Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 30

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 30
F jölgun alvarlegra líkams- árása og nauðgana, drykkjulæti, sóðaskapur, hávaði og almennt stjórn- leysi eru nokkur af þeim atriðum sem hafa skapað umræðuna um „ástandið“ í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Því hefur verið haldið fram að ekki sé lengur óhætt að ganga einsamall í miðbænum að nóttu til og jafnvel ekki á daginn. Í vikunni héldu lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu og borgaryfirvöld fund með veitinga- og skemmtistaðaeigendum í miðbænum þar sem ræddar voru leið- ir til að draga úr þessum neikvæðu fylgifiskum skemmtanalífsins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, komst þar að þeirri niðurstöðu að endurskoða þyrfti opnunartíma skemmtistaða. En hvað segja íbúar og verslunareigendur í miðbænum um þetta ástand og niður- rif gamalla húsa við Laugaveginn? Árni Einarsson, hótelrekandi og íbúi við Laugaveginn síðan árið 1989, segir að ástandið í miðbænum hafi aldrei verið verra. Hann kennir veitinga- mönnum fyrst og fremst um ástandið. „Mér finnst að veitingamenn í mið- bænum séu yfirgangssamir og fríi sig allri ábyrgð á starfsemi sinni og við- skiptavinum sínum eftir að þeir eru komnir út af stöðunum,“ segir Árni. Hann segir að gestir skemmtistaða komi í miðbæinn um helgar og hagi sér eins og svín. „Fólk reynir að fara inn í öll skot og sund til að míga hérna um helgar. Íbúar í miðbænum eru byrjaðir að víggirða húsin sín til að koma í veg fyrir þetta,“ segir Árni. Sævar Karl Ólason, sem rekið hefur verslunina Sævar Karl í Bankastræti um árabil, er sammála Árna um að veitingamennirnir í miðbænum standi sig ekki nægilega vel. „Þeir hreinsa svo illa til í kringum sig og fyrir fram- an veitingastaðina,“ segir Sævar en bætir því við að hann hafi ekki orðið fyrir miklu ónæði af truflunum í mið- bænum um helgar. „Rúðubrotin koma í bylgjum en það er minna um þau en áður. Ég hef ekkert á móti því að fólk fari í bæinn um helgar. Þetta er ekki svona mikið ónæði eins og fólk talar um, það eru einhverjir sérfræðingar og stjórnmálamenn sem aldrei koma í bæinn sem hafa básúnað þetta ástand í miðbænum út. Reykjavík er bara mjög flott og frábær borg,“ segir Sævar Karl. Guðlaug Halldórsdóttir, eigandi verslunarinnar 3 hæðir á Laugavegin- um, tekur í svipaðan streng því hún telur að vandamálin í miðbænum um helgar fylgi skemmtanalífinu í borg eins og Reykjavík. „Er þetta ekki bara frekar eðlilegt ástand?“ Þórarinn St. Halldórsson, í Spilaverslun Magna á Laugaveginum, hefur heldur ekki orðið fyrir ónæði um helgar af ástand- inu og rúðurnar hjá honum hafa verið látnar í friði. Þórunn Anspach, eigandi verslunar- innar Kisunnar á Laugaveginum, er hins vegar ekki alveg sammála Sævari nágranna sínum því henni finnst alveg hræðilegt að vera á ferli í miðbænum um helgar eftir myrkur. „Þá verður fólk eins og trylltar skepnur. Það er til dæmis búið að brjóta glerið í búðinni okkar fjórum sinnum á síðustu tveim- ur mánuðum,“ segir Þórunn. Viðmælendur blaðsins hafa almennt séð ekki svör á reiðum höndum um hvað sé hægt að gera til að bregðast við ástandinu í miðbænum. Þeir benda þó meðal annars á að hægt sé að stytta opnunartíma skemmtistaða og auka löggæslu. Árni Einarsson hefur hins vegar skýrt mótaðar hugmyndir um aðgerð- ir. Hann telur að það ætti að taka upp veitingaferilskrá, svipað og ökuferil- skrá, þar sem haldið er saman upplýs- ingum um hvernig eigandi hvers skemmtistaðar stendur sig. „Skemmti- staðirnir eiga að fá punkta í kladdann ef þeir hleypa inn of ungu fólki, leyfa gestum að fara út með áfengi, valda hávaða og ónæði, ef brunaútgangar inni á stöðunum eru tepptir og annað slíkt. Svo þegar menn eru komnir upp í ákveðið marga punkta þá eiga þeir að missa veitingaleyfið,“ segir Árni. Hann telur auk þess að leita eigi leiða til að halda gestum skemmtistaða inni á stöðunum svo þeir séu ekki á stöð- ugu rápi um miðbæinn því að með því geti skapast pústrar á milli fólks auk mikils hávaða sem valdi ónæði. „Ein leið væri að hætta að hleypa fólki inn á staðina eftir ákveðinn tíma.“ Árni segir að reykingabannið á skemmti- stöðum hafi auk þess verið illa undir- búið því hávaði frá stöðunum hafi aukist mikið í kjölfarið. „Það var van- hugsað að framkvæma það svona. Það er ekki hægt að setja fólk svona út á göturnar og segja við það: þið reykið bara úti. Þessi lausn skapar meiri vandamál en hún leysir,“ segir Árni og bætir því við að eftir bruna skemmtistaðarins Pravda fyrr í sumar hafi ástandið á Laugaveginum versn- að til muna. Blaðamaður spyr viðmælendur um húsin tvö við Laugaveg 4 og 6 sem Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur gefið leyfi til að rífa; í næstu viku mun byggingafulltrúi Reykjavík- urborgar líklega samþykkja teikning- arnar að nýju tvö þúsund fermetra húsi sem á að byggja í stað þeirra. Við- mælendur Fréttablaðsins eru sammála um að húsin séu ljót eins og er: að annað hvort þurfi að rífa þau eða gera þau upp. Sævar Karl telur að húsin megi missa mín. „Mér finnst að þeir menn sem vilja vernda þessi tvö hús við Laugaveginn standi á móti framförum á Íslandi. Mér þykja þessir kofar alveg hræðilegir því þeim hefur ekkert verið haldið við. Auðvitað á að rífa þá.“ Þórunn tekur í sama streng og Sævar. „Mér finnst alltaf svolítið leið- inlegt þegar gömul hús eru rifin en á sama tíma þá þykja mér þessi tvö hús við Laugaveg 4 og 6 ekki vera mjög falleg. En auðvitað skiptir máli hvern- ig húsið sem rís í staðinn verður,“ segir Þórunn bætir því við að hún verði alltaf dálítið hrædd þegar byggja eigi ný hús við Laugaveginn. „Hins vegar eru mörg gömul hús við Laugaveginn sem mér finnst að eigi ekki að rífa, til dæmis Brynja og Hljómalindarhúsið.“ Árni segir að húsin við Laugaveg 4 til 6 megi hverfa. „Lóðaverð er orðið of hátt við Lauga- veginn til að geta borið svona lítil hús,“ segir Árni. Þórarinn telur aftur á móti að það eigi frekar að gera húsin upp en að rífa þau þó að „húsin séu ljót“ eins og er. „Ég held að það séu mistök. Mér finnst það passa betur við götumynd- ina en að byggja stór steypt hús sem eru lítið fyrir augað og hafa lítinn kar- akter,“ segir Þórarinn. „Það þarf bara að laga þau,“ segir hann. Sævar Karl segir að hugsanlega sé hægt að halda framhliðum húsanna, gera þau upp og reisa nýbyggingar á bak við þau. „Þessi leið hefur verið notuð mikið í útlöndum og þetta er líka hægt að gera við Laugaveginn,“ segir Sævar Karl. Árni tekur undir þetta sjónarmið. „Ef þeir sem vilja vernda þessi hús geta sýnt fram á annað þá ber að taka mark á því. Verndunarsinnar höfðu rétt fyrir sér með Bernhöftstorfuna og Aðalstrætið og þess vegna hafa þeir áhrif. Mér finnst sorglegt að menn séu fyrst núna að koma fram með nýjar tillögur til að vernda þessi hús,“ segir Árni og vísar til tillögu Torfusamtakanna, sem kynnt var í vikunni, sem gengur út á að endur- bæta og stækka húsin tvö frekar en að rífa þau. Guðlaug segir að húsin við Lauga- veg 4 og 6 séu skelfileg en að huga þurfi að heildarmynd húsanna við Laugaveg en ekki bara hugsa um eitt og eitt hús. „Ef það er gert þá verða húsin við götuna svo ósamstæð. Í Washington í Bandaríkjunum til dæmis, þá halda þeir framhliðunum á húsunum og byggja miklu stærri hús fyrir aftan. Ég held að við ættum að reyna að læra þetta af öðrum þjóðum: gera eitthvað fallegt úr þeim gömlu húsum sem við eigum og ekki skemma allar minjarnar okkar,“ segir Guð- laug. Mikil umræða hefur skapast upp á síðkastið um „ástandið“ í miðbæ Reykjavíkur um helgar sem og niðurrif húsa, og uppbygg- ingu nýrra, við Laugaveginn. Yfirvöld velta fyrir sér leiðum til að bæta ástandið og tvö hús frá nítjándu öld verða líklega rifin. Ingi F. Vilhjálmsson bað nokkra verslunareigendur og íbúa í miðbænum um að ræða sínar skoðanir á þessum hitamálum. Hefði mátt gera gömlu húsin upp Skemmti- staðirnir eiga að fá punkta í kladdann ef þeir hleypa inn of ungu fólki, leyfa gestum að fara út með áfengi, valda hávaða og ónæði, ef brunaút- gangar inni á stöðunum eru tepptir og annað slíkt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.