Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 17
Nú eru skólarnir að hefj-ast og eins og á hverju ári heyrum við að það vanti marga kennara í leik- og grunnskóla landins. Aftur á móti heyrist aldrei að það gangi erfið- lega að manna bankana, Kauphöllina eða verðbréfasjóðina. Hvers vegna skyldi það vera? Við viljum öll eiga peninga og sem mest af þeim. Þeir sem passa peningana okkar eru oftast banka- stjórar eða aðrir stjórar í fjármála- stofnunum. Oftar en ekki eru þeir á mjög háum launum, svo háum laun- um að venjuleg manneskja skilur ekki tölurnar. Sumir fárast út af þessum ofurlaunum, en flest þegj- um við, því við fáum víst litlu breytt um laun þeirra, þeir eru jú að gæta fjöreggs þjóðarinnar, peninganna og verðbréfanna. Ekki veit ég alveg hvernig staðið er að kjarasamning- um þeirra en ég hef aldrei heyrt að þeir hafi farið í verkfall, hvað þá sjö vikna verkfall sem bráðabirgðalög bundu enda á, án ávinnings eins og raunin var með grunnskólakennar í síðustu kjarasamningum. Við vilj- um flest að fjárfestingar okkar beri arð og til þess að tryggja það eru þessir „traustu“ menn ráðnir til starfans og til að þeir sinni starfi sínu vel verður að greiða þeim sómasamlega. En við eigum líka annað fjöregg og það fjöregg er lifandi. Flest eigum við börn og börnin eru okkar fjár- festing, fjárfesting í áfram- haldandi lífi í landinu, vel- ferð og vellíðan. En hver gætir þeirra? Það er lögboð- ið að börnin okkar gangi í skóla frá 5 ára aldri til 16 ára og hlutverk skólans er að fræða unga fólkið og nú orðið líka að ala það upp. Hverjir sjá um það verk? Jú, kennarar sem hafa stundað sérnám í fjögur ár og eru sérfræðingar á sínu sviði. En hvað fá þeir greitt fyrir? Sumum finnst að kennarar fái alveg nógu há laun, þeir fái líka svo langt sumarfrí og vinni ekki lengur en til kl. 14 á daginn og þar að auki sé nú ekki svo erfitt að kenna 20-30 börnum. En hvernig getum við vitað hversu mikið kennarar starfa? Ekki fylgjumst við með lífi kennara eftir að kennslu lýkur ( það er sýnilegi hluti starfsins), stór hluti kennara- starfsins fer fram eftir að nemend- ur fara úr skólanum. Vitum við nokkuð um hvernig vinnudagur for- stjóra fjármálastofananna líður? Hvað vitum við nema að þeir séu stóran hluta sumarsins í laxi og í golfi eftir klukkan 3 á daginn? Hvers vegna hefur viðgengist svo lengi að almenningur hafi hálfpartinn horn í síðu kennara og látið sem þeir eigi nú eiginlega ekkert gott skilið. Hvers vegna hugsum við ekki frek- ar um það í hverju starf þeirra felst? Þeir eru að gæta þess sem okkur foreldrum og þjóðinni allri er verð- mætast. Ef hér elst upp kynslóð sem ekki fær góða kennslu og umhyggju á grunnstigi námsins, hvernig getum við ætlast til að nemendur standi sig vel á alþjóðlegum saman- burðarprófum eða bara í almennri umgengni, hvað þá í sérhæfðu námi er fram í sækir? Sem betur fer halda margir kenn- arar starfi sínu áfram, sama hver launin eru en í góðæri eins og núna leita æ fleiri kennarar í betur laun- uð störf. Áhrif þess eru ekki bara að nemendur missi kennara sína og skólastjórar hafi áhyggjur af mannaráðningum, heldur tapast einnig þekking og reynsla. Nokkuð hefur borið á greinum frá kennurum sem vilja vekja athygli á þessu málefni en furðulegt nokk, lítið hefur heyrst frá foreldrum. Er ekki tími til kominn að foreldrar þessa lands standi saman um hag barna sinna? Við eigum að krefjast þess að sem allra best verði staðið að námi og framtíð barna okkar. Það er hægt með því að borga kennurum það há laun að þeir geti nýtt sér- fræðiþekkingu sína í skólum lands- ins. Hversu há þau laun þurfa að vera er svo annað mál. Eða hvort er okkur mikilvægara peningarnir eða börnin okkar? Höfundur er móðir barna á grunn- skólaaldri og framhaldsskólakennari. Háskólar Íslands og fleiri ættu að stunda fiskirannsóknir og allt sem tengist þeim beint og óbeint. Menntamálaráðherra ætti að veita stórum fjárhæðum til allra einstakl- inga og skóla sem vilja rann- saka fisk. Þess- ir styrkir væru alveg frjálsir og óháðir útgerð, kvóta og HAFRÓ. Væru aðeins leið að sannleikanum. 1. Sandsíli. Núna hefur sandsílið víða horfið. Rannsaka það, en svara ekki að sjór hafi hitn- að. Það vita allir að sjór er heitari nú en áður. 2. Brottkastið. Skrifa mætti í einu þrjár til fjórar óháðar og sann- sögulegar bækur um brottkastið. Best væri að þrír til fjórir höfund- ar gerðu það óháðir hver öðrum svo sannleikurinn kæmi í ljós. Ekki fela neitt lengur. Ekki bíða eftir meira hruni í þorskveiðum. Fá sannleik- ann fram óháðan allri útgerð. 3. Framhjá vigt. Mikið er talað um það, að fiskur fari framhjá vigt og þorskur sé kallaður steinbítur. Láta má tvo til þrjá skrifa um þetta frjálst og óháð hver öðrum og allri útgerð. Sannleikur bara sannleik- ur. 4. Grænlandsþorskurinn. Þessa dagana var þýskur togari í eigu Íslendinga að landa 700 tonnum frá Grænlandi af þorskflökum í Hafn- arfirði. Um leið sagði skipstjórinn að síðustu tvö árin hefði Græn- landsþorskurinn ekki gengið til Íslands eins og áður var. Af hverju er það? Er efni í rannsókn og góða bók. 5. Hávaði í sjó. Mikill hávaði skapast þegar stór trollari fer um fiskimiðin með trollið úti. Hvaða áhrif hefur slíkur hávaði á fiska? Þeir skelfast og fælast. Margt fleira má skoða. Rannsaka þarf ótal aðra hluti sjálfstætt og óháð. Leitum sannleikans. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fiskirann- sóknir og háskólar Eru peningar meira virði en börn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.