarfi að éta vitleysu úr öðrum tungumálum? Er gleymt orðtakið að hlekkjast á, svo að dæmi sé tekið? Pistlahöfundur í Blaðinu virðist tengja orðið ástríða við ást í umfjöllun um hörmulegt atvik, manndráp. Það er þó misskilning- ur. Orðið er samsett á-stríða (ekki ást-ríða eins og stundum heyrist í framburði) og haft um eitthvað sem stríðir á mann, ákafa þrá eða löngun, sem getur stafað af allt öðru en ást. Þannig eru samheiti orðsins ástríða: blóðhiti, eldmóður, hugsótt, skaphiti, ákafi, árátta, girnd, tilhneigð. Hér kemur „þornótt“ valhenda úr sveitinni: Hrossagaukur þeytir sínum þýða þyt þangað sem ég þreyttur sit þegjandi á lækjarfit. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Grand Canyon tók ferðahópnum opnum örmum. Eftir að hafa skoðað syðri hluta gilsins settum við upp tjaldbúð á norðurbrúninni. Grand Canyon er faðir bandarískra þjóðgarða. Stór og mikill ber hann höfuð og herðar yfir aðra fjölskyldumeðlimi. Gilið er stærra en orð fá lýst, um 1.500 metra djúpt og teygir sig til allra átta líkt og kolkrabbi með alla anga úti. Úr fjarska virka mislit jarðlög þunn sem pönnukökur. Eftir gönguferð niður í þverhnípt gilið kemst maður að því að svo er ekki. Lögin eru þykk, eins og skons- urnar hennar ömmu (ef við höldum okkur við pönnu- kökuskalann). Stuttu eftir að við tjölduðum komust óboðnir gestir í matinn, sem geymdur var í bílnum. Það var gat í brauðhleifnum og nokkurra bita var saknað úr ferskju. Þegar við héldum frá Grand Canyon kom sökudólgurinn í ljós. Eftir um klukkutíma keyrslu hljóp lítill íkorni undan einu sæti bílsins með tilheyr- andi ópum og skrækjum mennskra farþega. Við opn- uðum allar dyr og losuðum okkur við laumufarþeg- ann (eða svo héldum við). Skömmu eftir að ég settist aftur undir stýri fann ég eitthvað naga á mér stóru tána; íkorninn hafði falið sig undir mælaborðinu. Það reyndist algjörlega ómögulegt að ná dýrinu, sem hlaut nafnið Earl, út úr bílnum. Allar okkar tilraunir til að losna við Earl litla fóru út um þúfur. Þegar við reyndum að lokka nagdýrið út með jarðhnetum end- uðu þær í munninum á skunki. Minnstu munaði svo að skunkurinn tæki sér líka bólfestu í bílnum eftir hnetuátið. Allar frekari hugmyndir okkar reyndust álíka snjallar og löðuðu að fleiri dýr ef eitthvað var. Íkorninn er því líklega enn í felum einhvers staðar á bak við mælaborðið á hraðleið þvert yfir Banda- ríkin. Næst lá leiðin til Bryce-þjóðgarðsins í Utah-ríki. Bryce er sykursæta unglingsstelpan í þjóðgarðafjöl- skyldunni. Tignarlegir steinturnar, sem kallast hood- oos, eru á víð og dreif um þjóðgarðinn. Turnarnir mynduðust úr jarðlögum, sem voru botn risastórs stöðuvatns fyrir um 200 milljón árum. Þeir hafa mýkri línur en ég hef áður séð og breytilegt magn af járni gefur sterkt og bjart litróf frá skjannahvítu yfir í rauðhóla-rautt. Frá Bryce héldum við í Zion-þjóð- garðinn. Zion er stælti unglingspilturinn í fjölskyld- unni. Ægistór sandsteinsfjöll, skarpar línur og brött björg einkenna garðinn. Mjög vel var staðið að þeim þjóðgörðum, sem ég heimsótti. Þjóðgarðsvörður tekur á móti gestum við innkomu. Náttúru-nördið fræðir gesti um gönguleið- ir, sögu, dýraríki og svo framvegis. Allan mat, drykk og aðrar nauðsynjar er að finna innan þjóðgarðanna. Aldrei áður hef ég vaknað fyrir klukkan fimm til að sjá sólarupprás í tjaldútilegu og getað pantað mér cappuccino-bolla á ágætasta kaffihúsi til að ylja mér um hjartaræturnar. Allt er gert til að auðvelda aðgang að helstu náttúruperlum. Malbikaðir stígar með hjólastólaaðgengi eru algeng sjón. Erfiðari og fáfarn- ari gönguleiðir eru einnig í boði, sumsé eitthvað fyrir alla. Úr hreinni og tærri náttúrunni keyrðum við inn í hreina og klára geðveiki, Las Vegas. Borg syndanna er að mörgu leyti aðdáunarvert afrek mannkyns. Drepheit eyðimörk umkringir borgina en upp úr þurru birtast stærðar glæsihýsi umkringd gosbrunn- um og pálmatrjám. Borgin lifir og hrærist í kringum spilavíti. Oftast eru þau hluti af risastórum hótelum þar sem finna má allt milli himins og jarðar, meðal annars búðir, veitingastaði, kvikmyndahús, nætur- klúbba og dýragarða. Öll uppsetning er á þann máta að maður spili sem mest. Engar klukkur í augsýn, hvað þá útgangur, og þeir sem taka þátt í húllum- hæinu drekka frítt. Skiljanlegt að borgin sé kennd við synd. Öll sú hegðun sem flest samfélög líta hornauga er í háveg- um höfð í Vegas. Spilavítin ganga allan sólarhringinn, drykkja er mikil á almannafæri og á hverju götu- horni rétta illa til fara Mexíkóar þér spjöld, sem við fyrstu sýn líta út sem körfuboltaspjöldin sem ég safn- aði í gamla daga. Í stað stráka í boltaleik eru fáklædd- ar konur á spjöldunum og slagorð, sem hljóma eitt- hvað á þessa leið: „To your hotel room in 20 minutes“. Eftir rúman sólarhring í Vegas var ég búinn að fá meira en nóg. Frá Las Vegas er stefnan tekin norður, á mormóna- slóðir í Utah. Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Í vinning eru tveir miðar í bíó í Regnbogann, Borgarbíó eða Smárabíó? Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.