Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 18

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 18
Séní sem alltaf leynir á sér Gítar-leikar-innÞórð- ur Árnason sagði skilið við hljóm- sveitina Stuðmenn nýverið og ákvað að vera í sumarfríi án þess að vera á bakvakt. Þar með er einn elsti liðsmaður sveitarinnar horfinn á braut. Það var í raun alveg í takt við persónugerð Þórðar að enginn skyldi hafa uppgötvað að í tæpt hálft ár höfðu Stuðmenn spilað án hans því flestir viðmælend- urnir lýsa honum sem hógværum einfara. „Honum er sennilega líka meinilla við að vera slegið upp sem Maður vikunnar,“ sagði einn viðmælandi og þótti líklegt að þau væru teljandi á fingrum annarrar handar viðtölin þar sem Þórður hefur rætt einkahagi sína. Hann sé einfald- lega ekki mikið gefinn fyrir sviðsljósið og hafi tekist að halda sig fjarri því þrátt fyrir að hafa verið meðlimur í vinsælustu hljómsveit Íslands, fyrr og síðar. Gítarleikaran- um er lýst sem afar skarpgreind- um manni og hann vilji setja sig vel inn í það sem hann gerir og kynna sér hlutina vel. Hann er sagður hafa verið með snert af ofvitaeinkennum, til dæmis verið búinn að læra dönsku á undan jafnöldrum sínum með aðstoð Andrésar Andar- blaðanna. Þegar hann fór að læra á gítar náði hann undragóðum tökum á honum á stuttum tíma. Þórður er ekki mikið fyrir að bera hæfileika sína á borð. Hann er til að mynda menntaður á selló og píanó og er einn örfárra Íslendinga sem hefur numið djassleik við Berkley-háskólann í Bandaríkjunum. Þórður hefur lagt til ófáa texta Stuðmanna og margir þeirra bera með sér að höfundur þeirra er leiftrandi húmoristi og kaldhæðnin lekur af honum. Þórður var alltaf talinn svolítið sérstakur sem barn og hafði sig lítið í frammi. Hans félagslegu tengsl komu til að mynda öll í gegnum tónlistina í MH. Og þrátt fyrir að Þórður hefði vel getað tekið hæstu einkunn á stúdentspróf- inu ákvað hann að segja skilið við námsbækurn- ar og hóf að spila á sexstrengja hljóðfærið sitt af miklum móð. „Hann kom inní tíma, alltof seint og kennarinn spurði forviða af hverju hann kæmi fyrst núna. Þórður horfði stíft á kennarann, svo yfir bekkinn, lagaði gleraugun á enninu, gekk út og sást ekki aftur fyrr en 30 árum seinna,“ lýsir einn viðmælandi þessu skyndilega brotthvarfi Þórðar úr menntaskól- anum. Þórður hefur í fimmt- án ár verið kennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar og er það mál manna að hann hafi fundið sig vel í kennarastöð- unni. Hann er mjög vel liðinn af nemendum sínum og leyfir þeim að finna sér sinn eigin farveg og vill helst ekkert vera að þvinga neinu uppá þá. Þórður er sagður ótrúlega vel lesinn og það kemur enginn að tómum kofunum hjá honum. Hann setur saman tölvuna sína sjálfur, þannig að hún sé nú örugglega alveg rétt samsett og þykir fátt jafn skemmtilegt en að panta sér gömul raftæki af netinu og gera við þau. En Þórður er jafnan mjög hlédrægur og hann er alls ekki allra. „Hann leitar miklu meira inná við heldur en út á við, er mjög leitandi og íhugull. Hann er einfaldlega séní og séní ganga ekki alltaf meðalveginn.“ Hann ku ekki vera neitt sérstaklega diplómatískur og segir alltaf það sem honum býr í brjósti. „Og er kannski ekkert að skafa neitt utan af því heldur. En hann er líka gull af manni og alveg ákaflega traustur vinur.“ Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.